Tæknikratakjaftæði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. september 2016 07:00 Tvennt hefur gerst upp á síðkastið sem kennir okkur hvernig tæknikratakjaftæði virkar, en það er skilvirkasta aðferð stjórnmálamanna í dag. Hið fyrra var þegar bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sagði að „mistök í afgreiðslu á [þessum] upplýsingum“ hefðu orðið til þess að Flateyringar voru ekki látnir vita að vatn þeirra væri mengað. Svona málflutningur myndi kannski halda saurgerlamenguðu vatni ef um væri að ræða höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York en ekki litla ráðhúsið á Ísafirði. Með álíka stjórnsýslu er kannski ástæða fyrir Flateyringa að vakna snemma á morgnana og athuga hvort skólinn sé ekki örugglega ennþá í þorpinu. Hið síðara var þegar Jón Gunnarsson sagði langa og flókna sögu af ferlum og nefndum þar sem einu skynsamlegu sögulokin yrðu að vera þau að samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunar. Til allrar hamingju var hann stoppaður af þegar hann ætlaði að stinga upp í viðmælanda sinn, sem var honum ósammála, með þeim rökum að hún væri ekki nógu vel upplýst. Allt of margir stjórnmálamenn virðast vilja gefa okkur þá sýn á stjórnmálin að þau séu tæknikratísk maskína, þangað sem mál eru sett inn og þegar þau koma út eru þau orðin að vilja þeirra sem auðinn og völdin hafa. Þetta á að líta út eins og náttúrulögmál. Stórfyrirtækin verða sterkari, náttúran mengaðri, þeir sem berjast í bökkum verða umkomulausari og þeir sem skilja þetta ekki, verða allt í einu illa að sér. Þess vegna er ekki hægt að breyta stjórnarskránni, koma auðlindum í eigu þjóðarinnar, bæta kjör hinna launalægstu, stoppa stóriðjubrjálæði og hætta að soga máttinn úr minni byggðum. Þess vegna ræða stjórnmálamenn heldur ekki lengur hugsjónir. Tannhjól í maskínu þarf jú ekki haus. En ég ætla að fara að fordæmi Bjartar Ólafsdóttur, ég sit ekki undir þessu tæknikratakjaftæði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun
Tvennt hefur gerst upp á síðkastið sem kennir okkur hvernig tæknikratakjaftæði virkar, en það er skilvirkasta aðferð stjórnmálamanna í dag. Hið fyrra var þegar bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sagði að „mistök í afgreiðslu á [þessum] upplýsingum“ hefðu orðið til þess að Flateyringar voru ekki látnir vita að vatn þeirra væri mengað. Svona málflutningur myndi kannski halda saurgerlamenguðu vatni ef um væri að ræða höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York en ekki litla ráðhúsið á Ísafirði. Með álíka stjórnsýslu er kannski ástæða fyrir Flateyringa að vakna snemma á morgnana og athuga hvort skólinn sé ekki örugglega ennþá í þorpinu. Hið síðara var þegar Jón Gunnarsson sagði langa og flókna sögu af ferlum og nefndum þar sem einu skynsamlegu sögulokin yrðu að vera þau að samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunar. Til allrar hamingju var hann stoppaður af þegar hann ætlaði að stinga upp í viðmælanda sinn, sem var honum ósammála, með þeim rökum að hún væri ekki nógu vel upplýst. Allt of margir stjórnmálamenn virðast vilja gefa okkur þá sýn á stjórnmálin að þau séu tæknikratísk maskína, þangað sem mál eru sett inn og þegar þau koma út eru þau orðin að vilja þeirra sem auðinn og völdin hafa. Þetta á að líta út eins og náttúrulögmál. Stórfyrirtækin verða sterkari, náttúran mengaðri, þeir sem berjast í bökkum verða umkomulausari og þeir sem skilja þetta ekki, verða allt í einu illa að sér. Þess vegna er ekki hægt að breyta stjórnarskránni, koma auðlindum í eigu þjóðarinnar, bæta kjör hinna launalægstu, stoppa stóriðjubrjálæði og hætta að soga máttinn úr minni byggðum. Þess vegna ræða stjórnmálamenn heldur ekki lengur hugsjónir. Tannhjól í maskínu þarf jú ekki haus. En ég ætla að fara að fordæmi Bjartar Ólafsdóttur, ég sit ekki undir þessu tæknikratakjaftæði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun