Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2016 21:57 Annie Mist Þórisdóttir. Vísir/Anton Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. Björgvin Karl Guðmundsson er í 7. sæti í karlaflokki. Annie Mist hækkaði sig í hverri grein á degi eitt, varð í 12. sæti í fyrstu grein, í 6. sæti í grein tvö og tók síðan hundrað stig fyrir þriðju greinina þar sem stelpurnar voru að gera ýmsar æfingar með þunga æfingabolta. Annie Mist er þegar komin með 232 stig og er nú með tveimur stigum meira en Samantha Briggs sem var búin að vera á toppnum eftir fyrstu tvær greinarnar. Það lítur því út fyrir að Annie Mist ætli að koma sterk til baka í ár eftir að hafa glímt við meiðsli undanfarið. Hún stefnir að því að vinna þessa keppni í þriðja sinn. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er einnig á uppleið en hún náði fjórða besta tímanum í grein þrjú og er í fimmta sæti eftir fyrsta daginn. Ragnheiður Sara er með 206 stig eftir fyrstu þrjár greinarnar eða með 26 stigum minna en Annie Mist. Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði best af íslensku stelpunum í fyrstu grein en fékk síðan aðeins 4 stig fyrir grein tvö0. Hún kom aftur til baka í þriðju greininni þar sem hún endaði í fimmta sæti. Katrín Tanja er í 11. sætinu eftir fyrstu þrjár greinarnar. Fjórða íslenska stelpan í úrslitum kvenna, Þuríður Erla Helgadóttir, er í 22. sæti en hún náði 16. besta tímanum í þriðju greininni. Björgvin Karl náði sér vel á strik í þriðju grein og hafnaði í fimmta sæti. Hann er í sjöunda sæti yfir alla keppendur með 176 stig. Efstur í karlaflokki er Matthew Fraser með 228 stig.Að neðan má sjá upptöku frá þriðju keppnisgrein þar sem tíu karlar og konur kepptu til skiptis. Annie og Sara Sigmundsdóttir fara af stað þegar klukkustund er liðin af uppptökunni. Aðrar íþróttir CrossFit Tengdar fréttir Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Sigurvegari heimsleikanna fær skammbyssu í verðlaun Það að standa uppi sem sigurvegari heimsleikanna í CrossFit þýðir ekki aðeins að fjárhagur sigurvegarans vænkast. 14. júlí 2016 11:04 Katrín Tanja stóð sig best í fyrstu grein Varð fjórða í kvennaflokki í sjö kílómetra víðavangshlaupi. Björgvin Karl Guðmundsson varð sjöundi í karlaflokki. 20. júlí 2016 18:18 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Annie Mist efst Íslendinganna eftir tvær greinar Katrín Tanja fór úr fjórða í átjánda sæti. 20. júlí 2016 20:01 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. Björgvin Karl Guðmundsson er í 7. sæti í karlaflokki. Annie Mist hækkaði sig í hverri grein á degi eitt, varð í 12. sæti í fyrstu grein, í 6. sæti í grein tvö og tók síðan hundrað stig fyrir þriðju greinina þar sem stelpurnar voru að gera ýmsar æfingar með þunga æfingabolta. Annie Mist er þegar komin með 232 stig og er nú með tveimur stigum meira en Samantha Briggs sem var búin að vera á toppnum eftir fyrstu tvær greinarnar. Það lítur því út fyrir að Annie Mist ætli að koma sterk til baka í ár eftir að hafa glímt við meiðsli undanfarið. Hún stefnir að því að vinna þessa keppni í þriðja sinn. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er einnig á uppleið en hún náði fjórða besta tímanum í grein þrjú og er í fimmta sæti eftir fyrsta daginn. Ragnheiður Sara er með 206 stig eftir fyrstu þrjár greinarnar eða með 26 stigum minna en Annie Mist. Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði best af íslensku stelpunum í fyrstu grein en fékk síðan aðeins 4 stig fyrir grein tvö0. Hún kom aftur til baka í þriðju greininni þar sem hún endaði í fimmta sæti. Katrín Tanja er í 11. sætinu eftir fyrstu þrjár greinarnar. Fjórða íslenska stelpan í úrslitum kvenna, Þuríður Erla Helgadóttir, er í 22. sæti en hún náði 16. besta tímanum í þriðju greininni. Björgvin Karl náði sér vel á strik í þriðju grein og hafnaði í fimmta sæti. Hann er í sjöunda sæti yfir alla keppendur með 176 stig. Efstur í karlaflokki er Matthew Fraser með 228 stig.Að neðan má sjá upptöku frá þriðju keppnisgrein þar sem tíu karlar og konur kepptu til skiptis. Annie og Sara Sigmundsdóttir fara af stað þegar klukkustund er liðin af uppptökunni.
Aðrar íþróttir CrossFit Tengdar fréttir Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Sigurvegari heimsleikanna fær skammbyssu í verðlaun Það að standa uppi sem sigurvegari heimsleikanna í CrossFit þýðir ekki aðeins að fjárhagur sigurvegarans vænkast. 14. júlí 2016 11:04 Katrín Tanja stóð sig best í fyrstu grein Varð fjórða í kvennaflokki í sjö kílómetra víðavangshlaupi. Björgvin Karl Guðmundsson varð sjöundi í karlaflokki. 20. júlí 2016 18:18 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Annie Mist efst Íslendinganna eftir tvær greinar Katrín Tanja fór úr fjórða í átjánda sæti. 20. júlí 2016 20:01 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45
Sigurvegari heimsleikanna fær skammbyssu í verðlaun Það að standa uppi sem sigurvegari heimsleikanna í CrossFit þýðir ekki aðeins að fjárhagur sigurvegarans vænkast. 14. júlí 2016 11:04
Katrín Tanja stóð sig best í fyrstu grein Varð fjórða í kvennaflokki í sjö kílómetra víðavangshlaupi. Björgvin Karl Guðmundsson varð sjöundi í karlaflokki. 20. júlí 2016 18:18
Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36
Annie Mist efst Íslendinganna eftir tvær greinar Katrín Tanja fór úr fjórða í átjánda sæti. 20. júlí 2016 20:01