Sambandið á milli listamanna af ólíkum kynslóðum Magnús Guðmundsson skrifar 16. september 2016 11:15 Þorlákur Einarsson framan við tvö af verkum föður síns á sýningunni í Hverfisgalleríi. Visir/Vilhelm Um þessar mundir eru tíu ár frá andláti Einars Þorlákssonar myndlistarmanns og af því tilefni verður opnuð á laugardaginn sýning á verkum hans í Hverfisgalleríi. Þorlákur Einarsson, sonur listamannsins, er á meðal aðstandenda sýningarinnar og hann segir að þó svo að hann sé sjálfur alla jafna fremur kenndur við gallerí i8 þá renni honum blóðið til skyldunnar að taka þátt í þessu verkefni fyrir föður sinn. „Málið er með pabba, svo maður segir satt og rétt frá, að þá var frami hans ekkert gríðarlegur í lifanda lífi. Það voru kanónur í abstraktheiminum á þessum árum en menn vissu vel af honum. Það var reyndar mikil vinátta á milli pabba og Svavars Guðnasonar, sem ég mundi segja að hafi verið hans mentor þó að hann hafi svo farið í aðrar áttir. En svo eru myndlistarmenn af yngri kynslóðinni í dag sem vita vel af verkum föður míns og hafa verið að kinka til þeirra kolli. Þar má nefna Gabríelu Friðriksdóttur og Davíð Örn Halldórsson.“Einar Þorláksson: Kynslóðabil, 1992. Akrýllitir á striga, 60 x 70 cm. Dánarbú Einars Þorlákssonar og Hverfisgallerí.Einar Þorláksson var abstraktmálari en segja má að hann hafi alla tíð átt í ákveðinni glímu við myndmál abstraktlistarinnar og Þorlákur tekur undir það. „Aðalsteinn Ingólfsson hélt á sínum tíma gott erindi um list pabba og talaði þá um að ef það þyrfti að njörva verkin niður þá teldust þau til abstrakt-expressjónisma, en þau dansa ansi nálægt súrrealisma um tíma. Pabbi var mjög frakkur í litanotkun og ég hef ekki getað séð neitt svipað hjá kollegum hans af sömu kynslóð. En þetta eru hins vegar litir sem þú sérð í dag, t.d. hjá Davíð Erni sem ég nefndi áðan.“ Með sýningunni á verkum Einars er í raun fólgið ákveðið tækifæri fyrir listamenn af yngri kynslóðinni til þess að koma og sjá breiðara svið af verkum þessarar kynslóðar en hefur verið í aðgengilegt til þessa. Þorlákur tekur undir þetta og segir að tímasetningin sé líka góð fyrir þessa sýningu. „Mér finnst þessi verk tala nokkuð skýrt inn í margt af því sem er í gangi í dag og þá hjá mun yngra fólki. Fólki sem er jafnvel af kynslóðinni undir þrítugu og það er spennandi að fylgjast með slíkri þróun og sambandi á milli listamanna af mismunandi kynslóðum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september. Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Um þessar mundir eru tíu ár frá andláti Einars Þorlákssonar myndlistarmanns og af því tilefni verður opnuð á laugardaginn sýning á verkum hans í Hverfisgalleríi. Þorlákur Einarsson, sonur listamannsins, er á meðal aðstandenda sýningarinnar og hann segir að þó svo að hann sé sjálfur alla jafna fremur kenndur við gallerí i8 þá renni honum blóðið til skyldunnar að taka þátt í þessu verkefni fyrir föður sinn. „Málið er með pabba, svo maður segir satt og rétt frá, að þá var frami hans ekkert gríðarlegur í lifanda lífi. Það voru kanónur í abstraktheiminum á þessum árum en menn vissu vel af honum. Það var reyndar mikil vinátta á milli pabba og Svavars Guðnasonar, sem ég mundi segja að hafi verið hans mentor þó að hann hafi svo farið í aðrar áttir. En svo eru myndlistarmenn af yngri kynslóðinni í dag sem vita vel af verkum föður míns og hafa verið að kinka til þeirra kolli. Þar má nefna Gabríelu Friðriksdóttur og Davíð Örn Halldórsson.“Einar Þorláksson: Kynslóðabil, 1992. Akrýllitir á striga, 60 x 70 cm. Dánarbú Einars Þorlákssonar og Hverfisgallerí.Einar Þorláksson var abstraktmálari en segja má að hann hafi alla tíð átt í ákveðinni glímu við myndmál abstraktlistarinnar og Þorlákur tekur undir það. „Aðalsteinn Ingólfsson hélt á sínum tíma gott erindi um list pabba og talaði þá um að ef það þyrfti að njörva verkin niður þá teldust þau til abstrakt-expressjónisma, en þau dansa ansi nálægt súrrealisma um tíma. Pabbi var mjög frakkur í litanotkun og ég hef ekki getað séð neitt svipað hjá kollegum hans af sömu kynslóð. En þetta eru hins vegar litir sem þú sérð í dag, t.d. hjá Davíð Erni sem ég nefndi áðan.“ Með sýningunni á verkum Einars er í raun fólgið ákveðið tækifæri fyrir listamenn af yngri kynslóðinni til þess að koma og sjá breiðara svið af verkum þessarar kynslóðar en hefur verið í aðgengilegt til þessa. Þorlákur tekur undir þetta og segir að tímasetningin sé líka góð fyrir þessa sýningu. „Mér finnst þessi verk tala nokkuð skýrt inn í margt af því sem er í gangi í dag og þá hjá mun yngra fólki. Fólki sem er jafnvel af kynslóðinni undir þrítugu og það er spennandi að fylgjast með slíkri þróun og sambandi á milli listamanna af mismunandi kynslóðum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september.
Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira