Kim er þekkt fyrir að taka sjálfsmyndir og gaf meira að segja út bók á síðasta ári sem var eingöngu með sjálfsmyndum af henni. Hún nýtti að sjálfsögðu tækifærið í fríinu og tók fjöldann allan af sjálfsmyndum og deildi með aðdáendum sínum. Hún lét það þó ekki duga heldur birti einnig myndband á instagram reikningi sínum þar sem hún var að hrista á sér olíuborinn afturendann. Ekki voru allir jafn ánægðir með þetta uppátæki hennar og fannst sumum nóg komið á instagram reikningi hennar. Sitt sýnist hverjum um Kim og þennan fræga afturenda.



