Hraðasti trukkur heims Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 09:31 Volvo hefur sett 2.400 hestafla vél í einn af sínum flutningabílum og ætlar að reyna við hraðaheimsmet trukka með honum. Vélin í trukknum er D13 dísilvél frá Volvo sem í grunngerð er 500 hestöfl en Volvo hefur bætt við fjórum forþjöppum á vélina og öflugum vatnskældum keflablásara og með því er vélin í honum orðin2.400 hestöfl. Í grunngerð þessarar vélar togar hún 2.500 Nm en með breytingunni er hún komin í 6.000 Nm tog. Þennan trukk kalla Volvo menn Iron Knight og hann á að slá við 2.000 hestafla trukki sem setti hraðamet á meðal trukka árið 2011 og var hann einnig frá Volvo. Sjá má trukkinn öfluga taka spyrnu í myndskeiðinu hér að ofan. Þrátt fyrir að vega heil 4,5 tonn er hann ári snöggur úr sporunum og gæti hæglega keppt við ofuröfluga sportbíla. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Volvo hefur sett 2.400 hestafla vél í einn af sínum flutningabílum og ætlar að reyna við hraðaheimsmet trukka með honum. Vélin í trukknum er D13 dísilvél frá Volvo sem í grunngerð er 500 hestöfl en Volvo hefur bætt við fjórum forþjöppum á vélina og öflugum vatnskældum keflablásara og með því er vélin í honum orðin2.400 hestöfl. Í grunngerð þessarar vélar togar hún 2.500 Nm en með breytingunni er hún komin í 6.000 Nm tog. Þennan trukk kalla Volvo menn Iron Knight og hann á að slá við 2.000 hestafla trukki sem setti hraðamet á meðal trukka árið 2011 og var hann einnig frá Volvo. Sjá má trukkinn öfluga taka spyrnu í myndskeiðinu hér að ofan. Þrátt fyrir að vega heil 4,5 tonn er hann ári snöggur úr sporunum og gæti hæglega keppt við ofuröfluga sportbíla.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent