Kærasti óskast Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 00:00 Ég er að leita að kærasta. Ég hef verið einhleyp í 23 ár, þ.e. síðan ég fæddist, og mig langar að sanna fyrir foreldrum mínum að það sé ekki eitthvað alvarlegt að mér. Kærastinn minn verður þó að uppfylla ákveðin skilyrði. Hann þarf að vera sætur, skemmtilegur og klár. Hann má ekki gera grín að mér fyrir að hafa farið tvisvar á One Direction tónleika á gamalsaldri og ég vil að hann sé heilsuhraustur, aðallega vegna þess að það er svo hryllilega dýrt að verða veikur. Þannig má hann hvorki vera hræddur við rottur né krefjast þess að hjúkrunarfræðingurinn sem hlúir að honum hafi sofið í meira en þrjá klukkutíma. Kærastinn minn verður líka að vera tilbúinn til að flytja með mér til Noregs en hér á landi hafa svokölluð „tækifæri“ lengi verið af skornum skammti. Hann þyrfti raunar helst að vera u.þ.b. 35 árum eldri en ég og eiga íbúð, 100% skuldlaust. Mér, ungum öreiga á hugvísindasviði, virðist nefnilega ekki ætlaður sá munaður að kaupa faste1gn áður en ég dey. Kærastinn minn verður auk þess að vera hátekjumaður, t.d. verkfræðingur eða bankastjóri, svo að hagsmuna annars okkar sé alveg örugglega gætt. Mér þætti ég að lokum hafa dottið á bólakaf í lukkupottinn ef hann ætti flennihaug af fiskveiðikvóta eða hefði yfir að ráða einokunarstöðu á mjólkurvörumarkaði. Þá gæti hann hjálpað mér með námslánin. Þannig að... Kærasti óskast: 23 ára, ljóshærð og lífsglöð kona í BA-námi í íslensku leitar að hraustum, sextugum kvótakóngi. Eigið húsnæði er skilyrði. Svara öllum skilaboðum. Öllum. Framtíð mín er í húfi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Ég er að leita að kærasta. Ég hef verið einhleyp í 23 ár, þ.e. síðan ég fæddist, og mig langar að sanna fyrir foreldrum mínum að það sé ekki eitthvað alvarlegt að mér. Kærastinn minn verður þó að uppfylla ákveðin skilyrði. Hann þarf að vera sætur, skemmtilegur og klár. Hann má ekki gera grín að mér fyrir að hafa farið tvisvar á One Direction tónleika á gamalsaldri og ég vil að hann sé heilsuhraustur, aðallega vegna þess að það er svo hryllilega dýrt að verða veikur. Þannig má hann hvorki vera hræddur við rottur né krefjast þess að hjúkrunarfræðingurinn sem hlúir að honum hafi sofið í meira en þrjá klukkutíma. Kærastinn minn verður líka að vera tilbúinn til að flytja með mér til Noregs en hér á landi hafa svokölluð „tækifæri“ lengi verið af skornum skammti. Hann þyrfti raunar helst að vera u.þ.b. 35 árum eldri en ég og eiga íbúð, 100% skuldlaust. Mér, ungum öreiga á hugvísindasviði, virðist nefnilega ekki ætlaður sá munaður að kaupa faste1gn áður en ég dey. Kærastinn minn verður auk þess að vera hátekjumaður, t.d. verkfræðingur eða bankastjóri, svo að hagsmuna annars okkar sé alveg örugglega gætt. Mér þætti ég að lokum hafa dottið á bólakaf í lukkupottinn ef hann ætti flennihaug af fiskveiðikvóta eða hefði yfir að ráða einokunarstöðu á mjólkurvörumarkaði. Þá gæti hann hjálpað mér með námslánin. Þannig að... Kærasti óskast: 23 ára, ljóshærð og lífsglöð kona í BA-námi í íslensku leitar að hraustum, sextugum kvótakóngi. Eigið húsnæði er skilyrði. Svara öllum skilaboðum. Öllum. Framtíð mín er í húfi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun