Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fagnar eftir leik. vísir/anton Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. Guðmundur lagði leikinn upp frábærlega og náði að gera betur en fyrir átta árum þegar Frakkar unnu Ísland í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Danir unnu leikinn 28-26 eftir að hafa náð mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik. Danir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Það voru margir spila vel í þessum leik og Guðmundur er búinn að setja saman samstilltan og einbeittan hóp. Það er gaman að sjá þetta danska lið halda út en oft hafa þeir verið hvorki fugl né fiskur í þessum úrslitaleikjum sínum. Danska liðið spilaði frábærlega útfærðan leik og Frakkar komust aldrei á flug eins og þeir eru þekktir fyrir. Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni í Danmörku eftir fyrstu tvö stórmótin en núna gerði hann það sem engum öðrum landsliðsþjálfara Dana hefur tekist eða að gera Dani að Ólympíumeisturum. Mikkel Hansen var öðrum fremur besti maður vallarins með átta mörk en danska vörnin er sterkt og Niklas Landin varði líka vel í markinu. Danir skoruðu fyrsta markið í leiknum en fengu síðan þrjú frönsk mörk í röð í andlitið. Dönum tókst hinsvegar að jafna metin strax í 5-5 og ná síðan í framhaldinu tveggja marka forskoti með góðum leikkafla. Guðmundur reyndi mikið að nota aukamanninn á upphafsmínútum leiksins og spila með tvo inn á línu. Hann hætti því hinsvegar þegar Frakkar voru búnir að skora þrisvar í tómt markið. Michaël Guigou var að verki í öll skiptin. Tvö marka Guigou komu þegar Frakkar breyttu stöðunni úr 9-7 fyrir Dani í 12-10 fyrir Frakka. Thierry Omeyer átti þá flottan kafla í franska markinu. Guðmundur tók síðan leikhlé í stöðunni 12-11 fyrir Frakka en þá voru sjö mínútur til hálfleiks. Danska liðið kláraði þessar sjö mínútur mjög vel og vann þær 5-2 og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Mikkel Hansen skoraði þrjú af þessum mörkum Dana á síðustu mínútum hálfleiksins. Danir náðu þriggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiksins og voru svo komnir fimm mörkum yfir, 25-20, þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Danir misstu niður fjögurra marka forskot í seinni hálfleik í leiknum á móti Frökkum í riðlakeppninni og gátu því alls ekki slakað neitt á. Frakkar voru búnir að koma muninum niður í tvö mörk þegar Guðmundur tók leikhlé rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Nikola Karabatic minnkaði munnin í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en Lasse Svan Hansen svaraði strax úr hægra horninu og Danir unnu svo boltann. Mads Mensah Larsen innsiglaði sigurinn þegar hann kom Dönum í 28-25 þegar hálf mínúta var eftir. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. Guðmundur lagði leikinn upp frábærlega og náði að gera betur en fyrir átta árum þegar Frakkar unnu Ísland í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Danir unnu leikinn 28-26 eftir að hafa náð mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik. Danir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Það voru margir spila vel í þessum leik og Guðmundur er búinn að setja saman samstilltan og einbeittan hóp. Það er gaman að sjá þetta danska lið halda út en oft hafa þeir verið hvorki fugl né fiskur í þessum úrslitaleikjum sínum. Danska liðið spilaði frábærlega útfærðan leik og Frakkar komust aldrei á flug eins og þeir eru þekktir fyrir. Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni í Danmörku eftir fyrstu tvö stórmótin en núna gerði hann það sem engum öðrum landsliðsþjálfara Dana hefur tekist eða að gera Dani að Ólympíumeisturum. Mikkel Hansen var öðrum fremur besti maður vallarins með átta mörk en danska vörnin er sterkt og Niklas Landin varði líka vel í markinu. Danir skoruðu fyrsta markið í leiknum en fengu síðan þrjú frönsk mörk í röð í andlitið. Dönum tókst hinsvegar að jafna metin strax í 5-5 og ná síðan í framhaldinu tveggja marka forskoti með góðum leikkafla. Guðmundur reyndi mikið að nota aukamanninn á upphafsmínútum leiksins og spila með tvo inn á línu. Hann hætti því hinsvegar þegar Frakkar voru búnir að skora þrisvar í tómt markið. Michaël Guigou var að verki í öll skiptin. Tvö marka Guigou komu þegar Frakkar breyttu stöðunni úr 9-7 fyrir Dani í 12-10 fyrir Frakka. Thierry Omeyer átti þá flottan kafla í franska markinu. Guðmundur tók síðan leikhlé í stöðunni 12-11 fyrir Frakka en þá voru sjö mínútur til hálfleiks. Danska liðið kláraði þessar sjö mínútur mjög vel og vann þær 5-2 og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Mikkel Hansen skoraði þrjú af þessum mörkum Dana á síðustu mínútum hálfleiksins. Danir náðu þriggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiksins og voru svo komnir fimm mörkum yfir, 25-20, þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Danir misstu niður fjögurra marka forskot í seinni hálfleik í leiknum á móti Frökkum í riðlakeppninni og gátu því alls ekki slakað neitt á. Frakkar voru búnir að koma muninum niður í tvö mörk þegar Guðmundur tók leikhlé rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Nikola Karabatic minnkaði munnin í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en Lasse Svan Hansen svaraði strax úr hægra horninu og Danir unnu svo boltann. Mads Mensah Larsen innsiglaði sigurinn þegar hann kom Dönum í 28-25 þegar hálf mínúta var eftir.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita