Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 18:04 Lögreglan í Brasilíu segir bandarísku sundkappana hafa skáldað sögu um að þeir hafi verið rændir. Eru þeir sagðir hafa gert það til að dreifa athygli frá deilu vegna skemmdrar hurðar á bensínstöð.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir heimildarmönnum sínum innan brasilísku lögreglunnar. Er einn af sundköppunum sagður hafa brotið baðherbergishurð á bensínstöðinni sem skapaði hávaðarifrildi þegar umsjónarmenn bensínstöðvarinnar spurðu Bandaríkjamennina hvort þeir myndu ekki bæta skemmdirnar. Eftir að öryggisverðir voru kallaðir á svæðið eru Bandaríkjamennirnir sagðir hafa greitt fyrir skemmdirnar og yfirgefið svæðið. Dómari í Brasilíu setti þrjá úr bandaríska sundliðinu í farbann vegna málsins í gær. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri aftur til Bandaríkjanna á mánudag. Áður en upp komst að Lochte hefði yfirgefið Brasilíu, hafði dómarinn fyrirskipað að vegabréf fjórmenninganna yrðu gerð upptæk og að mennirnir yrðu yfirheyrðir af lögreglu, í ljósi fregna þess efnis að misræmi væri í frásögnum mannanna er varðar ránið.Tveir þeirra, Gunnar Bentz og Jack Conger, voru fjarlægðir úr flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro í gærkvöldi. Liðsfélagi þeirra, James Feigen hafði verið eftir í Brasilíu. Lochte viðurkenndi sjálfur í gær að hann hefði verið frekar ónákvæmur í frásögn sinni um að hafa verið rændur af vopnuðum manni síðastliðinn sunnudag, en neitaði því staðfastlega að sagan væri uppspuni. „Ég myndi aldrei skálda slíka frásögn og ekki félagar mínir. Í rauninni lætur hún okkur alla líta fremur illa út,“ sagði Lochte í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn NBC. Talið er að félagar hans verði yfirheyrðir af lögreglu í dag. Locthe er einn af sigursælustu sundköppum Bandaríkjanna. Hann hefur unnið til tólf verðlauna á Ólympíuleikum og státaði eitt sinn af eigin raunveruleikaþætti. Hann keppti í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í Rio og vann til að mynda til gullverðlauna í 4x200 metra boðsundi. James Feigen vann til gullverðlauna í 4x100 metra boðsundi. Bentz keppti í undanrásum í 4x200 metra boðsundi en ekki í úrslitum. Hann fékk engu að síður gullverðlaun fyrir þátttöku sína með bandaríska boðsundsliðinu. Frásagnir um hvað kom í raun og veru fyrir þessa sundkappa hafa verið afar misvísandi frá upphafi en svo virðist vera sem að þeir hafi ekki látið lögreglu í Brasilíu né stjórn Ólympíuleikanna vita af þessu máli strax. Fregnir bárust fyrst af málinu frá móður Lochte. Lochte sagði síðan sjálfur frá málinu í viðtali við NBC síðastliðinn sunnudag. Hann sagði sig og félaga sína hafa verið á leið heim í leigubíl eftir að hafa skoðað næturlíf Rio snemma á sunnudag þegar þeir voru stöðvaðir af mönnum sem skörtuðu einkennismerkjum lögreglumanna. Hann sagði mennina hafa dregið fram skammbyssu og skipað sundköppunum að leggjast niður. „Ég neitaði en þá beindu þeir byssunni að enninu mínu,“ sagði Lochte. Lochte hefur síðan þá breytt frásögn sinni, til að mynda á þá leið að leigubíllinn hefði ekki verið stöðvaður heldur að þeir hefðu verið rændir þegar bíllinn hafði verið stöðvaður á bensínstöð. Þá sagði hann að byssunni hefði ekki verið beint að enni sínu, Hann sagði þetta misræmi stafa af áfallastreitu vegna ránsins. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 15. ágúst 2016 17:15 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Lögreglan í Brasilíu segir bandarísku sundkappana hafa skáldað sögu um að þeir hafi verið rændir. Eru þeir sagðir hafa gert það til að dreifa athygli frá deilu vegna skemmdrar hurðar á bensínstöð.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir heimildarmönnum sínum innan brasilísku lögreglunnar. Er einn af sundköppunum sagður hafa brotið baðherbergishurð á bensínstöðinni sem skapaði hávaðarifrildi þegar umsjónarmenn bensínstöðvarinnar spurðu Bandaríkjamennina hvort þeir myndu ekki bæta skemmdirnar. Eftir að öryggisverðir voru kallaðir á svæðið eru Bandaríkjamennirnir sagðir hafa greitt fyrir skemmdirnar og yfirgefið svæðið. Dómari í Brasilíu setti þrjá úr bandaríska sundliðinu í farbann vegna málsins í gær. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri aftur til Bandaríkjanna á mánudag. Áður en upp komst að Lochte hefði yfirgefið Brasilíu, hafði dómarinn fyrirskipað að vegabréf fjórmenninganna yrðu gerð upptæk og að mennirnir yrðu yfirheyrðir af lögreglu, í ljósi fregna þess efnis að misræmi væri í frásögnum mannanna er varðar ránið.Tveir þeirra, Gunnar Bentz og Jack Conger, voru fjarlægðir úr flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro í gærkvöldi. Liðsfélagi þeirra, James Feigen hafði verið eftir í Brasilíu. Lochte viðurkenndi sjálfur í gær að hann hefði verið frekar ónákvæmur í frásögn sinni um að hafa verið rændur af vopnuðum manni síðastliðinn sunnudag, en neitaði því staðfastlega að sagan væri uppspuni. „Ég myndi aldrei skálda slíka frásögn og ekki félagar mínir. Í rauninni lætur hún okkur alla líta fremur illa út,“ sagði Lochte í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn NBC. Talið er að félagar hans verði yfirheyrðir af lögreglu í dag. Locthe er einn af sigursælustu sundköppum Bandaríkjanna. Hann hefur unnið til tólf verðlauna á Ólympíuleikum og státaði eitt sinn af eigin raunveruleikaþætti. Hann keppti í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í Rio og vann til að mynda til gullverðlauna í 4x200 metra boðsundi. James Feigen vann til gullverðlauna í 4x100 metra boðsundi. Bentz keppti í undanrásum í 4x200 metra boðsundi en ekki í úrslitum. Hann fékk engu að síður gullverðlaun fyrir þátttöku sína með bandaríska boðsundsliðinu. Frásagnir um hvað kom í raun og veru fyrir þessa sundkappa hafa verið afar misvísandi frá upphafi en svo virðist vera sem að þeir hafi ekki látið lögreglu í Brasilíu né stjórn Ólympíuleikanna vita af þessu máli strax. Fregnir bárust fyrst af málinu frá móður Lochte. Lochte sagði síðan sjálfur frá málinu í viðtali við NBC síðastliðinn sunnudag. Hann sagði sig og félaga sína hafa verið á leið heim í leigubíl eftir að hafa skoðað næturlíf Rio snemma á sunnudag þegar þeir voru stöðvaðir af mönnum sem skörtuðu einkennismerkjum lögreglumanna. Hann sagði mennina hafa dregið fram skammbyssu og skipað sundköppunum að leggjast niður. „Ég neitaði en þá beindu þeir byssunni að enninu mínu,“ sagði Lochte. Lochte hefur síðan þá breytt frásögn sinni, til að mynda á þá leið að leigubíllinn hefði ekki verið stöðvaður heldur að þeir hefðu verið rændir þegar bíllinn hafði verið stöðvaður á bensínstöð. Þá sagði hann að byssunni hefði ekki verið beint að enni sínu, Hann sagði þetta misræmi stafa af áfallastreitu vegna ránsins.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 15. ágúst 2016 17:15 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00
Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38
Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 15. ágúst 2016 17:15
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent