Porsche Panamera langbakur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 15:15 Langa Panameran sem sést hefur á Nürburgring brautinni. Porsche hefur nýverið kynnt aðra kynslóð stóra fjölskyldubílsins Panamera, en ætlar honum greinilega enn stærra hlutverk. Heyrst hefur að þar á bæ sé nú unnið að langbaksgerð bílsins sem kynnur verður á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Bíllinn kæmi þó líklega ekki á markað fyrr en árið 2018. Sést hefur til Panamera bíls með lengra þaki en hefðbundni bíllinn á Nürgburgring brautinni í Þýskalandi og það gæti bent til þess að bíllinn sé langt kominn á þróunarskeiðinu og langt að því framleiðsluhæfur. Ekki eru til margir keppinautar svona bílgerðar í lúxusflokki, en þó er rétt að geta Mercedes Benz E-Class wagon, Mercedes Benz CLS Shooting Brake og Audi RS6 Avant. Ef Panamera langbakur fer í framleiðslu má búast við honum með sömu vélum og í nýju kynslóðinni, frá 440 til 550 hestafla. Það eru sannarlega öflugar vélar en enn myndi Audi RS6 Avant skáka bílnum í afli með sinni 605 hestafla vél. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent
Porsche hefur nýverið kynnt aðra kynslóð stóra fjölskyldubílsins Panamera, en ætlar honum greinilega enn stærra hlutverk. Heyrst hefur að þar á bæ sé nú unnið að langbaksgerð bílsins sem kynnur verður á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Bíllinn kæmi þó líklega ekki á markað fyrr en árið 2018. Sést hefur til Panamera bíls með lengra þaki en hefðbundni bíllinn á Nürgburgring brautinni í Þýskalandi og það gæti bent til þess að bíllinn sé langt kominn á þróunarskeiðinu og langt að því framleiðsluhæfur. Ekki eru til margir keppinautar svona bílgerðar í lúxusflokki, en þó er rétt að geta Mercedes Benz E-Class wagon, Mercedes Benz CLS Shooting Brake og Audi RS6 Avant. Ef Panamera langbakur fer í framleiðslu má búast við honum með sömu vélum og í nýju kynslóðinni, frá 440 til 550 hestafla. Það eru sannarlega öflugar vélar en enn myndi Audi RS6 Avant skáka bílnum í afli með sinni 605 hestafla vél.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent