Þyrluflugmaður Ecclestone skipulagði mannránið Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 16:43 Bernie Ecclestone og brasilísk eiginkona hans. Rannsókn á mannráni tengdamóður Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, leiddi í ljós að það var þyrluflugmaður sem unnið hafði fyrir Ecclestone og fjölskyldumeðlimi hans sem lagði á ráðin við mannránið. Áður höfðu tveir aðrir menn verið handteknir, en þeir sáu um að ræna tengdamóðurinni. Lögreglan í Brasilíu komust svo að því síðar, eftir að hafa hlerað síma þyrluflugmannsins, að það var hann sem skipulegði ránið og nú hefur hann verið handtekinn einnig. Lausnargjaldið sem þessir kumpánar vildu fá í skiptum fyrir tengdamóðurina var ekki ef lægri gerðinni, eða 28 milljónir dollara. Það gjald var aldrei reitt fram þar sem brasilíska lögreglan hafði hendur í hári ræningjanna áður en að því kom. Það er hætt við því að þyrluflugmaðurinn fari ekki fleiri ferðir með fjölskyldumeðlimi Ecclestone. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Rannsókn á mannráni tengdamóður Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, leiddi í ljós að það var þyrluflugmaður sem unnið hafði fyrir Ecclestone og fjölskyldumeðlimi hans sem lagði á ráðin við mannránið. Áður höfðu tveir aðrir menn verið handteknir, en þeir sáu um að ræna tengdamóðurinni. Lögreglan í Brasilíu komust svo að því síðar, eftir að hafa hlerað síma þyrluflugmannsins, að það var hann sem skipulegði ránið og nú hefur hann verið handtekinn einnig. Lausnargjaldið sem þessir kumpánar vildu fá í skiptum fyrir tengdamóðurina var ekki ef lægri gerðinni, eða 28 milljónir dollara. Það gjald var aldrei reitt fram þar sem brasilíska lögreglan hafði hendur í hári ræningjanna áður en að því kom. Það er hætt við því að þyrluflugmaðurinn fari ekki fleiri ferðir með fjölskyldumeðlimi Ecclestone.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent