Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir LÍN-frumvarp Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. september 2016 22:00 Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. LÍN-frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Háskóla Íslands, BHM og ASÍ. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og framsögumaður málsins í nefndinni, segir meirihlutann gera þó nokkrar breytingar á frumvarpinu. „Það eru breytingar sem að snúa að því að það verði auknar heimildir til að fella niður afborganir verði fólk fyrir óvæntum tekjumissi,“ segir Líneik. Þá sé námstími fyrir doktorsnám rýmkaður og heimilt verður að greiða námslán og styrki samhliða námi eftir að fyrsta misseri er lokið. Frumvarpið hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að auka ójöfnuð, kemur meirihlutinn til móts við þá gagnrýni? „Ekki til móts við þá gagnrýni, enda tel ég hana ekki eiga rétt á sér,“ segir Líneik. Byggist á villandi forsendum Minnihluti nefndarinnar lagðist gegn því að málið yrði afgreitt úr henni í dag. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir breytingartillögur meirihlutans ekki ganga nógu langt og frumvarpið sé illa unnið. Kemur til greina að klára þetta frumvarp á þessu þingi? „Stjórnarandstaðan mun setja fótinn fyrir hurðina þar. Það er alltof mikið að þessu frumvarpi. Meira að segja útreikningarnir sem eru til grundvallar, um að það verði lægri afborgunarbyrði, hún byggist á mjög villandi forsendum,“ segir Ásta. Með hvaða hætti mun stjórnarandstaðan reyna að koma í veg fyrir málið? „Við munum leggja fram frávísunartillögu þess efnis að þetta verði sent aftur til ráðuneytisins þar sem ráðherra verðu falið að skipa þverpólitíska nefnd. Við munum gera allt sem í okkar krafti stendur til þess að koma í veg fyrir að þetta frumvarp verði að lögum, einfaldlega af því að þetta frumvarp er ekki nógu gott,“ segir Ásta. Alþingi Tengdar fréttir Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Félag læknanema hefur sent inn umsögn um frumvarp til breytinga á núverandi námslánakerfi. 28. ágúst 2016 18:41 Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Ósáttir við LÍN-frumvarp Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. LÍN-frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Háskóla Íslands, BHM og ASÍ. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og framsögumaður málsins í nefndinni, segir meirihlutann gera þó nokkrar breytingar á frumvarpinu. „Það eru breytingar sem að snúa að því að það verði auknar heimildir til að fella niður afborganir verði fólk fyrir óvæntum tekjumissi,“ segir Líneik. Þá sé námstími fyrir doktorsnám rýmkaður og heimilt verður að greiða námslán og styrki samhliða námi eftir að fyrsta misseri er lokið. Frumvarpið hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að auka ójöfnuð, kemur meirihlutinn til móts við þá gagnrýni? „Ekki til móts við þá gagnrýni, enda tel ég hana ekki eiga rétt á sér,“ segir Líneik. Byggist á villandi forsendum Minnihluti nefndarinnar lagðist gegn því að málið yrði afgreitt úr henni í dag. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir breytingartillögur meirihlutans ekki ganga nógu langt og frumvarpið sé illa unnið. Kemur til greina að klára þetta frumvarp á þessu þingi? „Stjórnarandstaðan mun setja fótinn fyrir hurðina þar. Það er alltof mikið að þessu frumvarpi. Meira að segja útreikningarnir sem eru til grundvallar, um að það verði lægri afborgunarbyrði, hún byggist á mjög villandi forsendum,“ segir Ásta. Með hvaða hætti mun stjórnarandstaðan reyna að koma í veg fyrir málið? „Við munum leggja fram frávísunartillögu þess efnis að þetta verði sent aftur til ráðuneytisins þar sem ráðherra verðu falið að skipa þverpólitíska nefnd. Við munum gera allt sem í okkar krafti stendur til þess að koma í veg fyrir að þetta frumvarp verði að lögum, einfaldlega af því að þetta frumvarp er ekki nógu gott,“ segir Ásta.
Alþingi Tengdar fréttir Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Félag læknanema hefur sent inn umsögn um frumvarp til breytinga á núverandi námslánakerfi. 28. ágúst 2016 18:41 Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Ósáttir við LÍN-frumvarp Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Félag læknanema hefur sent inn umsögn um frumvarp til breytinga á núverandi námslánakerfi. 28. ágúst 2016 18:41
Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00
Ósáttir við LÍN-frumvarp Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 29. ágúst 2016 07:00