Heimastúlkur í Brasilíu rúlluðu yfir Svíþjóð í E-riðli á Ólympíuleikunum í Ríó, en lokatölur urðu 5-1 sigur Brasilíu.
Beatriz kom Brasilíu yfir á 21. mínútu og Cristiane tvöfaldaði forskotið einunis fjórum mínútum síðar. Marta bætti svo við marki fyrir hlé og staðan 3-0 í hálfleik.
Marta var ekki hætt því þessi fyrrverandi besti leikmaður heims skoraði annað mark sitt og fjórða mark Brasilíu á 80. mínútu og Beatriz bætti enn einu markinu við á 86. mínútu.
Hin sænska Lotta Schelin bjargaði þó andliti Svíana með að minnka muninn á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og lokatölur 5-1 sigur Brasilíu.
Brasilía er með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina, en Svíþjóð er með þrjú stig. Svíþjóð mætir Kína næst og Brasilía mætir Suður-Afríku sem er án stiga.
Heimastúlkur skelltu Svíum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn

