Auðlindir í þjóðareigu Þorvaldur Gylfason skrifar 1. september 2016 07:00 Skömmu fyrir fundinn í París í desember 2015 þar sem til stóð – og tókst! – að ná alþjóðlegu samkomulagi um varnir gegn frekari hlýnun loftslags birtu forstjórar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington sameiginlega áskorun til heimsbyggðarinnar. Forstjórarnir tveir, Jim Yong Kim í Alþjóðabankanum og Christine Lagarde í AGS, skoruðu á ríkisstjórnir allra landa heimsins að ná samkomulagi ekki aðeins um markmið – loftslagið má ekki halda áfram að hitna – heldur einnig um leiðir að markinu. Þau mæltu með þeirri leið sem fjölmargir hagfræðingar um allan heim hafa frá öndverðu talið vænlegasta, þ.e. bæði hagkvæmasta og réttlátasta, til að ná tilætluðum árangri í umhverfisvernd og auðlindastjórn. Leiðin liggur ekki um valdboð og bönn og ekki heldur um einkavæðingu, heldur miðar hún að því að laða fram tilhlýðilega virðingu fyrir sameiginlegu umhverfi okkar allra og sameiginlegum auðlindum með því að gera mönnum að greiða réttum eiganda sannvirði – fullt gjald! – fyrir réttinn til að nýta umhverfið og auðlindirnar.Traustasta tryggingin Hugsunin er þessi: Rétt verðlagning á heilbrigðum markaði er traustasta tryggingin fyrir hagkvæmri nýtingu umhverfis og annarra sameignarauðlinda. Hvaða heilvita manni dytti í hug að afhenda olíufyrirtækjum eignarhald á lofthjúpi jarðar? – og höfða til gróðafíknar þeirra eða ábyrgðartilfinningar í þeirri von að þau haldi hitanum í skefjum. Spurningin svarar sér sjálf.Hörð andstaða Þessi einfalda markaðsleið mætir andstöðu af hálfu þeirra sem vilja fá að spilla umhverfinu óáreittir og raka til sín arði af auðlindum annarra í friði eins og endranær. Olíufélög og erindrekar þeirra í stjórnmálum hafa t.d. barizt harkalega gegn Parísarsamkomulaginu, jafnvel með því að þræta fyrir þá augljósu staðreynd að loftslag heldur áfram að hlýna og heil lönd eru að sökkva í sæ. Vitnisburðirnir hrannast upp. Júlí í ár var heitasti júlímánuður frá því mælingar hófust. Samt halda margir áfram að þræta, yfirleitt í boði eða undir áhrifum sérhagsmunahópa sem mega ekki til þess hugsa að fá ekki að halda uppteknum hætti.Tveir angar á einum meiði Ekkert af þessu ætti að hljóma ókunnuglega í íslenzkum eyrum. Hlýnun loftslags og ofveiði til sjós eru angar á sama meiði. Hvort tveggja stafar af óhóflegum ágangi á annarra kostnað, hvort heldur með því að dæla of miklum koltvísýringi út í andrúmsloftið eða með því að senda of mörg skip á sjó. Vænlegasta leiðin til lausnar vandanum er að taka gjald fyrir réttinn til að nýta umhverfi og auðlindir, gjald handa réttum eigendum en ekki handa útvöldum einkavinum stjórnmálamanna. Loftið sem við öndum að okkur er sameign með sama hætti og auðlindir okkar til lands og sjávar eru sameign skv. lögum og bráðum einnig skv. nýrri stjórnarskrá. Enginn á því að þurfa að velkjast í vafa um réttan eiganda. Fólkið er réttur eigandi og það getur sjálft ákveðið með hvaða hætti það innheimtir afnotagjaldið af þeim sem fá að nýta umhverfið og auðlindirnar. Þetta er kjarninn í boðskap forstjóra Alþjóðabankans og AGS til heimsbyggðarinnar fyrir Parísarfundinn í vetur leið. Og þetta er kjarninn í boðskap veiðigjaldsmanna hér heima í rökræðum um stjórn fiskveiða í bráðum hálfa öld og í auðlindaákvæði nýju stjórnarskrárinnar sem enn bíður staðfestingar á Alþingi. Að veita útvegsmönnum 90% afslátt af réttu gjaldi fyrir veiðiheimildir er næsti bær við að afhenda olíufyrirtækjum eignarhald á lofthjúpi jarðar og leyfa þeim að braska með loftið.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Skömmu fyrir fundinn í París í desember 2015 þar sem til stóð – og tókst! – að ná alþjóðlegu samkomulagi um varnir gegn frekari hlýnun loftslags birtu forstjórar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington sameiginlega áskorun til heimsbyggðarinnar. Forstjórarnir tveir, Jim Yong Kim í Alþjóðabankanum og Christine Lagarde í AGS, skoruðu á ríkisstjórnir allra landa heimsins að ná samkomulagi ekki aðeins um markmið – loftslagið má ekki halda áfram að hitna – heldur einnig um leiðir að markinu. Þau mæltu með þeirri leið sem fjölmargir hagfræðingar um allan heim hafa frá öndverðu talið vænlegasta, þ.e. bæði hagkvæmasta og réttlátasta, til að ná tilætluðum árangri í umhverfisvernd og auðlindastjórn. Leiðin liggur ekki um valdboð og bönn og ekki heldur um einkavæðingu, heldur miðar hún að því að laða fram tilhlýðilega virðingu fyrir sameiginlegu umhverfi okkar allra og sameiginlegum auðlindum með því að gera mönnum að greiða réttum eiganda sannvirði – fullt gjald! – fyrir réttinn til að nýta umhverfið og auðlindirnar.Traustasta tryggingin Hugsunin er þessi: Rétt verðlagning á heilbrigðum markaði er traustasta tryggingin fyrir hagkvæmri nýtingu umhverfis og annarra sameignarauðlinda. Hvaða heilvita manni dytti í hug að afhenda olíufyrirtækjum eignarhald á lofthjúpi jarðar? – og höfða til gróðafíknar þeirra eða ábyrgðartilfinningar í þeirri von að þau haldi hitanum í skefjum. Spurningin svarar sér sjálf.Hörð andstaða Þessi einfalda markaðsleið mætir andstöðu af hálfu þeirra sem vilja fá að spilla umhverfinu óáreittir og raka til sín arði af auðlindum annarra í friði eins og endranær. Olíufélög og erindrekar þeirra í stjórnmálum hafa t.d. barizt harkalega gegn Parísarsamkomulaginu, jafnvel með því að þræta fyrir þá augljósu staðreynd að loftslag heldur áfram að hlýna og heil lönd eru að sökkva í sæ. Vitnisburðirnir hrannast upp. Júlí í ár var heitasti júlímánuður frá því mælingar hófust. Samt halda margir áfram að þræta, yfirleitt í boði eða undir áhrifum sérhagsmunahópa sem mega ekki til þess hugsa að fá ekki að halda uppteknum hætti.Tveir angar á einum meiði Ekkert af þessu ætti að hljóma ókunnuglega í íslenzkum eyrum. Hlýnun loftslags og ofveiði til sjós eru angar á sama meiði. Hvort tveggja stafar af óhóflegum ágangi á annarra kostnað, hvort heldur með því að dæla of miklum koltvísýringi út í andrúmsloftið eða með því að senda of mörg skip á sjó. Vænlegasta leiðin til lausnar vandanum er að taka gjald fyrir réttinn til að nýta umhverfi og auðlindir, gjald handa réttum eigendum en ekki handa útvöldum einkavinum stjórnmálamanna. Loftið sem við öndum að okkur er sameign með sama hætti og auðlindir okkar til lands og sjávar eru sameign skv. lögum og bráðum einnig skv. nýrri stjórnarskrá. Enginn á því að þurfa að velkjast í vafa um réttan eiganda. Fólkið er réttur eigandi og það getur sjálft ákveðið með hvaða hætti það innheimtir afnotagjaldið af þeim sem fá að nýta umhverfið og auðlindirnar. Þetta er kjarninn í boðskap forstjóra Alþjóðabankans og AGS til heimsbyggðarinnar fyrir Parísarfundinn í vetur leið. Og þetta er kjarninn í boðskap veiðigjaldsmanna hér heima í rökræðum um stjórn fiskveiða í bráðum hálfa öld og í auðlindaákvæði nýju stjórnarskrárinnar sem enn bíður staðfestingar á Alþingi. Að veita útvegsmönnum 90% afslátt af réttu gjaldi fyrir veiðiheimildir er næsti bær við að afhenda olíufyrirtækjum eignarhald á lofthjúpi jarðar og leyfa þeim að braska með loftið.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun