Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2016 15:15 Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðsverðir á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hafa bannað notkun á drónum á svæðinu nema í sérstökum tilfellum. Drónar hafa á undanförnum árum verið vinsæl tól í myndatökum. Þjóðgarðsvörður segir að með banninu sé fyrst og fremst verið að hugsa um að vernda náttúruna. „Af tillitsemi við aðra gesti og dýralíf er noktun flygilda óheimil,“ segir á skiltum sem sett hafa verið upp á svæðinu af þjóðgarðsvörðum á vinsælustu ferðamannastöðunum, þar á meðal við Dettifoss, í Ásbyrgi og víða við Jökulsárgljúfur. Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í sumar og ástæðan sé einföld, náttúruvernd.Þetta skilti er við Dettifoss.Mynd/Hörður Jónasson„Númer 1,2 og 3 er verið að vernda búsvæði fálkans, segir Guðmundur í samtali við Vísi en Jökulsárgljúfur eru mikilvægt búsvæði fálkans á Íslandi og mörg pör eiga þar óðul. Guðmundur segir að vitað sé að drónar geti haft neikvæð áhrif á varp förufálka erlendis og sterkar líkur séu á því að sama gildi um fálka hér á landi. „Náttúran vill stundum verða undir í umræðunni og við þurfum að passa upp á auðlindina. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að bannið snúi að öryggi ferðamanna og að þeir eigi til dæmis ekki á hættu að fá dróna í hausinn. Drónar verða æ vinsælli og má sjá þá víða. Eru þeir oftar en ekki nýttir til þess að ná myndum af náttúrunni sem ella væri erfitt að ná líkt og mörg dæmi sanna. „Þetta er alltaf að aukast og við erum að grípa í taumana áður en þetta verður vandamál,“ segir Guðmundur og bætir því að flestir séu þakklátir fyrir bannið en sumir drónar eru nokkuð háværir. Hafa þjóðgarðsverðir tekið á móti kvörtunum vegna ónæðis vegna notkunar á drónum. Bannið er þó ekki algilt því hægt er að fá undanþágu sé sýnt fram á að notkunin sé vegna rannsóknarstarfa eða hún hafi ekki áhrif á náttúruna. Hafa vísindamenn og kvikmyndatökufólk fengið leyfi til að nota dróna í Jökulsárgljúfrum og við Dettifoss með sérstökum skilyrðum. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er með dróna. Í myndbandinu má meðal annars sjá Dettifoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00 Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30 Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þjóðgarðsverðir á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hafa bannað notkun á drónum á svæðinu nema í sérstökum tilfellum. Drónar hafa á undanförnum árum verið vinsæl tól í myndatökum. Þjóðgarðsvörður segir að með banninu sé fyrst og fremst verið að hugsa um að vernda náttúruna. „Af tillitsemi við aðra gesti og dýralíf er noktun flygilda óheimil,“ segir á skiltum sem sett hafa verið upp á svæðinu af þjóðgarðsvörðum á vinsælustu ferðamannastöðunum, þar á meðal við Dettifoss, í Ásbyrgi og víða við Jökulsárgljúfur. Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í sumar og ástæðan sé einföld, náttúruvernd.Þetta skilti er við Dettifoss.Mynd/Hörður Jónasson„Númer 1,2 og 3 er verið að vernda búsvæði fálkans, segir Guðmundur í samtali við Vísi en Jökulsárgljúfur eru mikilvægt búsvæði fálkans á Íslandi og mörg pör eiga þar óðul. Guðmundur segir að vitað sé að drónar geti haft neikvæð áhrif á varp förufálka erlendis og sterkar líkur séu á því að sama gildi um fálka hér á landi. „Náttúran vill stundum verða undir í umræðunni og við þurfum að passa upp á auðlindina. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að bannið snúi að öryggi ferðamanna og að þeir eigi til dæmis ekki á hættu að fá dróna í hausinn. Drónar verða æ vinsælli og má sjá þá víða. Eru þeir oftar en ekki nýttir til þess að ná myndum af náttúrunni sem ella væri erfitt að ná líkt og mörg dæmi sanna. „Þetta er alltaf að aukast og við erum að grípa í taumana áður en þetta verður vandamál,“ segir Guðmundur og bætir því að flestir séu þakklátir fyrir bannið en sumir drónar eru nokkuð háværir. Hafa þjóðgarðsverðir tekið á móti kvörtunum vegna ónæðis vegna notkunar á drónum. Bannið er þó ekki algilt því hægt er að fá undanþágu sé sýnt fram á að notkunin sé vegna rannsóknarstarfa eða hún hafi ekki áhrif á náttúruna. Hafa vísindamenn og kvikmyndatökufólk fengið leyfi til að nota dróna í Jökulsárgljúfrum og við Dettifoss með sérstökum skilyrðum. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er með dróna. Í myndbandinu má meðal annars sjá Dettifoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00 Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30 Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00
Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30
Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15