Ungar konur líklegri til að skaða sig en aðrir Snærós Sindradóttir skrifar 9. september 2016 11:00 Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, vinnur nú hörðum höndum að því að opna bataskóla fyrir fólk með geðrænan vanda. Reynsla af slíkum skólum sýnir að hið opinbera þarf að þjónusta nemendur skólans mun minna en aðra sjúklinga. vísir/Anton Brink Fyrir ári vildum við vekja athygli á því að algengasta dánarorsök ungra karlmanna eru sjálfsvíg. Ekki veikindi eða slys, heldur sjálfsvíg. Svo fórum við að skoða málið betur og komumst að því að sjálfsskaði er líka gríðarlegt vandamál á Íslandi. Það leita 500 til 600 manns á ári til heilsugæslunnar vegna sjálfsskaða og stærstur hluti þess hóps eru konur,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Í dag verður opnaður vefur á vegum samstarfsverkefnis Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 undir merkjum Útmeð’a um sjálfsskaða og myndband frumsýnt í tengslum við verkefnið á utmeda.is. „Útmeð’a verkefnið hófst í fyrra og gengur út á að hvetja ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan. Við erum ekki að sjúkdómsvæða heldur bendum við unga fólkinu á að tala við foreldra sína og vini en ef það dugar ekki að leita þá til 1717 og eða sérfræðinga.“ Í tengslum við verkefnið í fyrra var miklu fé safnað sem varð til þess að Geðhjálp ákvað að rannsaka sjálfsskaða enn frekar og afraksturinn verður kynntur í dag. „Af þeim sem leita læknis vegna sjálfsskaða eru 120 manns á hverju ári lagðir inn. Þetta er mjög oft vegna þess að fólki líður illa. Það er einangrað og kvíðið en sér enga lausn. Fólk sem stundar sjálfsskaða er níu til tíu sinnum líklegra til að deyja af völdum sjálfsvígs en aðrir.“ Þrátt fyrir umfangsmikinn vanda segir Anna Gunnhildur ekkert fræðsluefni hafa verið til um sjálfsskaða á Íslandi. „Við þurftum að leita til Ástralíu að efni. Við pössuðum upp á að efnið væri aðgengilegt ungu fólki og það væri blátt áfram. Myndbandið er í raun gagnvirkt. Skjárinn skiptist í tvennt og öðrum megin er þessi unga kona eins og aðrir sjá hana en hinum megin er áhyggjum hennar lýst með farangri. Það er mikill léttir að losna við farangurinn og segja frá.“Þreföldun í Geðhjálp Fjöldi félaga í Geðhjálp hefur margfaldast á undanförnum árum. Félögum hefur fjölgað úr 440 í rúmlega 1.900 á þremur árum. „Við höfum beitt okkur af fullum krafti og bjóðum upp á fría ráðgjöf fyrir fólk eða aðstandendur. Svo sinnum við hagsmunagæslu þannig að við hjálpum fólki ef það vill áfrýja málum eða skipta um geðlækni. Rauði þráðurinn er að bæta aðstæður fólks með geðrænan vanda.“ Á síðasta ári varð mikil umræða um geðsjúkdóma á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #égerekkitabú. „Það var eitthvað sem gerðist á síðasta ári og fólk vaknaði upp. Það hjálpar okkur því það beitir pólitíkina þrýstingi. Við höfum verið að ná árangri í okkar hagsmunabaráttu til dæmis með nýrri geðverndarstefnu. Við pössum okkur á því að reyna að meta árangur okkar því verkefnin eru svo stór og virka stundum eins og þverhníptur hamarinn. Þá finnum við okkur syllu til að fagna svo við getum haldið áfram.“Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að ein stærsta brotalömin í málaflokki fólks með geðrænan vanda sé ofbeldi og þvinganir sem sjúklingahópurinn er beittur.vísir/anton BrinkOfbeldi gegn sjúklingum Að mati Önnu eru margar brotalamir í málaflokknum, þar á meðal í atvinnumálum og húsnæðismálum fólks með geðrænan vanda. „Fyrst og fremst höfum við talað um að það sé pottur brotinn í aðgenginu að fyrsta stigs þjónustu. Það er ömurleg staðreynd að aðgengi barna að sálfræðiþjónustu í gegnum grunnskólana er mjög slæmt. Þegar fólk fær ekki þjónustu á fyrsta stigi þá eykst vandinn og fólk endar á spítalanum. Við höfum verið að horfa á yfir 110 prósent nýtingu á mörgum deildum sem er fullkomlega óforsvaranlegt. Þegar fólk kemur á verstu stundum lífs síns og bankar upp á hjá sjúkrahúsinu er því svo vísað heim.“ Ein af hugmyndum á borði Geðhjálpar er að koma upp svokölluðu skjólshúsi að erlendri fyrirmynd þar sem fólk með geðrænan vanda getur jafnað sig, notið jafningjafræðslu frá öðrum sjúklingum sem eru í jafnvægi og verið í betri aðstæðum en í þröngu húsnæði geðdeildarinnar. „Eitt af því sem við höfum lagt gríðarlega mikla áherslu á er að það sæmi ekki siðmenntuðu samfélagi að beita fólk ofbeldi eða þvingunum eins og gert er núna á Íslandi. Við höfum til dæmis barist fyrir því að fá lögræðislögin endurskoðuð því þau standast ekki alþjóðlega samninga, til dæmis samning um réttindi fatlaðs fólks. Samkvæmt lögunum er veitt leyfi til að frelsissvipta og lögræðissvipta fólk á grundvelli geðsjúkdóms en það er ekki takmarkað við það ef fólk er hættulegt sjálfu sér eða öðrum. Þegar fólk hefur verið svipt lögræði þá er það eins og börn og það eru aðrir sem taka stórar ákvarðanir fyrir það. Lögræðismaður getur til dæmis ákveðið að kona fari í fóstureyðingu. Stóru hóparnir sem falla undir þessi lög eru hópurinn okkar og svo þroskaskertir. Það er vel þekkt að í þeim hópi hefur fólk verið þvingað í alls konar aðgerðir til að koma í veg fyrir frjósemi. Þetta viljum við sjá burt.“Þvingað til lyfjatöku Samkvæmt tölum Geðhjálpar hefur sjálfræðissviptingum fjölgað nokkuð á undanförnum árum. Þá kvarta félagsmenn Geðhjálpar líka yfir því að lítið þurfi til að vera þvingaður til lyfjatöku svo dæmi séu tekin. „Að minnsta kosti í hverjum mánuði kemur lögreglan einkennisklædd á heimili fólks og þvingar veikt fólk út í lögreglubíl og á spítala. Þá hefur fólk jafnvel verið í geðrofi heima hjá sér og aðstandendum finnst að viðkomandi þurfi að komast á spítala. Þá er lögreglan allt of oft kölluð til.“ Dæmi séu um að fólki sé haldið eða það sé ólað niður til að gefa því lyf. „Ég var að heyra sögu af konu sem hafði verið nauðgað sem unglingi. Hún mótmælir lyfjagjöf og ýtir eitthvað frá sér en er þvinguð í lyfjagjöfina. Hún lýsir því svo að þetta hafi verið eins og kroppað væri ofan af sárinu þegar henni var nauðgað, mörgum árum áður. Upplifunin kom einhvern veginn til baka. Það er þessi kerfislægni, að allt skuli vera í ferlum og það megi aldrei neitt taka langan tíma. Við höfum verið að benda á aðrar leiðir sem hægt er að fara.“ Í mörgum nágrannaríkjum Íslands sé til að mynda stuðst við aðferð sem gengur út á að sjúklingur skrifi niður hvernig hann vill að brugðist verði við ef hann síðar neitar lyfjagjöf. Eins er í Finnlandi notuð aðferð þar sem þverfagleg teymi koma á heimili sjúklinga í stað þess að sjúklingurinn fari á spítala. Bataskóli stofnaðurEitt helsta hugðarefni Önnu Gunnhildar hjá Geðhjálp um þessar mundir er að stofna svokallaðan bataskóla fyrir fólk með geðrænan vanda. Slíkir skólar eru reknir í Bretlandi og þar eru nemendum kenndar hefðbundnar kjarnagreinar en einnig hvernig eigi að ráða við sjúkdóm sinn og vera gildir samfélagsþegnar. „Skólarnir hjálpa fólki að nýta styrkleika sína, fá betra innsæi í sinn sjúkdóm og feta sig út í samfélagið. Þetta gengur allt út á samvinnu sérfræðinga og neytenda en það eru þeir sem skapa hugmyndafræði skólans og ákveða hvað á að kenna. Þegar fólk er búið að fara í gegnum þriggja anna nám við skólann segja sjötíu prósent nemendanna að þau þurfi minni þjónustu af hendi hins opinbera,“ segir Anna. Skólinn er ekki lengur bara á hugmyndastigi. Búið er að fá lánað húsnæði á Suðurlandsbraut og sækja um styrki til að fjármagna undirbúninginn. „ Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi hjá Reykjavíkurborg. Síðan erum við að biðla til menntamálaráðuneytisins um fjármagn til að halda rekstrinum gangandi. Ég held að spurningin snúist ekki um hvort þetta gerist heldur hversu styrkan afleggjara við förum af stað með. Þetta er svo fjárhagslega hagkvæmt fyrir samfélagið því fólk sem fer í gegnum svona nám þarf minni þjónustu. Við vonumst til að geta tekið við fyrstu nemendunum haustið 2017. Allir sem ég hef talað við eru sammála um að þetta sé framtíðin.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Fyrir ári vildum við vekja athygli á því að algengasta dánarorsök ungra karlmanna eru sjálfsvíg. Ekki veikindi eða slys, heldur sjálfsvíg. Svo fórum við að skoða málið betur og komumst að því að sjálfsskaði er líka gríðarlegt vandamál á Íslandi. Það leita 500 til 600 manns á ári til heilsugæslunnar vegna sjálfsskaða og stærstur hluti þess hóps eru konur,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Í dag verður opnaður vefur á vegum samstarfsverkefnis Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 undir merkjum Útmeð’a um sjálfsskaða og myndband frumsýnt í tengslum við verkefnið á utmeda.is. „Útmeð’a verkefnið hófst í fyrra og gengur út á að hvetja ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan. Við erum ekki að sjúkdómsvæða heldur bendum við unga fólkinu á að tala við foreldra sína og vini en ef það dugar ekki að leita þá til 1717 og eða sérfræðinga.“ Í tengslum við verkefnið í fyrra var miklu fé safnað sem varð til þess að Geðhjálp ákvað að rannsaka sjálfsskaða enn frekar og afraksturinn verður kynntur í dag. „Af þeim sem leita læknis vegna sjálfsskaða eru 120 manns á hverju ári lagðir inn. Þetta er mjög oft vegna þess að fólki líður illa. Það er einangrað og kvíðið en sér enga lausn. Fólk sem stundar sjálfsskaða er níu til tíu sinnum líklegra til að deyja af völdum sjálfsvígs en aðrir.“ Þrátt fyrir umfangsmikinn vanda segir Anna Gunnhildur ekkert fræðsluefni hafa verið til um sjálfsskaða á Íslandi. „Við þurftum að leita til Ástralíu að efni. Við pössuðum upp á að efnið væri aðgengilegt ungu fólki og það væri blátt áfram. Myndbandið er í raun gagnvirkt. Skjárinn skiptist í tvennt og öðrum megin er þessi unga kona eins og aðrir sjá hana en hinum megin er áhyggjum hennar lýst með farangri. Það er mikill léttir að losna við farangurinn og segja frá.“Þreföldun í Geðhjálp Fjöldi félaga í Geðhjálp hefur margfaldast á undanförnum árum. Félögum hefur fjölgað úr 440 í rúmlega 1.900 á þremur árum. „Við höfum beitt okkur af fullum krafti og bjóðum upp á fría ráðgjöf fyrir fólk eða aðstandendur. Svo sinnum við hagsmunagæslu þannig að við hjálpum fólki ef það vill áfrýja málum eða skipta um geðlækni. Rauði þráðurinn er að bæta aðstæður fólks með geðrænan vanda.“ Á síðasta ári varð mikil umræða um geðsjúkdóma á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #égerekkitabú. „Það var eitthvað sem gerðist á síðasta ári og fólk vaknaði upp. Það hjálpar okkur því það beitir pólitíkina þrýstingi. Við höfum verið að ná árangri í okkar hagsmunabaráttu til dæmis með nýrri geðverndarstefnu. Við pössum okkur á því að reyna að meta árangur okkar því verkefnin eru svo stór og virka stundum eins og þverhníptur hamarinn. Þá finnum við okkur syllu til að fagna svo við getum haldið áfram.“Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að ein stærsta brotalömin í málaflokki fólks með geðrænan vanda sé ofbeldi og þvinganir sem sjúklingahópurinn er beittur.vísir/anton BrinkOfbeldi gegn sjúklingum Að mati Önnu eru margar brotalamir í málaflokknum, þar á meðal í atvinnumálum og húsnæðismálum fólks með geðrænan vanda. „Fyrst og fremst höfum við talað um að það sé pottur brotinn í aðgenginu að fyrsta stigs þjónustu. Það er ömurleg staðreynd að aðgengi barna að sálfræðiþjónustu í gegnum grunnskólana er mjög slæmt. Þegar fólk fær ekki þjónustu á fyrsta stigi þá eykst vandinn og fólk endar á spítalanum. Við höfum verið að horfa á yfir 110 prósent nýtingu á mörgum deildum sem er fullkomlega óforsvaranlegt. Þegar fólk kemur á verstu stundum lífs síns og bankar upp á hjá sjúkrahúsinu er því svo vísað heim.“ Ein af hugmyndum á borði Geðhjálpar er að koma upp svokölluðu skjólshúsi að erlendri fyrirmynd þar sem fólk með geðrænan vanda getur jafnað sig, notið jafningjafræðslu frá öðrum sjúklingum sem eru í jafnvægi og verið í betri aðstæðum en í þröngu húsnæði geðdeildarinnar. „Eitt af því sem við höfum lagt gríðarlega mikla áherslu á er að það sæmi ekki siðmenntuðu samfélagi að beita fólk ofbeldi eða þvingunum eins og gert er núna á Íslandi. Við höfum til dæmis barist fyrir því að fá lögræðislögin endurskoðuð því þau standast ekki alþjóðlega samninga, til dæmis samning um réttindi fatlaðs fólks. Samkvæmt lögunum er veitt leyfi til að frelsissvipta og lögræðissvipta fólk á grundvelli geðsjúkdóms en það er ekki takmarkað við það ef fólk er hættulegt sjálfu sér eða öðrum. Þegar fólk hefur verið svipt lögræði þá er það eins og börn og það eru aðrir sem taka stórar ákvarðanir fyrir það. Lögræðismaður getur til dæmis ákveðið að kona fari í fóstureyðingu. Stóru hóparnir sem falla undir þessi lög eru hópurinn okkar og svo þroskaskertir. Það er vel þekkt að í þeim hópi hefur fólk verið þvingað í alls konar aðgerðir til að koma í veg fyrir frjósemi. Þetta viljum við sjá burt.“Þvingað til lyfjatöku Samkvæmt tölum Geðhjálpar hefur sjálfræðissviptingum fjölgað nokkuð á undanförnum árum. Þá kvarta félagsmenn Geðhjálpar líka yfir því að lítið þurfi til að vera þvingaður til lyfjatöku svo dæmi séu tekin. „Að minnsta kosti í hverjum mánuði kemur lögreglan einkennisklædd á heimili fólks og þvingar veikt fólk út í lögreglubíl og á spítala. Þá hefur fólk jafnvel verið í geðrofi heima hjá sér og aðstandendum finnst að viðkomandi þurfi að komast á spítala. Þá er lögreglan allt of oft kölluð til.“ Dæmi séu um að fólki sé haldið eða það sé ólað niður til að gefa því lyf. „Ég var að heyra sögu af konu sem hafði verið nauðgað sem unglingi. Hún mótmælir lyfjagjöf og ýtir eitthvað frá sér en er þvinguð í lyfjagjöfina. Hún lýsir því svo að þetta hafi verið eins og kroppað væri ofan af sárinu þegar henni var nauðgað, mörgum árum áður. Upplifunin kom einhvern veginn til baka. Það er þessi kerfislægni, að allt skuli vera í ferlum og það megi aldrei neitt taka langan tíma. Við höfum verið að benda á aðrar leiðir sem hægt er að fara.“ Í mörgum nágrannaríkjum Íslands sé til að mynda stuðst við aðferð sem gengur út á að sjúklingur skrifi niður hvernig hann vill að brugðist verði við ef hann síðar neitar lyfjagjöf. Eins er í Finnlandi notuð aðferð þar sem þverfagleg teymi koma á heimili sjúklinga í stað þess að sjúklingurinn fari á spítala. Bataskóli stofnaðurEitt helsta hugðarefni Önnu Gunnhildar hjá Geðhjálp um þessar mundir er að stofna svokallaðan bataskóla fyrir fólk með geðrænan vanda. Slíkir skólar eru reknir í Bretlandi og þar eru nemendum kenndar hefðbundnar kjarnagreinar en einnig hvernig eigi að ráða við sjúkdóm sinn og vera gildir samfélagsþegnar. „Skólarnir hjálpa fólki að nýta styrkleika sína, fá betra innsæi í sinn sjúkdóm og feta sig út í samfélagið. Þetta gengur allt út á samvinnu sérfræðinga og neytenda en það eru þeir sem skapa hugmyndafræði skólans og ákveða hvað á að kenna. Þegar fólk er búið að fara í gegnum þriggja anna nám við skólann segja sjötíu prósent nemendanna að þau þurfi minni þjónustu af hendi hins opinbera,“ segir Anna. Skólinn er ekki lengur bara á hugmyndastigi. Búið er að fá lánað húsnæði á Suðurlandsbraut og sækja um styrki til að fjármagna undirbúninginn. „ Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi hjá Reykjavíkurborg. Síðan erum við að biðla til menntamálaráðuneytisins um fjármagn til að halda rekstrinum gangandi. Ég held að spurningin snúist ekki um hvort þetta gerist heldur hversu styrkan afleggjara við förum af stað með. Þetta er svo fjárhagslega hagkvæmt fyrir samfélagið því fólk sem fer í gegnum svona nám þarf minni þjónustu. Við vonumst til að geta tekið við fyrstu nemendunum haustið 2017. Allir sem ég hef talað við eru sammála um að þetta sé framtíðin.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira