Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2016 07:00 Þórir Hergeirsson horfði upp á sínar stelpur tapa fyrir Brasilíu á laugardaginn. vísir/anton Þórir Hergeirsson hefur á síðustu tveimur árum gert norska kvennalandsliðið að bæði heims- og Evrópumeisturum og nú eiga norsku stelpurnar möguleika á því að vinna þriðja Ólympíugullið í röð. Þórir var aðstoðarþjálfari þegar fyrsta Ólympíugullið vannst í Peking 2008 en var orðinn aðalþjálfari fyrir fjórum árum í London. Norsku stelpurnar byrjuðu handboltakeppni Ólympíuleikanna í Ríó ekki vel því þær töpuðu með þriggja marka mun á móti heimakonum í Brasilíu snemma á laugardagsmorguninn. Það var mikil stemning á leiknum og miðað við frammistöðu brasilíska liðsins þá getur það farið langt á mótinu. Þórir gagnrýndi sérstaklega markverði sína fyrir frammistöðuna í leiknum á móti Brasilíu. Brasilíska liðið skoraði 31 mark og hvorugur markvörður norska liðsins fann fjölina sína. „Það vantaði mikið varnarlega og markvörslu hjá okkur í þessum leik. Það er óvenjulegt að við séum að verja aðeins 23 til 24 prósent skotanna. Það er ekki nógu gott. Vörnin var í sjálfu sér nógu góð og við eigum því að fá fleiri varða bolta því þá vex vörnin líka,“ sagði Þórir eftir leik.Þórir hefur náð frábærum árangri með norska liðið.vísir/antonBrasilíska liðið var morgunhresst og var komið með fjögurra marka forskot í fyrri hálfleik. Brasilísku áhorfendurnir settu það ekki fyrir sig að leikurinn fór fram svo snemma morguns og norska liðið spilaði ekki bara á móti sjö Brössum inn á vellinum heldur einnig þúsundum í stúkunni. Brassar hafa trú á þessu skemmtilega liði sínu sem vann gull á HM 2013 með nánast sama lið. Þeim sem þekkja til norska liðsins hafa eflaust ekki miklar áhyggjur af þeim norsku þrátt fyrir tap í fyrsta leik. Liðið tapaði fyrsta leik á ÓL í London en kom síðan til baka og vann gullið. Norska liðið varð líka heimsmeistari í desember síðastliðnum þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta leik. Þá má einnig rifja það upp að þegar norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta HM-gull undir stjórn Þóris þá töpuðu þær einnig sínum fyrsta leik. Sú heimsmeistarakeppni fór einmitt fram í Brasilíu fyrir tæpum fimm árum síðan. „Það er ekkert sem er planað. Brasilía er bara erfiður andstæðingur og eitt besta liðið í heiminum í dag. Þær eru með geysilega reynslu og helmingurinn af liðinu spilaði á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og næstum því allar voru með í London,“ segir Þórir og bætir við. „Þær eru búnar að vera saman lengi, eru með rosalega sterkt lið og það er engin spurning um að þetta lið er medalíukandídat. Ef þú ert ekki að spila betur varnarlega en við gerðum í dag þá vinnur þú ekki á móti svona liði,“ segir Þórir. Hann neitar því þó ekki að bæði hann og norsku stelpurnar þekki þessa stöðu og það hvað þarf til ef liðið á að vinna sig inn í mótið. „Það er gott að vita að við höfum komið til baka eftir tap í fyrsta leik. Við höfum mjög mikinn liðsanda og við eigum eftir að koma til baka. Það er samt ekki nóg að segja: „Við byrjum illa og svo bara kemur þetta.“ Þetta kemur ekki af sjálfu sér heldur er þetta mikil vinna,“ segir Þórir. Hann er heldur ekkert að hugsa um einhver verðlaun strax enda kannski engin ástæða til þegar liðið hans stendur uppi stigalaust eftir fyrsta leik. „Við ætlum fyrst að koma okkur í bikarleikina. Við þurfum að komast í átta liða úrslit og það er aðalmálið núna,“ sagði Þórir. Fyrsta skrefið er leikur á móti Spáni í dag. Spænska liðið sýndi að þar fer öflugt lið en þær spænsku unnu Svartfjallaland í fyrsta leik sínum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Þórir Hergeirsson hefur á síðustu tveimur árum gert norska kvennalandsliðið að bæði heims- og Evrópumeisturum og nú eiga norsku stelpurnar möguleika á því að vinna þriðja Ólympíugullið í röð. Þórir var aðstoðarþjálfari þegar fyrsta Ólympíugullið vannst í Peking 2008 en var orðinn aðalþjálfari fyrir fjórum árum í London. Norsku stelpurnar byrjuðu handboltakeppni Ólympíuleikanna í Ríó ekki vel því þær töpuðu með þriggja marka mun á móti heimakonum í Brasilíu snemma á laugardagsmorguninn. Það var mikil stemning á leiknum og miðað við frammistöðu brasilíska liðsins þá getur það farið langt á mótinu. Þórir gagnrýndi sérstaklega markverði sína fyrir frammistöðuna í leiknum á móti Brasilíu. Brasilíska liðið skoraði 31 mark og hvorugur markvörður norska liðsins fann fjölina sína. „Það vantaði mikið varnarlega og markvörslu hjá okkur í þessum leik. Það er óvenjulegt að við séum að verja aðeins 23 til 24 prósent skotanna. Það er ekki nógu gott. Vörnin var í sjálfu sér nógu góð og við eigum því að fá fleiri varða bolta því þá vex vörnin líka,“ sagði Þórir eftir leik.Þórir hefur náð frábærum árangri með norska liðið.vísir/antonBrasilíska liðið var morgunhresst og var komið með fjögurra marka forskot í fyrri hálfleik. Brasilísku áhorfendurnir settu það ekki fyrir sig að leikurinn fór fram svo snemma morguns og norska liðið spilaði ekki bara á móti sjö Brössum inn á vellinum heldur einnig þúsundum í stúkunni. Brassar hafa trú á þessu skemmtilega liði sínu sem vann gull á HM 2013 með nánast sama lið. Þeim sem þekkja til norska liðsins hafa eflaust ekki miklar áhyggjur af þeim norsku þrátt fyrir tap í fyrsta leik. Liðið tapaði fyrsta leik á ÓL í London en kom síðan til baka og vann gullið. Norska liðið varð líka heimsmeistari í desember síðastliðnum þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta leik. Þá má einnig rifja það upp að þegar norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta HM-gull undir stjórn Þóris þá töpuðu þær einnig sínum fyrsta leik. Sú heimsmeistarakeppni fór einmitt fram í Brasilíu fyrir tæpum fimm árum síðan. „Það er ekkert sem er planað. Brasilía er bara erfiður andstæðingur og eitt besta liðið í heiminum í dag. Þær eru með geysilega reynslu og helmingurinn af liðinu spilaði á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og næstum því allar voru með í London,“ segir Þórir og bætir við. „Þær eru búnar að vera saman lengi, eru með rosalega sterkt lið og það er engin spurning um að þetta lið er medalíukandídat. Ef þú ert ekki að spila betur varnarlega en við gerðum í dag þá vinnur þú ekki á móti svona liði,“ segir Þórir. Hann neitar því þó ekki að bæði hann og norsku stelpurnar þekki þessa stöðu og það hvað þarf til ef liðið á að vinna sig inn í mótið. „Það er gott að vita að við höfum komið til baka eftir tap í fyrsta leik. Við höfum mjög mikinn liðsanda og við eigum eftir að koma til baka. Það er samt ekki nóg að segja: „Við byrjum illa og svo bara kemur þetta.“ Þetta kemur ekki af sjálfu sér heldur er þetta mikil vinna,“ segir Þórir. Hann er heldur ekkert að hugsa um einhver verðlaun strax enda kannski engin ástæða til þegar liðið hans stendur uppi stigalaust eftir fyrsta leik. „Við ætlum fyrst að koma okkur í bikarleikina. Við þurfum að komast í átta liða úrslit og það er aðalmálið núna,“ sagði Þórir. Fyrsta skrefið er leikur á móti Spáni í dag. Spænska liðið sýndi að þar fer öflugt lið en þær spænsku unnu Svartfjallaland í fyrsta leik sínum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti