Augu okkar eru á rauða dregilinum þó vissulega séum við spennt að vita hvort sjónvarpsserían The people vs OJ Simpson verði sigurvegari kvöldsins eins og búið er að spá.
Fræga fólkið er að týnast á rauða dregilinn og eins og gefur að skilja er unga kynslóðin mætt tímanlega og þá eru senuþjófarnir þau Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin og Millie Bobby Brown úr Stranger Things, þáttunum sem eru að tröllríða öllum núna. Þá eiga krakkarnir úr Modern Family einnig dregilinn.


