Mikill meirihluti Ungverja hafnar kvótaflóttafólki nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 2. október 2016 21:31 Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Nordicphotos/AFP Ungverjar kusu um það í dag hvort þjóðin skyldi veita fámennum hópi flóttamanna hæli í landinu. 98 prósent þeirra sem greiddu atkvæði í kosningunni vildu hafna því að hleypa flóttamönnum inn í landið. Ungverjaland hefur tekið harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur hingað til ekki veitt einum einasta flóttamanni hæli. Ungverjar innleiddu lög í júlí á síðasta ári sem gerðu ólöglega inngöngu í landið refsiverða. Þeir hafa jafnframt gripið til þess ráðs að reisa 175 kílómetra girðingu við landamæri Ungverjalands og Serbíu til þess að koma í veg fyrir að flóttamenn ættu greiða leið inn í landið. Stefna Ungverja í innflytjendamálum hefur bakað þjóðinni miklar óvinsældir innan Evrópusambandsins. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgar lýsti því til að mynda yfir fyrir skömmu að hann vildi að Ungverjar myndu yfirgefa ESB vegna stefnu sinnar.Viktor Orban eyddi milljörðum í herferð gegn innflytjendumAtkvæðagreiðslan er hugarfóstur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Aðdragandi hennar er sá að Evrópusambandið gerði Ungverjalandi, ásamt öðrum ríkjum ESB, skylt að veita tilteknum fjölda flóttamanna hæli í landinu, sem í daglegu tali eru kallaðir kvótaflóttamenn. Ungverjum var gert að taka á móti 1.294 kvótaflóttamönnum sem verður að teljast lítill fjöldi en íbúar í Ungverjalandi eru um 9,8 milljónir. Orbán tilkynnti í febrúar að þjóðin skyldi fá að greiða atkvæði um ákvörðunina. Orbán hefur ekki farið í felur með skoðanir sínar varðandi flóttamannamál en hann er mikill andstæðingur þess að veita flóttamönnum frá miðausturlöndum hæli í Evrópu. Ríkisstjórn Orbáns hefur alls eytt um 5,1 milljarði króna í „upplýsandi kosningaherferð“ sem átti að sannfæra þjóðina um að kjósa gegn kvótaflóttamönnunum. Á sunnudaginn var skrifaði Orbán pistil í dagblaðið Magyar Idok þar sem hann sagði að „stjórnlausir fólksflutningar í miklum mæli fælu í sér mikla ógn. Þeir leggðu hinn friðsæla og örugga evrópska lífsstíl í hættu.“Atkvæðagreiðslan mögulega ógild Þótt 98 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað kvótaflóttamönnum er ekki enn komið í ljós hvort kosningin sé gild. Til þess að hún teljist gild þarf kjörsókn að vera 50 prósent en heimildir frá innanbúðum ríkisstjórnarinnar herma að kjörsóknin hafi líklegast ekki verið meiri en 45 prósent. Viktor Orbán hefur þó lýst því yfir að niðurstöðurnar séu „yfirþyrmandi“ og að augljóst væri að Evrópusambandið gæti ekki þvingað þjóðina til þess að taka á móti flóttamönnum. Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59 Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar. 14. september 2016 06:45 Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki Fleiri hundruð flóttamanna hafa reynt að komast í gegnum eða yfir girðinguna á landamærunum. 16. september 2015 14:13 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Ungverjar kusu um það í dag hvort þjóðin skyldi veita fámennum hópi flóttamanna hæli í landinu. 98 prósent þeirra sem greiddu atkvæði í kosningunni vildu hafna því að hleypa flóttamönnum inn í landið. Ungverjaland hefur tekið harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur hingað til ekki veitt einum einasta flóttamanni hæli. Ungverjar innleiddu lög í júlí á síðasta ári sem gerðu ólöglega inngöngu í landið refsiverða. Þeir hafa jafnframt gripið til þess ráðs að reisa 175 kílómetra girðingu við landamæri Ungverjalands og Serbíu til þess að koma í veg fyrir að flóttamenn ættu greiða leið inn í landið. Stefna Ungverja í innflytjendamálum hefur bakað þjóðinni miklar óvinsældir innan Evrópusambandsins. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgar lýsti því til að mynda yfir fyrir skömmu að hann vildi að Ungverjar myndu yfirgefa ESB vegna stefnu sinnar.Viktor Orban eyddi milljörðum í herferð gegn innflytjendumAtkvæðagreiðslan er hugarfóstur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Aðdragandi hennar er sá að Evrópusambandið gerði Ungverjalandi, ásamt öðrum ríkjum ESB, skylt að veita tilteknum fjölda flóttamanna hæli í landinu, sem í daglegu tali eru kallaðir kvótaflóttamenn. Ungverjum var gert að taka á móti 1.294 kvótaflóttamönnum sem verður að teljast lítill fjöldi en íbúar í Ungverjalandi eru um 9,8 milljónir. Orbán tilkynnti í febrúar að þjóðin skyldi fá að greiða atkvæði um ákvörðunina. Orbán hefur ekki farið í felur með skoðanir sínar varðandi flóttamannamál en hann er mikill andstæðingur þess að veita flóttamönnum frá miðausturlöndum hæli í Evrópu. Ríkisstjórn Orbáns hefur alls eytt um 5,1 milljarði króna í „upplýsandi kosningaherferð“ sem átti að sannfæra þjóðina um að kjósa gegn kvótaflóttamönnunum. Á sunnudaginn var skrifaði Orbán pistil í dagblaðið Magyar Idok þar sem hann sagði að „stjórnlausir fólksflutningar í miklum mæli fælu í sér mikla ógn. Þeir leggðu hinn friðsæla og örugga evrópska lífsstíl í hættu.“Atkvæðagreiðslan mögulega ógild Þótt 98 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað kvótaflóttamönnum er ekki enn komið í ljós hvort kosningin sé gild. Til þess að hún teljist gild þarf kjörsókn að vera 50 prósent en heimildir frá innanbúðum ríkisstjórnarinnar herma að kjörsóknin hafi líklegast ekki verið meiri en 45 prósent. Viktor Orbán hefur þó lýst því yfir að niðurstöðurnar séu „yfirþyrmandi“ og að augljóst væri að Evrópusambandið gæti ekki þvingað þjóðina til þess að taka á móti flóttamönnum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59 Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar. 14. september 2016 06:45 Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki Fleiri hundruð flóttamanna hafa reynt að komast í gegnum eða yfir girðinguna á landamærunum. 16. september 2015 14:13 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59
Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar. 14. september 2016 06:45
Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki Fleiri hundruð flóttamanna hafa reynt að komast í gegnum eða yfir girðinguna á landamærunum. 16. september 2015 14:13