Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2016 17:01 Páll Magnússon hefur stýrt Sprengisandi undanfarnar vikur en hverfur nú af braut. Vísir/GVA Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og stjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann stefnir á 1. sæti listans. Mbl.is greindi fyrst frá. Frestur til framboðs rennur út í kvöld. „Ákvörðunin var eiginlega bara tekin endanlega í morgun. Það varð að taka hana í dag enda rennur Varð að takst í dag því fresturinn til að tilkynna um framboð rennur út í kvöld.“ Páll segist bjóða sig fram til að leiða listann en ætli Sjálfstæðismenn honum eitthvað annað hlutverk á listanum sé hann fús til þess.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Óskar P. FriðrikssonElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki fram í framboð en orðrómur hafði verið uppi þess efni. En ætli það hafi haft áhrif á ákvörðun Páls að fara fram? „Jú, það hefur örugglega haft sín áhrif. Ég geri ráð fyrir því. Hvatning frá Eyjum til að fara í þetta þyngdist til muna þegar Elliði bauð sig ekki fram. Þannig að óbeint hefur það að minnsta kosti haft þau áhrif,“ segir Páll sem er ættaður frá Eyjum og mikill Eyjamaður. Páll tilkynnti yfirmanni sínum á útvarpssviði 365 um ákvörðun sína í dag og hættir í kjölfarið. Ágúst Héðinsson, yfirmaður á útvarpssviði 365, segir í samtali við Vísi að þátturinn verði á sínum stað á sunnudagsmorgun. Málið hafi komið upp í dag og góður arftaki verði fundinn. „Mér fannst þetta frábærlega skemmtilegt og mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að reyna þetta,“ segir Páll um vikurnar á Sprengisandi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar sér sömuleiðis fyrsta sætið.visir/anton brink„Þótt ég hafi byrjað fjölmiðlaferil minn í blöðum og útvarpi hef ég ekki verið með þátt af svona tagi áður, mjög áhugavert og mjög skemmtilegt. Sprengisandur er einhver besti vettvangur fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.“ Þátturinn sé bæði langur og svo sé útvarp að mörgu leyti einlægari miðill en sjónvarp. Ótruflað af ytri umbúnaði, ljósamálum, upptökuvélum og tilstandi í stúdíói. „Ég er viss um að það verður skrýtið að fara yfir á hina hliðina á þessu,“ segir Páll sem hefur haft atvinnu af því að fylgjast með og fjalla um stjórnmála í langan tíma en ætlar nú að taka þátt í þeim. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra greindi frá því fyrr í dag að hún sæktist eftir 1. sætinu í prófkjörinu í sama kjördæmi. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og stjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann stefnir á 1. sæti listans. Mbl.is greindi fyrst frá. Frestur til framboðs rennur út í kvöld. „Ákvörðunin var eiginlega bara tekin endanlega í morgun. Það varð að taka hana í dag enda rennur Varð að takst í dag því fresturinn til að tilkynna um framboð rennur út í kvöld.“ Páll segist bjóða sig fram til að leiða listann en ætli Sjálfstæðismenn honum eitthvað annað hlutverk á listanum sé hann fús til þess.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Óskar P. FriðrikssonElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki fram í framboð en orðrómur hafði verið uppi þess efni. En ætli það hafi haft áhrif á ákvörðun Páls að fara fram? „Jú, það hefur örugglega haft sín áhrif. Ég geri ráð fyrir því. Hvatning frá Eyjum til að fara í þetta þyngdist til muna þegar Elliði bauð sig ekki fram. Þannig að óbeint hefur það að minnsta kosti haft þau áhrif,“ segir Páll sem er ættaður frá Eyjum og mikill Eyjamaður. Páll tilkynnti yfirmanni sínum á útvarpssviði 365 um ákvörðun sína í dag og hættir í kjölfarið. Ágúst Héðinsson, yfirmaður á útvarpssviði 365, segir í samtali við Vísi að þátturinn verði á sínum stað á sunnudagsmorgun. Málið hafi komið upp í dag og góður arftaki verði fundinn. „Mér fannst þetta frábærlega skemmtilegt og mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að reyna þetta,“ segir Páll um vikurnar á Sprengisandi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar sér sömuleiðis fyrsta sætið.visir/anton brink„Þótt ég hafi byrjað fjölmiðlaferil minn í blöðum og útvarpi hef ég ekki verið með þátt af svona tagi áður, mjög áhugavert og mjög skemmtilegt. Sprengisandur er einhver besti vettvangur fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.“ Þátturinn sé bæði langur og svo sé útvarp að mörgu leyti einlægari miðill en sjónvarp. Ótruflað af ytri umbúnaði, ljósamálum, upptökuvélum og tilstandi í stúdíói. „Ég er viss um að það verður skrýtið að fara yfir á hina hliðina á þessu,“ segir Páll sem hefur haft atvinnu af því að fylgjast með og fjalla um stjórnmála í langan tíma en ætlar nú að taka þátt í þeim. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra greindi frá því fyrr í dag að hún sæktist eftir 1. sætinu í prófkjörinu í sama kjördæmi.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09
Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14