Stærsta hraðhleðslustöð í heimi opnar í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2016 09:30 Hraðhleðslustöðin í Nebbenes. Í nýrri hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla í Nebbenes, sem er um 60 km fyrir utan Oslo, er hægt að hlaða 28 rafmagnsbíla í einu. Fyrir vikið telst hún stærsta hraðhleðslustöð heims. Til samanburðar er á þessari einu stöð fleiri hraðhleðslupóstar fyrir rafmagnsbíla en í Alaska og Norður Dakota ríkjum Bandaríkjanna til samans. Reyndar er ástandið ekki mikið betra í mörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, svo sem í Arkansas, Delaware, Montana og Wyoming en í þessum ríkjum eru þó um helmingi fleiri hleðslustöðvar í hverju ríki en í þessari einu stöð í Nebbenes. Mikil ánægja er með þessa nýju stöð í Nebbenes og mættu 150 Tesla eigendur þegar stöðin var formlega opnuð. Í Noregi er hæsta hlutfall rafmagnsbíla í heiminum, enda mikill stuðningur hins opinbera við kaupendur rafmagnsbíla þar. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent
Í nýrri hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla í Nebbenes, sem er um 60 km fyrir utan Oslo, er hægt að hlaða 28 rafmagnsbíla í einu. Fyrir vikið telst hún stærsta hraðhleðslustöð heims. Til samanburðar er á þessari einu stöð fleiri hraðhleðslupóstar fyrir rafmagnsbíla en í Alaska og Norður Dakota ríkjum Bandaríkjanna til samans. Reyndar er ástandið ekki mikið betra í mörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, svo sem í Arkansas, Delaware, Montana og Wyoming en í þessum ríkjum eru þó um helmingi fleiri hleðslustöðvar í hverju ríki en í þessari einu stöð í Nebbenes. Mikil ánægja er með þessa nýju stöð í Nebbenes og mættu 150 Tesla eigendur þegar stöðin var formlega opnuð. Í Noregi er hæsta hlutfall rafmagnsbíla í heiminum, enda mikill stuðningur hins opinbera við kaupendur rafmagnsbíla þar.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent