Erfið helgi stjórnarflokka Hafliði Helgason skrifar 13. september 2016 00:00 Stjórnarflokkarnir komu ekkert sérstaklega vel undan síðustu helgi. Prófkjör sjálfstæðismanna í Kraganum og Suðurkjördæmi skila að óbreyttu lista þar sem karlar raða sér í þingsæti flokksins. Viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins við fyrstu tölum benda til þess að hann geri sér vel grein fyrir vandanum í sínu kjördæmi. Viðreisn hefur stillt upp konu sem er fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og mun eflaust hagnast í aðdraganda kosninganna á kynjahallanum. Úr vöndu er að ráða, sennilega er eina leið sjálfstæðismanna að hefja leit að frambærilegum konum til að styrkja eigin framboðslista. Fordæmi eru fyrir því að sækja slíkan styrk innan ríkisstjórnar og hafa bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn náð að styrkja sinn hóp með því að sækja frambærilegar stjórnmálakonur, Ólöfu Nordal sem fékk góða staðfestingu á því vali í prófkjöri í Reykjavík, og Lilju Alfreðsdóttur sem sótt var í ráðherrastól af framsóknarmönnum. Forystu Sjálfstæðisflokksins hlýtur að vera ljóst að verði farið að fullu eftir niðurstöðu prófkjörs mun það gefa flokknum þunglamalega ásýnd og er ekki til þess fallið að sækja fylgi umfram það sem hvort eð er færi aldrei annað. Vandræði Framsóknarflokksins eru sýnu þyngri. Þar afhjúpaðist það sem mörgum var ljóst að trúnaðarbrestur er í forystu flokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, lýsti yfir að hann myndi ekki sækjast eftir varaformennsku í óbreyttri forystu flokksins. Sigurður Ingi hefur á þeim tíma sem hann hefur gegnt embætti forsætisráðherra vaxið sem stjórnmálamaður og hann virðist njóta mikils trausts jafnt innan flokks sem og milli flokka. Hann er því í augnablikinu líklegastur til að leiða flokkinn í þá stöðu sem hann hefur sögulega verið í til að geta myndað stjórn, hvort heldur er til hægri, vinstri eða yfir miðju. Greinilegt er að þrýstingur á formann flokksins um að draga sig í hlé fer vaxandi. Áhrifafólk í flokknum stígur nú fram og lýsir slíkum skoðunum. Fyrir helgi gat Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nokkurn veginn haldið stöðu sinni þannig að andstaðan við hann væri bundin við keppinauta í Norðausturkjördæmi. Eftir helgina er staðan önnur. Flokkurinn er klofinn í afstöðu sinni til formannsins og eina leiðin til að koma í veg fyrir að sá klofningur nái inn í kosningarnar sjálfar er að formaðurinn stigi til hliðar. Það er ljóst að þetta stöðumat nær sífellt meira fylgi innan flokksins. Einn af áhrifamönnum flokksins til margra ára, Guðni Ágústsson, stígur fram í Fréttablaðinu í dag og lýsir í raun þeirri ósk sinni að Sigurður Ingi taki við forystu í flokknum. Guðni er eldri en tvævetur í stjórnmálum og þetta útspil hans er ekki háð neinum tilviljunum. Það stefnir í uppgjör á næstunni og í síðasta lagi á komandi flokksþingi Framsóknarflokksins.Þessi grein fyrst birt í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Stjórnarflokkarnir komu ekkert sérstaklega vel undan síðustu helgi. Prófkjör sjálfstæðismanna í Kraganum og Suðurkjördæmi skila að óbreyttu lista þar sem karlar raða sér í þingsæti flokksins. Viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins við fyrstu tölum benda til þess að hann geri sér vel grein fyrir vandanum í sínu kjördæmi. Viðreisn hefur stillt upp konu sem er fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og mun eflaust hagnast í aðdraganda kosninganna á kynjahallanum. Úr vöndu er að ráða, sennilega er eina leið sjálfstæðismanna að hefja leit að frambærilegum konum til að styrkja eigin framboðslista. Fordæmi eru fyrir því að sækja slíkan styrk innan ríkisstjórnar og hafa bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn náð að styrkja sinn hóp með því að sækja frambærilegar stjórnmálakonur, Ólöfu Nordal sem fékk góða staðfestingu á því vali í prófkjöri í Reykjavík, og Lilju Alfreðsdóttur sem sótt var í ráðherrastól af framsóknarmönnum. Forystu Sjálfstæðisflokksins hlýtur að vera ljóst að verði farið að fullu eftir niðurstöðu prófkjörs mun það gefa flokknum þunglamalega ásýnd og er ekki til þess fallið að sækja fylgi umfram það sem hvort eð er færi aldrei annað. Vandræði Framsóknarflokksins eru sýnu þyngri. Þar afhjúpaðist það sem mörgum var ljóst að trúnaðarbrestur er í forystu flokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, lýsti yfir að hann myndi ekki sækjast eftir varaformennsku í óbreyttri forystu flokksins. Sigurður Ingi hefur á þeim tíma sem hann hefur gegnt embætti forsætisráðherra vaxið sem stjórnmálamaður og hann virðist njóta mikils trausts jafnt innan flokks sem og milli flokka. Hann er því í augnablikinu líklegastur til að leiða flokkinn í þá stöðu sem hann hefur sögulega verið í til að geta myndað stjórn, hvort heldur er til hægri, vinstri eða yfir miðju. Greinilegt er að þrýstingur á formann flokksins um að draga sig í hlé fer vaxandi. Áhrifafólk í flokknum stígur nú fram og lýsir slíkum skoðunum. Fyrir helgi gat Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nokkurn veginn haldið stöðu sinni þannig að andstaðan við hann væri bundin við keppinauta í Norðausturkjördæmi. Eftir helgina er staðan önnur. Flokkurinn er klofinn í afstöðu sinni til formannsins og eina leiðin til að koma í veg fyrir að sá klofningur nái inn í kosningarnar sjálfar er að formaðurinn stigi til hliðar. Það er ljóst að þetta stöðumat nær sífellt meira fylgi innan flokksins. Einn af áhrifamönnum flokksins til margra ára, Guðni Ágústsson, stígur fram í Fréttablaðinu í dag og lýsir í raun þeirri ósk sinni að Sigurður Ingi taki við forystu í flokknum. Guðni er eldri en tvævetur í stjórnmálum og þetta útspil hans er ekki háð neinum tilviljunum. Það stefnir í uppgjör á næstunni og í síðasta lagi á komandi flokksþingi Framsóknarflokksins.Þessi grein fyrst birt í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun