Breiðhyltsk dystopia Brynhildur Björnsdóttir skrifar 15. október 2016 12:00 Bækur Nýja Breiðholt Kristján Atli Ragnarsson Útgefandi: Draumsýn Kápa: Kristinn Geir Pálsson Bls: 270 Prent: Prentmiðlun/Pólland Spurnir berast af yfirvofandi efnavopnaárás á Reykjavík. Þeir sem eru í efri lögum samfélagsins flýja land í ofboði á nokkrum dögum og eftir situr fólk sem ekki hafði efni á að flýja eða var of seint. Með árásinni þurrkast út öll samskipti við útlönd, enginn innflutningur á sér stað og þeir sem eftir sitja verða að læra að bjarga sér eftir því sem best þeir geta í nýjum heimi þar sem allir innviðir samfélagsins hafa þurrkast út og lögmál náttúrunnar, eða götunnar, gilda. Sagan Nýja Breiðholt gerist þrjátíu árum eftir að þessir atburðir eiga sér stað og á höfuðborgarsvæðinu er töluvert öðruvísi umhorfs en við eigum að venjast. Smáralindin er enn verslunarstaður en þar fara nú fram vöruskipti þar sem ekkert fjármálakerfi er til staðar. Höfuðborgarsvæðinu er skipt upp í yfirráðasvæði glæpagengja sem stjórna af miskunnarleysi. Í þessari dystópíu býr þó enn þá fólk sem þykir vænt hvoru um annað og þegar dóttur Núma er rænt af þekktum raðmorðingja svífst hann einskis til að reyna að bjarga henni. Bókin er að mörgu leyti vel skrifuð. Dregin er upp áhugaverð mynd af höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk gengur flestallra sinna ferða og þar sem verðmætin eru lítið slitin úlpa eða ónotað par af leðurhönskum. Söguþráðurinn er einnig spennandi og heldur við efnið og gæti vel virkað sem kvikmynd eða sjónvarpsþáttaröð. Það er þó ýmislegt sem ekki gengur upp enda ekki auðvelt að halda um alla þræði í tilbúnum heimi sem byggir á ákveðnum forsendum. Þannig eru börn til dæmis nestuð með ávexti í plastskál þrjátíu árum eftir að öll samskipti við útlönd leggjast niður og fólk á bæði krem, kaffi og kerti þó ekkert af þessum lífsins lystisemdum standist þrjátíu ára tímatönn. Það kemur reyndar hvergi fram hvernig Akureyri eða Egilsstöðum reiðir af í þessari árás á miðborgina sem að öllum líkindum þurrkaði út Reykjavíkurflugvöll svo kannski sjá þessi svæði Breiðhyltingum fyrir munaðarvarningi af þessum toga með landpóstinum. En saga er saga er saga og alls ekki víst að allir lesendur láti svona atriði standa í vegi fyrir sér. Staða kvenna í þessum heimi er fyrirsjáanleg. Eins og í næstum öllum glæpasögum eru þær vettvangur glæpa, konum er rænt, nauðgað og þær myrtar til að knýja söguþráðinn áfram með hefndarþorsta þeirra sem eiga þær, hvort sem það eru feður, eiginmenn eða aðrir fjölskyldumeðlimir. Baráttan stendur um líkama kvenna en þeirra eigin yfirráð yfir honum eru ekki endilega aðalatriði og í sögunni er ýjað að nýjum siðferðisviðmiðum þar sem karlar ganga til dæmis að eiga fósturdætur sínar, athugasemdalaust frá þeim eiginkonum sem þeir eiga fyrir. Nýja Breiðholt er fyrsta bók Kristjáns Atla Ragnarssonar og sýnir um margt góða takta. Hann hefur vald á því að flétta saman spennandi sögu og Nýja Breiðholtið er áhugavert sögusvið og ekki síður Nýja Íslandið sem blasir við eftir flóttann mikla. Það hefði verið gaman að fá meira að vita um þennan heim og sjá meiri og betri úrvinnslu úr honum í stað þess að hann sé nánast eingöngu baksvið fyrir nokkuð hefðbundna mafíu/hefnendasögu.Niðurstaða: Um margt áhugaverð framtíðarsaga en ekki nógu vel unnið úr safaríkum efnivið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október. Bókmenntir Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Nýja Breiðholt Kristján Atli Ragnarsson Útgefandi: Draumsýn Kápa: Kristinn Geir Pálsson Bls: 270 Prent: Prentmiðlun/Pólland Spurnir berast af yfirvofandi efnavopnaárás á Reykjavík. Þeir sem eru í efri lögum samfélagsins flýja land í ofboði á nokkrum dögum og eftir situr fólk sem ekki hafði efni á að flýja eða var of seint. Með árásinni þurrkast út öll samskipti við útlönd, enginn innflutningur á sér stað og þeir sem eftir sitja verða að læra að bjarga sér eftir því sem best þeir geta í nýjum heimi þar sem allir innviðir samfélagsins hafa þurrkast út og lögmál náttúrunnar, eða götunnar, gilda. Sagan Nýja Breiðholt gerist þrjátíu árum eftir að þessir atburðir eiga sér stað og á höfuðborgarsvæðinu er töluvert öðruvísi umhorfs en við eigum að venjast. Smáralindin er enn verslunarstaður en þar fara nú fram vöruskipti þar sem ekkert fjármálakerfi er til staðar. Höfuðborgarsvæðinu er skipt upp í yfirráðasvæði glæpagengja sem stjórna af miskunnarleysi. Í þessari dystópíu býr þó enn þá fólk sem þykir vænt hvoru um annað og þegar dóttur Núma er rænt af þekktum raðmorðingja svífst hann einskis til að reyna að bjarga henni. Bókin er að mörgu leyti vel skrifuð. Dregin er upp áhugaverð mynd af höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk gengur flestallra sinna ferða og þar sem verðmætin eru lítið slitin úlpa eða ónotað par af leðurhönskum. Söguþráðurinn er einnig spennandi og heldur við efnið og gæti vel virkað sem kvikmynd eða sjónvarpsþáttaröð. Það er þó ýmislegt sem ekki gengur upp enda ekki auðvelt að halda um alla þræði í tilbúnum heimi sem byggir á ákveðnum forsendum. Þannig eru börn til dæmis nestuð með ávexti í plastskál þrjátíu árum eftir að öll samskipti við útlönd leggjast niður og fólk á bæði krem, kaffi og kerti þó ekkert af þessum lífsins lystisemdum standist þrjátíu ára tímatönn. Það kemur reyndar hvergi fram hvernig Akureyri eða Egilsstöðum reiðir af í þessari árás á miðborgina sem að öllum líkindum þurrkaði út Reykjavíkurflugvöll svo kannski sjá þessi svæði Breiðhyltingum fyrir munaðarvarningi af þessum toga með landpóstinum. En saga er saga er saga og alls ekki víst að allir lesendur láti svona atriði standa í vegi fyrir sér. Staða kvenna í þessum heimi er fyrirsjáanleg. Eins og í næstum öllum glæpasögum eru þær vettvangur glæpa, konum er rænt, nauðgað og þær myrtar til að knýja söguþráðinn áfram með hefndarþorsta þeirra sem eiga þær, hvort sem það eru feður, eiginmenn eða aðrir fjölskyldumeðlimir. Baráttan stendur um líkama kvenna en þeirra eigin yfirráð yfir honum eru ekki endilega aðalatriði og í sögunni er ýjað að nýjum siðferðisviðmiðum þar sem karlar ganga til dæmis að eiga fósturdætur sínar, athugasemdalaust frá þeim eiginkonum sem þeir eiga fyrir. Nýja Breiðholt er fyrsta bók Kristjáns Atla Ragnarssonar og sýnir um margt góða takta. Hann hefur vald á því að flétta saman spennandi sögu og Nýja Breiðholtið er áhugavert sögusvið og ekki síður Nýja Íslandið sem blasir við eftir flóttann mikla. Það hefði verið gaman að fá meira að vita um þennan heim og sjá meiri og betri úrvinnslu úr honum í stað þess að hann sé nánast eingöngu baksvið fyrir nokkuð hefðbundna mafíu/hefnendasögu.Niðurstaða: Um margt áhugaverð framtíðarsaga en ekki nógu vel unnið úr safaríkum efnivið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október.
Bókmenntir Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira