"Það er heimskulegt að klæða sig eftir aldri“ Ritstjórn skrifar 1. september 2016 11:30 Iris Apfel hefur hannað margar tískulínur og safnar flíkum frá öllum heimshornum. Myndir/Getty Það eru sérlega stór tímamót í lífi tísku goðsagnarinnar Iris Apfel en hún fagnaði 95 ára afmælinu sínu fyrir tveimur dögum sem og hún frumsýndi nýjustu tískulínu sína í samstarfi við verslunina Macy's. Iris hefur oft verið þekkt sem ein best klædda kona heims enda er hún með alveg einstakan fatastíl. Hún safnar fylgihlutum, þá sérstaklega stórum hálsmenum og armböndum, og elskar að klæðast sterkum litum. Í viðtali við Fashionista í tilefni þessara stóru tímamóta sagði hún að það væri heimskulegt að klæða sig eftir aldri þó svo að það séu ýmis trend sem að konur ættu að láta vera eftir að hafa náð vissum aldri. Hún tekur einnig fram að tískubransinn sé alltof mikið að einblína á ungar konur. Fötin sem eiga að vera hönnuð fyrir konur yfir fertugt eru samt hugsuð fyrir líkama ungra kvenna og að þessi hefð sé komin algjörlega út í hött. Mikið til í því sem Iris segir enda ætti hún að vita ýmislegt um tískubransann og hvernig maður á að klæða sig. Iris er mikið fyrir liti og stóra skartgripi.Okkar kona er óhrædd við að taka áhættur. Mest lesið Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour Dansandi Gisele í nýrri auglýsingu Glamour Beint af tískupallinum til Jennifer Lopez Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour „Best að skola hana með garðslöngunni ef hún er skítug“ Glamour Anne Hathaway eignast strák Glamour Skellti sér á skeljarnar á skyndibitastað Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Með skilaboð í skyrtunni Glamour Í viðræðum um að leika Janis Joplin Glamour
Það eru sérlega stór tímamót í lífi tísku goðsagnarinnar Iris Apfel en hún fagnaði 95 ára afmælinu sínu fyrir tveimur dögum sem og hún frumsýndi nýjustu tískulínu sína í samstarfi við verslunina Macy's. Iris hefur oft verið þekkt sem ein best klædda kona heims enda er hún með alveg einstakan fatastíl. Hún safnar fylgihlutum, þá sérstaklega stórum hálsmenum og armböndum, og elskar að klæðast sterkum litum. Í viðtali við Fashionista í tilefni þessara stóru tímamóta sagði hún að það væri heimskulegt að klæða sig eftir aldri þó svo að það séu ýmis trend sem að konur ættu að láta vera eftir að hafa náð vissum aldri. Hún tekur einnig fram að tískubransinn sé alltof mikið að einblína á ungar konur. Fötin sem eiga að vera hönnuð fyrir konur yfir fertugt eru samt hugsuð fyrir líkama ungra kvenna og að þessi hefð sé komin algjörlega út í hött. Mikið til í því sem Iris segir enda ætti hún að vita ýmislegt um tískubransann og hvernig maður á að klæða sig. Iris er mikið fyrir liti og stóra skartgripi.Okkar kona er óhrædd við að taka áhættur.
Mest lesið Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour Dansandi Gisele í nýrri auglýsingu Glamour Beint af tískupallinum til Jennifer Lopez Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour „Best að skola hana með garðslöngunni ef hún er skítug“ Glamour Anne Hathaway eignast strák Glamour Skellti sér á skeljarnar á skyndibitastað Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Með skilaboð í skyrtunni Glamour Í viðræðum um að leika Janis Joplin Glamour