Sagði sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðu kjördæmaþings í gær. Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2016 18:45 Formaður Framsóknarflokksins ræðir við fundarmenn á kjördæmaþinginu í gær. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri sagði sig úr Framsóknarflokknum eftir að niðurstaðan um oddvita sæti flokksins í Norðausturkjördæmi varð ljós en þar hlaut Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirburða kosningu. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslistanum gefur ekki upp hvort hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu á komandi flokksþingi. Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið um næstu mánaðamót þar sem Sigmundur Davíð býður sig fram til áframhaldandi formennsku en hann styrkti stöðu sína í afgerandi kosningu í oddvitasætið í Norðausturkjördæmi, í gær. „Ég hef hins vegar fyrst og fremst fundið fyrir gríðarlegum stuðningi meðal flokksmanna og það sem er líka afskaplega mikilvægt er, og hefur hjálpað mér mjög mikið að undanförnu, er hvað ég hefur fundið mikinn stuðning frá fólki utan flokks. Ég tel stöðu flokksins gríðarlega sterka fyrir komandi kosningar vegna þess að við erum að klára hérna vinnu sem hefur skilað meiri árangri heldur en að ég gerði ráð fyrir að nokkur hafði þorað að vona. Jafnvel ég, bjartsýnismaðurinn ég, þorði ekki að vona að þetta gengi svona vel. Þannig að við erum komin með gífurlega sterkan grunn til þess að byggja á og okkur langar að halda áfram að byggja á þeim grunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Þrátt fyrir yfirburða kosningu sem Sigmundur Davíð hlaut virðast Framsóknarmenn ekki allir á eitt sáttir með velgengni formannsins í gær og sagði fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri, Jóhannes Gunnar Bjarnason, sig úr flokkum eftir að niðurstaðan varð ljós. Sömuleiðis er núverandi oddviti flokksins á Akureyri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, ekki sáttur. Fjögur Framsóknafélög á landsbyggðinni, í Austur Húnavatnssýslu, Borgarfirði og Mýrum, í Reykjanesbæ og í Árborg hafa hvatt Sigurð Inga, varaformann, til að gefa kost á sér til formanns flokksins gegn Sigmundi Davíð. „Það kom mér svo sem ekki á óvart, ekkert af þessum tilvikum sem komið hafa upp og þetta er algengt í aðdraganda flokksþinga eða landsfunda að félög fara að álykta og hvetja ákveðna menn til dáða og ekkert hægt að setja út á það en ég vona bara að menn mæti allir, Framsóknarmenn, sem flestir til flokksþings og það nýtist okkur vel til þess sem birtist svo í framhaldinu sem samheldinn öflugur hópur með frábær mál til að vinna að eftir kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista kjördæmisins vill ekki gefa upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi formennsku. „Ég styð þann formann sem að flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund í formannskjörinu? „Ég ætla bara láta það koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn. Í reglum um tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins, eins og haldið var í gær, sem birtar eru á heimasíðu flokksins, kemur fram í 30. grein að kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum þegar kosið er. Og var það áréttað við fundargesti í gær. „Þar eru kjörseðlarnir afhentir og þið þurfið að hafa persónuskilríki meðferðis, það er samkvæmt reglum og það á að tékka á því,“ sagði Eyþór Elíasson, formaður kjörstjórnar við fundarmenn á fundinum í gær. Fréttastofa veitti því þó athygli við afhendingu kjörgagna í gær að fáir sem engir þurftu að framvísa persónuskilríkjum. Hvort þetta komi til með að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna í gær skal ósagt látið. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki allir sáttir við niðurstöðuna á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í gær Þórunn Egilsdóttir gefur ekki upp hvort hún styðji formanninn til áframhaldandi setu 18. september 2016 12:30 Komið að ögurstundu hjá Sigmundi Davíð Kjördæmaþing Framsóknarflokksins velur í dag fólk í fimm efstu sæti á framboðslista í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 11:45 Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri sagði sig úr Framsóknarflokknum eftir að niðurstaðan um oddvita sæti flokksins í Norðausturkjördæmi varð ljós en þar hlaut Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirburða kosningu. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslistanum gefur ekki upp hvort hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu á komandi flokksþingi. Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið um næstu mánaðamót þar sem Sigmundur Davíð býður sig fram til áframhaldandi formennsku en hann styrkti stöðu sína í afgerandi kosningu í oddvitasætið í Norðausturkjördæmi, í gær. „Ég hef hins vegar fyrst og fremst fundið fyrir gríðarlegum stuðningi meðal flokksmanna og það sem er líka afskaplega mikilvægt er, og hefur hjálpað mér mjög mikið að undanförnu, er hvað ég hefur fundið mikinn stuðning frá fólki utan flokks. Ég tel stöðu flokksins gríðarlega sterka fyrir komandi kosningar vegna þess að við erum að klára hérna vinnu sem hefur skilað meiri árangri heldur en að ég gerði ráð fyrir að nokkur hafði þorað að vona. Jafnvel ég, bjartsýnismaðurinn ég, þorði ekki að vona að þetta gengi svona vel. Þannig að við erum komin með gífurlega sterkan grunn til þess að byggja á og okkur langar að halda áfram að byggja á þeim grunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Þrátt fyrir yfirburða kosningu sem Sigmundur Davíð hlaut virðast Framsóknarmenn ekki allir á eitt sáttir með velgengni formannsins í gær og sagði fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri, Jóhannes Gunnar Bjarnason, sig úr flokkum eftir að niðurstaðan varð ljós. Sömuleiðis er núverandi oddviti flokksins á Akureyri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, ekki sáttur. Fjögur Framsóknafélög á landsbyggðinni, í Austur Húnavatnssýslu, Borgarfirði og Mýrum, í Reykjanesbæ og í Árborg hafa hvatt Sigurð Inga, varaformann, til að gefa kost á sér til formanns flokksins gegn Sigmundi Davíð. „Það kom mér svo sem ekki á óvart, ekkert af þessum tilvikum sem komið hafa upp og þetta er algengt í aðdraganda flokksþinga eða landsfunda að félög fara að álykta og hvetja ákveðna menn til dáða og ekkert hægt að setja út á það en ég vona bara að menn mæti allir, Framsóknarmenn, sem flestir til flokksþings og það nýtist okkur vel til þess sem birtist svo í framhaldinu sem samheldinn öflugur hópur með frábær mál til að vinna að eftir kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista kjördæmisins vill ekki gefa upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi formennsku. „Ég styð þann formann sem að flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund í formannskjörinu? „Ég ætla bara láta það koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn. Í reglum um tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins, eins og haldið var í gær, sem birtar eru á heimasíðu flokksins, kemur fram í 30. grein að kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum þegar kosið er. Og var það áréttað við fundargesti í gær. „Þar eru kjörseðlarnir afhentir og þið þurfið að hafa persónuskilríki meðferðis, það er samkvæmt reglum og það á að tékka á því,“ sagði Eyþór Elíasson, formaður kjörstjórnar við fundarmenn á fundinum í gær. Fréttastofa veitti því þó athygli við afhendingu kjörgagna í gær að fáir sem engir þurftu að framvísa persónuskilríkjum. Hvort þetta komi til með að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna í gær skal ósagt látið.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki allir sáttir við niðurstöðuna á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í gær Þórunn Egilsdóttir gefur ekki upp hvort hún styðji formanninn til áframhaldandi setu 18. september 2016 12:30 Komið að ögurstundu hjá Sigmundi Davíð Kjördæmaþing Framsóknarflokksins velur í dag fólk í fimm efstu sæti á framboðslista í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 11:45 Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ekki allir sáttir við niðurstöðuna á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í gær Þórunn Egilsdóttir gefur ekki upp hvort hún styðji formanninn til áframhaldandi setu 18. september 2016 12:30
Komið að ögurstundu hjá Sigmundi Davíð Kjördæmaþing Framsóknarflokksins velur í dag fólk í fimm efstu sæti á framboðslista í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 11:45
Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39
„Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58