Matt LeBlanc aðalþáttastjórnandi Top Gear næstu tvö árin Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2016 13:42 Matt LeBlanc verður aðalþáttastjórnandi Top Gear. Friends leikarinn Matt LeBlanc hefur fundið sér vinnu næstu tvö árin en BBC hefur ráðið hann sem aðalþáttastjórnanda Top Gear bílaþáttanna næstu tvö árin. Hann tekur við af Chris Evans sem stoppaði stutt við sem aðalþáttastjórnandi og þótti ansi ráðríkur við þáttastjórn sína. Hann hverfur því á braut og Matt LeBlanc tekur við. Með Matt LeBlanc verða hinsvegar kunnugleg andlit úr síðustu þáttaröð, þ.e. Chris Harris, Rory Reid, Eddie Jordan, og Sabine Schmitz, að ógleymdum Stig sem enginn veit hver raunverulega er. Chris Harris og Rory Reid verða annað og þriðja hjól undir vagni með Matt LeBlanc en þau hin koma sjaldnar við sögu. Með því er BBC að halda sig við þríeyki líkt og þegar Clarkson, Hammond og May stjórnuðu þættinum, með Clarkson sem fyrsta hjól, en Matt LeBlanc nú. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent
Friends leikarinn Matt LeBlanc hefur fundið sér vinnu næstu tvö árin en BBC hefur ráðið hann sem aðalþáttastjórnanda Top Gear bílaþáttanna næstu tvö árin. Hann tekur við af Chris Evans sem stoppaði stutt við sem aðalþáttastjórnandi og þótti ansi ráðríkur við þáttastjórn sína. Hann hverfur því á braut og Matt LeBlanc tekur við. Með Matt LeBlanc verða hinsvegar kunnugleg andlit úr síðustu þáttaröð, þ.e. Chris Harris, Rory Reid, Eddie Jordan, og Sabine Schmitz, að ógleymdum Stig sem enginn veit hver raunverulega er. Chris Harris og Rory Reid verða annað og þriðja hjól undir vagni með Matt LeBlanc en þau hin koma sjaldnar við sögu. Með því er BBC að halda sig við þríeyki líkt og þegar Clarkson, Hammond og May stjórnuðu þættinum, með Clarkson sem fyrsta hjól, en Matt LeBlanc nú.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent