Bentley býður heimsent eldsneyti Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 15:59 Fyllt á Bentley bíl með Filld-þjónustu Bentley. Það eru yfirleitt engir fátæklingar sem eiga Bentley bíla og þeir nenna að sjálfsögðu ekki að fylla bíla sína sjálfir og hafa fyrir því að heimsækja bensínstöðvar eins og flest annað fólk. Við þessu hefur Bentley í Bandaríkjunum séð og býður nú eigendum Bentley bíla að senda áfyllingarbíl sem fyllir á eldsneytistanka hvar sem þeir eru staddir. Allt sem þeir þurfa að gera er að opna app á símum sínu, sem heitir Filld, og panta þjónustuna. Það má líka gera gegnum Twitter aðganginn @getfilld. Þá kemur þjónustubíll sem hefur að geyma 1.200 eldsneytistank á pallinum og fyllir á bílinn. Eigendur Bentley bílanna þurfa ekki einu sinni að gefa upp hvar bílar þeirra eru staddir því hugbúnaður í bílunum tryggir að þjónustuaðilinn getur séð staðsetningu hans og hann getur líka opnað eldsneytislok bílanna, sem annars er lokað. Þjónustan kostar ekki mikið því Bentley tryggir að verð eldsneytisins sé það sama og á næstu bensínstöð við bílana og leggur ofan á það aðeins 3 dollara sem þjónustugjald. Eigendur Bentley bíla ættu ekki að setja það gjald fyrir sig. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent
Það eru yfirleitt engir fátæklingar sem eiga Bentley bíla og þeir nenna að sjálfsögðu ekki að fylla bíla sína sjálfir og hafa fyrir því að heimsækja bensínstöðvar eins og flest annað fólk. Við þessu hefur Bentley í Bandaríkjunum séð og býður nú eigendum Bentley bíla að senda áfyllingarbíl sem fyllir á eldsneytistanka hvar sem þeir eru staddir. Allt sem þeir þurfa að gera er að opna app á símum sínu, sem heitir Filld, og panta þjónustuna. Það má líka gera gegnum Twitter aðganginn @getfilld. Þá kemur þjónustubíll sem hefur að geyma 1.200 eldsneytistank á pallinum og fyllir á bílinn. Eigendur Bentley bílanna þurfa ekki einu sinni að gefa upp hvar bílar þeirra eru staddir því hugbúnaður í bílunum tryggir að þjónustuaðilinn getur séð staðsetningu hans og hann getur líka opnað eldsneytislok bílanna, sem annars er lokað. Þjónustan kostar ekki mikið því Bentley tryggir að verð eldsneytisins sé það sama og á næstu bensínstöð við bílana og leggur ofan á það aðeins 3 dollara sem þjónustugjald. Eigendur Bentley bíla ættu ekki að setja það gjald fyrir sig.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent