Á að ná hraðametinu í Bonneville Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 15:39 Verður hraðametið í Bonneville slegið af þessu ökutæki? Seinna í þessum mánuði verður þessu tryllitæki hleypt lausu á saltsléttunum í Bonneville í Utah ríki Bandaríkjanna og vonast mótorhjólaökuþórinn Guy Martin, sem aka mun þessari hálfgerðu eldflaug að ná 644 km hraða, en það samsvarar 400 mílum. Núverandi met ökutækis í Bonneville er 376,63 mílur, eða 606 km/klst. Bonneville Speed Week keppnin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár, en síðasta keppni var árið 2013. Keppnin er ávallt haldin í ágúst og engin breyting verður á því í ár. Ökutækið sem sést hér að ofan ber nafnið Triumph Infor Rocket Streamliner og er með 1.000 hestafla þotuhreyfil sem brennir metangasi. Segja má að Triumph Infor Rocket Streamliner sé þota án vængja og til að tryggja að hún komist sem hraðast er yfirbyggingin úr koltrefjum og því bæði létt og sterkbyggð. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Seinna í þessum mánuði verður þessu tryllitæki hleypt lausu á saltsléttunum í Bonneville í Utah ríki Bandaríkjanna og vonast mótorhjólaökuþórinn Guy Martin, sem aka mun þessari hálfgerðu eldflaug að ná 644 km hraða, en það samsvarar 400 mílum. Núverandi met ökutækis í Bonneville er 376,63 mílur, eða 606 km/klst. Bonneville Speed Week keppnin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár, en síðasta keppni var árið 2013. Keppnin er ávallt haldin í ágúst og engin breyting verður á því í ár. Ökutækið sem sést hér að ofan ber nafnið Triumph Infor Rocket Streamliner og er með 1.000 hestafla þotuhreyfil sem brennir metangasi. Segja má að Triumph Infor Rocket Streamliner sé þota án vængja og til að tryggja að hún komist sem hraðast er yfirbyggingin úr koltrefjum og því bæði létt og sterkbyggð.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent