Honda keypti Porsche 911 GT3 með skilaboðum Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 10:45 Þessi mynd náðist af Porsche bílnum fyrir utan verksmiðju Honda í Ohio í Bandaríkjunum. Það er ekki fátítt meðal bílaframleiðenda að kaupa eintök af bestu bílum annarra bílaframleiðenda til að sjá hvernig þeir eru smíðaðir og læra af því. Það gerði einmitt Honda er það festi kaup í Porsche 911 GT3 bíl svo þeir gætu gert Acura NSX bíl sinn betur úr garði. Það skondna er að þeir hjá Porsche fundu útúr því, eftir miklum krókaleiðum, hver kaupandinn var og skildu eftir skilaboð undir húddi bílsins sem á stóð: “Gangi ykkur vel hjá Honda. Sjáumst hinu megin. Porsche”. Erfitt er að rýna í hvað það þýðir hjá Porsche að sjást hinu megin og ef til vill meinar Porsche að fyrirtækin muni mætast á keppnisbrautunum og þar eru bílar Porsche ávallt þeir sigurstranglegustu. Ljóst má þó vera að kaldhæðnin var í forgrunni í þessum skilaboðum og þau hafa eflasut komið starfmönnum Honda á óvart er þeir opnuðu húdd bílsins. Honda er að vinna að framleiðslu nýs Acura NSX (Acura er lúxusbílamerki Honda og bílar Acura aðallega seldir í Bandaríkjunum) í nýrri hátækniverksmiðju fyrirtækisins í Ohio í Bandaríkjunum og þar var meðfylgjandi mynd tekin af bílnum sem Honda keypti af Porsche. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent
Það er ekki fátítt meðal bílaframleiðenda að kaupa eintök af bestu bílum annarra bílaframleiðenda til að sjá hvernig þeir eru smíðaðir og læra af því. Það gerði einmitt Honda er það festi kaup í Porsche 911 GT3 bíl svo þeir gætu gert Acura NSX bíl sinn betur úr garði. Það skondna er að þeir hjá Porsche fundu útúr því, eftir miklum krókaleiðum, hver kaupandinn var og skildu eftir skilaboð undir húddi bílsins sem á stóð: “Gangi ykkur vel hjá Honda. Sjáumst hinu megin. Porsche”. Erfitt er að rýna í hvað það þýðir hjá Porsche að sjást hinu megin og ef til vill meinar Porsche að fyrirtækin muni mætast á keppnisbrautunum og þar eru bílar Porsche ávallt þeir sigurstranglegustu. Ljóst má þó vera að kaldhæðnin var í forgrunni í þessum skilaboðum og þau hafa eflasut komið starfmönnum Honda á óvart er þeir opnuðu húdd bílsins. Honda er að vinna að framleiðslu nýs Acura NSX (Acura er lúxusbílamerki Honda og bílar Acura aðallega seldir í Bandaríkjunum) í nýrri hátækniverksmiðju fyrirtækisins í Ohio í Bandaríkjunum og þar var meðfylgjandi mynd tekin af bílnum sem Honda keypti af Porsche.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent