Ræða Guðna Th. eftir Gleðigönguna í heild sinni: „Í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2016 10:18 Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, komst í sögubækurnar í gær þegar hann varð fyrsti forseti Íslands til þess að taka þátt í gleðigöngu hinsegin fólks. Ávarpaði hann hinn gríðarlega mannfjölda sem þar var samankominn. Forsetar hafa ef til vill ekki mikið svigrúm þegar kemur að klæðaburði en leyfði Guðni sér þó að bæta regnbogalituðu bindi við jakkafötin í tilefni dagsins. Í ræðu sinni vék hann sérstaklega að fordómum gegn hinsegin fólk í íþróttum og uppskar mikinn fögnuð fyrir vikið. „Ég er mikill áhugamaður um íþróttir, lifði lengi og hrærðist í heimi íþrótta. Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða,“ sagði Guðni í ávarpi sínu sem sjá má í heild sinni hér að ofan.Guðni var klæddur eftir tilefni dagsins.Vísir/Hanna„Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi“ Þá þakkaði hann fyrir þann heiður að fá að ávarpa gönguna en Guðni hafði áður sagt að hann hefði alltaf fylgst með göngunni og það myndi ekki breytast þó hann væri orðinn forseti. Var Guðna tíðrædd um frelsisbaráttuna og þó hann þekkti það ekki af eigin raun hvernig það væri að koma út úr skápnum gæti hann tengt við það frelsi sem fólk öðlast þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað aðrir halda um mann. „Það þarf eflaust hugrekki til þess að koma út úr skápnum. Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi, hitt get ég þó rifjað upp frá þeim árum þegar ég var frámunalega feiminn unglingur, óviss um eigið ágæti, hvað þá útlit, að dýrmætt frelsi, einstakt frelsi er fólgið í því að hafa ekki lengur áhyggur af því hvað aðrir halda um mann. Eða hvað maður haldi að aðrir haldi um hann, sagði Guðni.“ Guðni ræddi einnig um að fagna ætti frelsi og fjölbreytileika, samstöðu, umburðarlyndi og mannréttindum en bað Íslendinga að lokum að hugleiða eftirfarandi „Við erum hér öll á hátíð hinsegin fólks en í lokin bið ég ykkur um að hugleiða þetta. Í orðunum er viss þversögn en er það ekki þannig að í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt. Þegar vel er að gáð er bara enginn eins og fólk er flest.“ Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, komst í sögubækurnar í gær þegar hann varð fyrsti forseti Íslands til þess að taka þátt í gleðigöngu hinsegin fólks. Ávarpaði hann hinn gríðarlega mannfjölda sem þar var samankominn. Forsetar hafa ef til vill ekki mikið svigrúm þegar kemur að klæðaburði en leyfði Guðni sér þó að bæta regnbogalituðu bindi við jakkafötin í tilefni dagsins. Í ræðu sinni vék hann sérstaklega að fordómum gegn hinsegin fólk í íþróttum og uppskar mikinn fögnuð fyrir vikið. „Ég er mikill áhugamaður um íþróttir, lifði lengi og hrærðist í heimi íþrótta. Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða,“ sagði Guðni í ávarpi sínu sem sjá má í heild sinni hér að ofan.Guðni var klæddur eftir tilefni dagsins.Vísir/Hanna„Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi“ Þá þakkaði hann fyrir þann heiður að fá að ávarpa gönguna en Guðni hafði áður sagt að hann hefði alltaf fylgst með göngunni og það myndi ekki breytast þó hann væri orðinn forseti. Var Guðna tíðrædd um frelsisbaráttuna og þó hann þekkti það ekki af eigin raun hvernig það væri að koma út úr skápnum gæti hann tengt við það frelsi sem fólk öðlast þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað aðrir halda um mann. „Það þarf eflaust hugrekki til þess að koma út úr skápnum. Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi, hitt get ég þó rifjað upp frá þeim árum þegar ég var frámunalega feiminn unglingur, óviss um eigið ágæti, hvað þá útlit, að dýrmætt frelsi, einstakt frelsi er fólgið í því að hafa ekki lengur áhyggur af því hvað aðrir halda um mann. Eða hvað maður haldi að aðrir haldi um hann, sagði Guðni.“ Guðni ræddi einnig um að fagna ætti frelsi og fjölbreytileika, samstöðu, umburðarlyndi og mannréttindum en bað Íslendinga að lokum að hugleiða eftirfarandi „Við erum hér öll á hátíð hinsegin fólks en í lokin bið ég ykkur um að hugleiða þetta. Í orðunum er viss þversögn en er það ekki þannig að í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt. Þegar vel er að gáð er bara enginn eins og fólk er flest.“
Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00
Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30
Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20