Ætla að endurheimta gullið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2016 06:00 Íslensku keppnisliðin hafa æft af kappi síðastliðnar vikur og mánuði fyrir EM í Slóveníu sem hefst eftir rúmar tvær vikur. vísir/Eyþór Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum ætlar sér að endurheimta gullið sem það missti til Svíþjóðar þegar EM fór fram hér á landi fyrir tveimur árum. Ísland varð Evrópumeistari fyrst árið 2010 en varði titilinn tveimur árum síðar. Í ár fer mótið fram í Maribor í Slóveníu, dagana 12.-15. október, og sendir Ísland lið til þátttöku í fjórum af sex keppnisgreinum. Kvenna- og stúlknalið Íslands eru til alls líkleg og stefna á að berjast um verðlaun en blönduð lið í fullorðins- og unglingaflokki ætla sér einnig að ná langt. „Möguleikar okkar eru góðir,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins. „En við ætlum að einbeita okkur fyrst og fremst að frammistöðunni. Fyrsta verk okkar verður að komast úr undanúrslitunum og svo ætlum við að komast á verðlaunapall.“ Keppnislið Íslands fór í gegn um æfingar sínar fyrir fullu húsi áhorfenda í Versölum í Kópavogi á sunnudagskvöld. Þar fengu keppendur forsmekkinn að því sem koma skal í Slóveníu. „Það er fullt sem fór úrskeiðis og við fengum því dýrmæta reynslu. Það er sem betur fer nægur tími til að bæta okkur og fínpússa æfingarnar,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir. „Það var gott að fá smá stress í okkur og koma adrenalíninu af stað. Það hjálpar manni að stilla sig inn á EM.“ Blönduðu keppnisliðin hafa styrkst mikið undanfarin ár en unglingaliðið vann til bronsverðlauna á EM fyrir tveimur árum. Framfarir karlanna í liðunum hafa verið miklar á síðustu misserum og þá fékk fullorðinsliðið góðan liðsstyrk er Norma Dögg Róbertsdóttir kom inn í liðið. „Ég hafði verið sautján ár í áhaldafimleikum og það var orðið tímabært að prófa eitthvað nýtt. Hér eru allir að hjálpast að og þetta hefur verið ofboðslega skemmtileg reynsla fyrir mig,“ sagði Norma Dögg sem hefur verið í fremstu röð í íslenskum áhaldafimleikum um árabil. Á sunnudag hófst einnig fjáröflunarátak, Vertu mEMm, þar sem skorað er á fyrirtæki að styðja við íslensku keppendurna, sem bera sjálfir kostnað af þátttöku sinni á mótinu – alls 350 þúsund á hvern keppanda. „Við höfum verið að selja klósettpappír, hárnæringu og sjampó en það þarf meira til. Það munar mikið um styrkina,“ sagði Andrea Sif en Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, segir að átakið hafi farið vel af stað. „Við bindum vonir við að fá enn meiri viðbrögð á næstu dögum og að kostnaður keppenda lækki um leið umtalsvert,“ sagði Sólveig. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum ætlar sér að endurheimta gullið sem það missti til Svíþjóðar þegar EM fór fram hér á landi fyrir tveimur árum. Ísland varð Evrópumeistari fyrst árið 2010 en varði titilinn tveimur árum síðar. Í ár fer mótið fram í Maribor í Slóveníu, dagana 12.-15. október, og sendir Ísland lið til þátttöku í fjórum af sex keppnisgreinum. Kvenna- og stúlknalið Íslands eru til alls líkleg og stefna á að berjast um verðlaun en blönduð lið í fullorðins- og unglingaflokki ætla sér einnig að ná langt. „Möguleikar okkar eru góðir,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins. „En við ætlum að einbeita okkur fyrst og fremst að frammistöðunni. Fyrsta verk okkar verður að komast úr undanúrslitunum og svo ætlum við að komast á verðlaunapall.“ Keppnislið Íslands fór í gegn um æfingar sínar fyrir fullu húsi áhorfenda í Versölum í Kópavogi á sunnudagskvöld. Þar fengu keppendur forsmekkinn að því sem koma skal í Slóveníu. „Það er fullt sem fór úrskeiðis og við fengum því dýrmæta reynslu. Það er sem betur fer nægur tími til að bæta okkur og fínpússa æfingarnar,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir. „Það var gott að fá smá stress í okkur og koma adrenalíninu af stað. Það hjálpar manni að stilla sig inn á EM.“ Blönduðu keppnisliðin hafa styrkst mikið undanfarin ár en unglingaliðið vann til bronsverðlauna á EM fyrir tveimur árum. Framfarir karlanna í liðunum hafa verið miklar á síðustu misserum og þá fékk fullorðinsliðið góðan liðsstyrk er Norma Dögg Róbertsdóttir kom inn í liðið. „Ég hafði verið sautján ár í áhaldafimleikum og það var orðið tímabært að prófa eitthvað nýtt. Hér eru allir að hjálpast að og þetta hefur verið ofboðslega skemmtileg reynsla fyrir mig,“ sagði Norma Dögg sem hefur verið í fremstu röð í íslenskum áhaldafimleikum um árabil. Á sunnudag hófst einnig fjáröflunarátak, Vertu mEMm, þar sem skorað er á fyrirtæki að styðja við íslensku keppendurna, sem bera sjálfir kostnað af þátttöku sinni á mótinu – alls 350 þúsund á hvern keppanda. „Við höfum verið að selja klósettpappír, hárnæringu og sjampó en það þarf meira til. Það munar mikið um styrkina,“ sagði Andrea Sif en Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, segir að átakið hafi farið vel af stað. „Við bindum vonir við að fá enn meiri viðbrögð á næstu dögum og að kostnaður keppenda lækki um leið umtalsvert,“ sagði Sólveig.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira