Obama segir neitun þings skapa hættulegt fordæmi Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2016 08:21 Barack Obama Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti segir þingið í Washington hafi gert mikil mistök þegar þingmenn ákváðu að hunsa neitunarvald forsetans þegar kom að löggjöf um málsóknir vegna hryðjuverkanna 11. september 2001. Nýju lögin sem nú hafa verið samþykkt gegn vilja forsetans ganga út á að hver sá sem missti ættingja í árásunum á Bandaríkin 2001 geti sótt yfirvöld í Sádí-Arabíu til saka fyrir meinta aðild að árásunum. Obama segir að þetta muni skapa hættulegt fordæmi fyrir því að einstaklingar geti höfðað sambærileg mál gegn Bandaríkjunum. Þá segir hann þingmenn hafa stjórnast af því við atkvæðagreiðslu að stutt sé til kosninga og ekki sé líklegt til vinsælda að kjósa gegn máli sem þessu á slíkum tímapunkti. „Þetta skapar hættulegt fordæmi og er dæmi um að stundum er nauðsnlegt að gera það sem er erfitt. Í sannleika sagt þá óska ég þess að þingið hefði gert það sem sé erfitt,“ segir forsetinn. Yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, John Brennan, tekur í svipaðan steng og segir lögin geta haft grafalvarlegar afleiðingar í för með sér. Fimmtán af nítján hryðjuverkamönnum sem þátt tóku í árásunum 2001, þar sem um þrjú þúsund fórust, voru Sádar. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa ætíð hafnað því að hafa átt aðild að árásunum, en ríkið hefur verið einn nánast bandamaður Bandaríkjanna í þessum heimshluta. Samtök aðstandenda fórnarlamba hryðjuverkanna hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjaþings. Öldungadeild þingsins samþykkti lögin með 97 atkvæðum gegn einu, og fulltrúadeildin með 348 atkvæðum gegn 77. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafna neitun Obama Báðar deildir bandaríska þingsins höfnuðu í gær neitun Obama um að skrifa undir lög sem myndu gera fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna, sem gerðar voru þann 11. september 2011, kleift að kæra stjórnvöld í Sádi-Arabíu. 29. september 2016 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir þingið í Washington hafi gert mikil mistök þegar þingmenn ákváðu að hunsa neitunarvald forsetans þegar kom að löggjöf um málsóknir vegna hryðjuverkanna 11. september 2001. Nýju lögin sem nú hafa verið samþykkt gegn vilja forsetans ganga út á að hver sá sem missti ættingja í árásunum á Bandaríkin 2001 geti sótt yfirvöld í Sádí-Arabíu til saka fyrir meinta aðild að árásunum. Obama segir að þetta muni skapa hættulegt fordæmi fyrir því að einstaklingar geti höfðað sambærileg mál gegn Bandaríkjunum. Þá segir hann þingmenn hafa stjórnast af því við atkvæðagreiðslu að stutt sé til kosninga og ekki sé líklegt til vinsælda að kjósa gegn máli sem þessu á slíkum tímapunkti. „Þetta skapar hættulegt fordæmi og er dæmi um að stundum er nauðsnlegt að gera það sem er erfitt. Í sannleika sagt þá óska ég þess að þingið hefði gert það sem sé erfitt,“ segir forsetinn. Yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, John Brennan, tekur í svipaðan steng og segir lögin geta haft grafalvarlegar afleiðingar í för með sér. Fimmtán af nítján hryðjuverkamönnum sem þátt tóku í árásunum 2001, þar sem um þrjú þúsund fórust, voru Sádar. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa ætíð hafnað því að hafa átt aðild að árásunum, en ríkið hefur verið einn nánast bandamaður Bandaríkjanna í þessum heimshluta. Samtök aðstandenda fórnarlamba hryðjuverkanna hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjaþings. Öldungadeild þingsins samþykkti lögin með 97 atkvæðum gegn einu, og fulltrúadeildin með 348 atkvæðum gegn 77.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafna neitun Obama Báðar deildir bandaríska þingsins höfnuðu í gær neitun Obama um að skrifa undir lög sem myndu gera fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna, sem gerðar voru þann 11. september 2011, kleift að kæra stjórnvöld í Sádi-Arabíu. 29. september 2016 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Hafna neitun Obama Báðar deildir bandaríska þingsins höfnuðu í gær neitun Obama um að skrifa undir lög sem myndu gera fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna, sem gerðar voru þann 11. september 2011, kleift að kæra stjórnvöld í Sádi-Arabíu. 29. september 2016 07:00