Lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2016 06:30 Jón Arnór Stefánsson. vísir/daníel Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson mun spila í Domino’s-deildinni í vetur og hefur sagt skilið við atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu en það staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Það hefur lengi blundað í honum að snúa aftur til Íslands eftir að samningur hans við spænska liðið Valencia rann út í sumar en nú hefur hann tekið endanlega ákvörðun um að snúa aftur heim. „Ég er nú alltaf nokkuð hamingjusamur maður en vissulega er það smá léttir að hafa tekið þessa ákvörðun og geta sagt að maður sé kominn heim,“ segir Jón Arnór. „Ég er þó alls ekki hættur og mun spila í einhver ár í viðbót hér heima.“Óvíst hvar hann spilar Hann hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag, KR, sem hann spilaði með tímabilið 2008-9 en það er eina árið sem hann hefur spilað hér á landi síðan hann hélt fyrst utan í atvinnumennsku árið 2002. Hann segir þó að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvar hann muni spila í vetur en auk KR hefur hann helst verið orðaður við Stjörnuna og Grindavík. Fram undan er mikilvægt verkefni með landsliðinu en í næstu viku hefur það leik í undankeppni EM 2017. Jón Arnór segist ætla að einbeita sér að því áður en ákvörðun verður tekin um veturinn og hvaða lið hann muni velja.Sáttur við ferilinn Jón Arnór er 33 ára en hefur á löngum atvinnumannsferli spilað með tíu félagsliðum í fimm löndum utan Íslands - Bandaríkjunum, Þýskalandi, Rússlandi, Ítalíu og Spáni. Hann varð Evrópumeistari með Dynamo St. Pétursborg árið 2005 og fór langt í úrslitakeppninni á Spáni með bæði Unicaja Malaga og Valencia. „Ég lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn. Hann hefur verið langur og skemmtilegur og gefið mér ótrúlega mikið,“ segir Jón Arnór sem segir að fjölskyldan leiki stórt hlutverk í lífi hans nú sem hafi haft mikið að segja. „Börnin mín eru að komast á skólaaldur og eldri sonur minn er nýbyrjaður í skóla. Þessir þættir skipta meira máli í dag.“ Hann segir að það þyrfti ansi mikið til að fá sig til að breyta um skoðun úr þessu. „Ég hef verið að fá tilboð í sumar, aðallega frá Spáni, en gefið þau strax frá mér. Það þyrfti að vera ansi gott til að fá mig út aftur.“ Dominos-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson mun spila í Domino’s-deildinni í vetur og hefur sagt skilið við atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu en það staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Það hefur lengi blundað í honum að snúa aftur til Íslands eftir að samningur hans við spænska liðið Valencia rann út í sumar en nú hefur hann tekið endanlega ákvörðun um að snúa aftur heim. „Ég er nú alltaf nokkuð hamingjusamur maður en vissulega er það smá léttir að hafa tekið þessa ákvörðun og geta sagt að maður sé kominn heim,“ segir Jón Arnór. „Ég er þó alls ekki hættur og mun spila í einhver ár í viðbót hér heima.“Óvíst hvar hann spilar Hann hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag, KR, sem hann spilaði með tímabilið 2008-9 en það er eina árið sem hann hefur spilað hér á landi síðan hann hélt fyrst utan í atvinnumennsku árið 2002. Hann segir þó að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvar hann muni spila í vetur en auk KR hefur hann helst verið orðaður við Stjörnuna og Grindavík. Fram undan er mikilvægt verkefni með landsliðinu en í næstu viku hefur það leik í undankeppni EM 2017. Jón Arnór segist ætla að einbeita sér að því áður en ákvörðun verður tekin um veturinn og hvaða lið hann muni velja.Sáttur við ferilinn Jón Arnór er 33 ára en hefur á löngum atvinnumannsferli spilað með tíu félagsliðum í fimm löndum utan Íslands - Bandaríkjunum, Þýskalandi, Rússlandi, Ítalíu og Spáni. Hann varð Evrópumeistari með Dynamo St. Pétursborg árið 2005 og fór langt í úrslitakeppninni á Spáni með bæði Unicaja Malaga og Valencia. „Ég lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn. Hann hefur verið langur og skemmtilegur og gefið mér ótrúlega mikið,“ segir Jón Arnór sem segir að fjölskyldan leiki stórt hlutverk í lífi hans nú sem hafi haft mikið að segja. „Börnin mín eru að komast á skólaaldur og eldri sonur minn er nýbyrjaður í skóla. Þessir þættir skipta meira máli í dag.“ Hann segir að það þyrfti ansi mikið til að fá sig til að breyta um skoðun úr þessu. „Ég hef verið að fá tilboð í sumar, aðallega frá Spáni, en gefið þau strax frá mér. Það þyrfti að vera ansi gott til að fá mig út aftur.“
Dominos-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira