Theodór Elmar: Fékk gæsahúð þegar ég sá boltann í netinu

„Hann er á leiðinni beint upp í samskeytin en auðvitað er fáránlega ljúft að taka þennan sigur í kvöld. Eftir á sé ég enga neikvæða punkta við leikinn í dag, við lékum þetta fullkomnlega.“
Sjá einnig:Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri
Fyrsta mark Íslands kom þegar skot Elmars fór af hendi Ömer Toprak og í netið.
„Jói og Gylfi voru búnir að spila vel saman upp vinstri kantinn og Jói lagði hann á mig og ég ákvað að skjóta í fyrsta. Ég var með heppnina með mér í liði,“ sagði Elmar en hann sagði dómarann hafa ætlað að dæma víti því skot hans fór í hönd varnarmanns á leiðinni í netið.
„Hann var kominn með flautuna í munninn þannig ég var ekkert að stressa mig. Svo þegar ég sá hann í netinu þá vorum við ekkert að kvarta. Ég fékk gæsahúð þegar ég sá hann í netinu og þá fann maður hvað stúkan var með okkur í kvöld.“
Alfreð jók forskot Íslands stuttu síðar en Tyrkir náðu varla að ógna marki Íslands eftir það.
„Mér fannst þeir ekki setja neina pressu á okkur, við vorum vel skipulagðir og þéttir fyrir. Við hlupum allir ótrúlega mikið í kvöld og gáfum engin færi á okkur í vörninni eins og við höfum vanist.“
Elmar var tekinn af velli stuttu fyrir leikslok undir dynjandi lófataki en hann sagðist hafa fengið krampa út um allan líkama.
„Ég var með krampa í báðum lærum, aftan í kálfa og í rassinum og það gerði manni erfitt fyrir að labba útaf en það var æðislegt að sjá hvernig landsmenn voru að styðja við bakið á okkur þegar maður gekk af velli.“
Tengdar fréttir

Lars sendi Heimi sms strax eftir leik
"Hann var búinn að senda mér sms þegar ég kveikti á símanum áðan,“ sagði Heimir brosandi.

Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum
Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018.

Svona var stemmningin á Laugardalsvellinum í kvöld | Myndir
Ísland vann frábæran 2-0 sigur á Tyrklandi í undankeppni HM 2018 í kvöld.

Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur
Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld.

Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri
Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.

Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands | Myndband
Ísland er komið í góða stöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld.

Mikið líf á Twitter yfir landsleiknum
Það er alltaf líf og fjör á samfélagsmiðlum þegar íslenska landsliðið í fótbolta leikur og sjaldan er meira fjör en þegar liðið leikur vel.