Rekinn frá Gróttu, drullar yfir reyndan íþróttafréttamann og Aron Pálmarsson blandar sér í málið Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Árni Pálsson skrifa 6. október 2016 17:06 Karl hefur látið Ívar Ben heyra það á Facebook. vísir/stefán Karl Erlingsson, sem nýverið var látinn taka pokann sinn sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu í handknattleik, vandar Ívari Benediktssyni, íþróttafréttamanni á Morgunblaðinu og Mbl.is ekki kveðjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook. Karl var vikið úr starfi eftir að hafa helt sér yfir dómara og eftirlitsdómara í Olís-deild kvenna á dögunum. Ívar er einn helsti handboltasérfræðingur þjóðarinnar úr stétt fjölmiðla. Eftir ummæli Karls benti hann á það á Twitter á mánudaginn að Karl væri enn í starfi, þrátt fyrir framkomuna. Svo fjallaði hann um málið í Bakverði í íþróttablaði Morgunblaðsins. Ívar upplýsti sjálfur um orðasendingar Karls til sín í kjölfarið:„Svakalega ertu mikill aumingi maður. Ég held að þú eigir enginn hlý orð skilin, takk fyrir skepnuskapinn. og aumingjaskapinn, að sjálfsögðu. Skrollaðu þessu á íþróttasíðuna hjá þessu fasistablaði þínu og gormaðu það í leiðinni fáviti sem veist ekkert um handbolta!," segir Karl við Ívar og bætir við; Haltu bara áfram með Haukunum. Í leiðinni krefst ég þess að þú leiðréttir frétt sem þú varst beðinn um að leiðrétta fyrir 30 árum og gerðir aldrei, kallaðir mig Lof!!! fáviti og ekkert annað.“Umræddur leikur var viðureign ríkjandi Íslandsmeistara Gróttu og Hauka sem Hafnfirðingar unnu 29-25. Dómarar leiksins, þeir Mattías Leifsson og Ernir Arnarsson, fengu væna pillu á Facebook og eftirlitsdómarinn Kristján Halldórsson sömuleiðis. Ívar hefur í dag deilt nokkrum skjáskotum um samskipti hans við Karl og það sem fyrrum aðstoðarþjálfari Gróttu hefur deilt frá sér á samskiptamiðlum. Fleiri í handboltahreyfingunni hafa tjáð sig um málið á Twitter í dag og má þar nefna landsliðsmanninn Aron Pálmarsson. Hér að neðan má sjá umræðuna sem hefur verið á Twitter í dag og skoða umrædd skjáskot.@sonurjons @GummiHolmar @aronpalm þar sannast best að sitthvað er gæfa og gjörvuleiki. pic.twitter.com/9LZ4IP5LDG— Ívar Benediktsson (@ivarben) October 6, 2016 Að ofan má sjá samskipti Ívars og Karls á Facebook. @JonBjornOlafs ég gleymdi upphrópunarmerkjunum. pic.twitter.com/VxsPdzTGKF— Ívar Benediktsson (@ivarben) October 6, 2016 Ívar fjallaði um frammistöðu Janusar Daða Smárasonar og Karl er ósáttur við það. Félagi minn á Spáni er vaknaður og virðist síst verr upplagður en í gærkvöldi. #haustfrí #sólingerirallaglaða #kallierlings pic.twitter.com/p86qiB7lPO— Ívar Benediktsson (@ivarben) October 6, 2016 Aron Pálmarsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í handbolta, segir sína skoðun á málinu. Sömuleiðis Ásgeir Jónsson, fyrrverandi leikmaður og blaðamaður. @sonurjons @GummiHolmar skil þig, þekki hann ekkert, hvorki sem coach né persónu en maður vill ekki sjá svona í handboltanum eða hvar sem er— Aron Pálmarsson (@aronpalm) October 6, 2016 @sonurjons se ekkert sorglegt við þetta, gaurinn got what he deserved! Buinn ad haga ser margoft eins og kjani.— Aron Pálmarsson (@aronpalm) October 6, 2016 Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. 5. október 2016 19:12 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Karl Erlingsson, sem nýverið var látinn taka pokann sinn sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu í handknattleik, vandar Ívari Benediktssyni, íþróttafréttamanni á Morgunblaðinu og Mbl.is ekki kveðjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook. Karl var vikið úr starfi eftir að hafa helt sér yfir dómara og eftirlitsdómara í Olís-deild kvenna á dögunum. Ívar er einn helsti handboltasérfræðingur þjóðarinnar úr stétt fjölmiðla. Eftir ummæli Karls benti hann á það á Twitter á mánudaginn að Karl væri enn í starfi, þrátt fyrir framkomuna. Svo fjallaði hann um málið í Bakverði í íþróttablaði Morgunblaðsins. Ívar upplýsti sjálfur um orðasendingar Karls til sín í kjölfarið:„Svakalega ertu mikill aumingi maður. Ég held að þú eigir enginn hlý orð skilin, takk fyrir skepnuskapinn. og aumingjaskapinn, að sjálfsögðu. Skrollaðu þessu á íþróttasíðuna hjá þessu fasistablaði þínu og gormaðu það í leiðinni fáviti sem veist ekkert um handbolta!," segir Karl við Ívar og bætir við; Haltu bara áfram með Haukunum. Í leiðinni krefst ég þess að þú leiðréttir frétt sem þú varst beðinn um að leiðrétta fyrir 30 árum og gerðir aldrei, kallaðir mig Lof!!! fáviti og ekkert annað.“Umræddur leikur var viðureign ríkjandi Íslandsmeistara Gróttu og Hauka sem Hafnfirðingar unnu 29-25. Dómarar leiksins, þeir Mattías Leifsson og Ernir Arnarsson, fengu væna pillu á Facebook og eftirlitsdómarinn Kristján Halldórsson sömuleiðis. Ívar hefur í dag deilt nokkrum skjáskotum um samskipti hans við Karl og það sem fyrrum aðstoðarþjálfari Gróttu hefur deilt frá sér á samskiptamiðlum. Fleiri í handboltahreyfingunni hafa tjáð sig um málið á Twitter í dag og má þar nefna landsliðsmanninn Aron Pálmarsson. Hér að neðan má sjá umræðuna sem hefur verið á Twitter í dag og skoða umrædd skjáskot.@sonurjons @GummiHolmar @aronpalm þar sannast best að sitthvað er gæfa og gjörvuleiki. pic.twitter.com/9LZ4IP5LDG— Ívar Benediktsson (@ivarben) October 6, 2016 Að ofan má sjá samskipti Ívars og Karls á Facebook. @JonBjornOlafs ég gleymdi upphrópunarmerkjunum. pic.twitter.com/VxsPdzTGKF— Ívar Benediktsson (@ivarben) October 6, 2016 Ívar fjallaði um frammistöðu Janusar Daða Smárasonar og Karl er ósáttur við það. Félagi minn á Spáni er vaknaður og virðist síst verr upplagður en í gærkvöldi. #haustfrí #sólingerirallaglaða #kallierlings pic.twitter.com/p86qiB7lPO— Ívar Benediktsson (@ivarben) October 6, 2016 Aron Pálmarsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í handbolta, segir sína skoðun á málinu. Sömuleiðis Ásgeir Jónsson, fyrrverandi leikmaður og blaðamaður. @sonurjons @GummiHolmar skil þig, þekki hann ekkert, hvorki sem coach né persónu en maður vill ekki sjá svona í handboltanum eða hvar sem er— Aron Pálmarsson (@aronpalm) October 6, 2016 @sonurjons se ekkert sorglegt við þetta, gaurinn got what he deserved! Buinn ad haga ser margoft eins og kjani.— Aron Pálmarsson (@aronpalm) October 6, 2016
Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. 5. október 2016 19:12 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54
Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44
Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. 5. október 2016 19:12