Vilja að þjóðin fái arð af auðlindunum Jón Hákon Halldórsson og Snærós Sindradóttir skrifa 14. október 2016 07:00 Þrír leiðtogar stjórnmálaflokkanna, sem Fréttablaðið talaði við, eiga sæti á Alþingi. Sá fjórði, Benedikt Jóhannesson, hefur tekið virkan þátt í samfélagsumræðunni um árabil. Öll stilltu þau sér upp við verkið Kollsteypu eftir Elínu Hansdóttur í Ásmundarsafni í gær. vísir/stefán Rúmur hálfur mánuður er til kosninga. Fréttablaðið ræddi í síðustu viku við formenn fjögurra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Næstu fjórir, þau Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Birgitta Jónsdóttir Pírati, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, taka nú við og ræða helstu áherslur sínar.Segir kaup og kjör hafa batnað„Við töluðum um það fyrir síðustu kosningar að við myndum halda þannig á málum að fólk myndi finna fyrir því að lífið yrði auðveldara. Að kjörin og kaupið myndu batna – og það er staðreyndin,“ segir Bjarni Benediktsson, spurður að því hvers vegna fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. „Við höfum tekið þannig á málefnum ríkissjóðs að staða hans hefur gjörbreyst. Staða heimilanna er orðin allt önnur og miklu betri. Skuldir heimilanna samanburðarhæfar við það sem við áttum við hér fyrir síðustu aldamót,“ segir hann. Sjálfstæðisflokkurinn ætli að halda áfram á þessari braut, með áherslu á lága skatta, ábyrg ríkisfjármál og stöðugleika. „Mig langar kannski til að minna á af hverju við erum að fara í kosningar núna fyrr. Það er af því að ríkisstjórnin varð að flýta kosningum af því að hér urðu stærstu mótmæli Íslandssögunnar,“ segir Birgitta. Hún segir fólk ekki hafa haft áhyggjur af stöðugleikanum þegar það krafðist kosninga. „Heldur varð hér siðferðisrof. Fólk var að mótmæla því að íslenskir ráðamenn virtust líta svo á að þeir væru ofar lögum.“ Birgitta segir Pírata leggja áherslu á stjórnarskrána, fiskveiðikerfi og endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Og að tækla þessa spillingu,“ segir Birgitta. Benedikt tekur undir með Birgittu að tímabært sé að horfa á kerfisbreytingar. „Við sjáum að í mörgum af þeim atriðum sem mestu máli skipta þá hafa flokkarnir, sem ráðið hafa undanfarin ár, ekki breytt hlutum sem almenningi finnst mjög ósanngjarnir,“ segir hann. Þjóðin vilji aflaheimildir á markað. Þá nefnir Benedikt að Alþingi hafi samþykkt nýjan búvörusamning, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar var á móti. Það sé líka mikilvægt að gera kerfisbreytingar í gjaldeyrismálum með því að binda gengi krónunnar við erlendan gjaldmiðil. Oddný segir þann árangur í efnahagsmálum, sem Bjarni vísar til, vera fyrst og fremst kominn til vegna þess að ríkisstjórnin hafi fengið í heimanmund hallalausan ríkissjóð. „Svo fengum við í stöðugleikaframlag frá kröfuhöfum og metfjölda ferðamanna, makríl og lágt olíuverð. Þetta er ástæðan fyrir því að staðan er góð og það er ástæða til að fagna því en það þarf að spila þessum árangri út til þjóðarinnar,“ segir Oddný. Þetta vilji Samfylkingin gera með því að hlýða kalli fólks eftir betra heilbrigðiskerfi. Þar nefnir Oddný að hún vilji að heilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls í skrefum. Hún leggur líka áherslu á aðgerðir í húsnæðismálum, með því að almennum leiguíbúðum verði fjölgað um 1.000 á ári. Þá vilji Samfylkingin að ungt fólk fái forskot á fasteignamarkaði með fyrirfram greiddum vaxtabótum. Bjarni segir árangur stjórnvalda í glímunni við erlenda kröfuhafa ekki hafa náðst auðveldlega. „Það var svo langt því frá sjálfsagt að við næðum þeim árangri við afnám haftanna og uppgjör slitabúanna sem náðist. Það kostaði mikinn undirbúning, mikla yfirlegu og meiriháttar ráðgjafarvinnu, sem á endanum leiddi til þess að við sögðum að við myndum ekki sætta okkur við neina röskun á kjörum í þessum landi við uppgjör slitabúanna og það voru margir sem trúðu því ekki að þetta væri hægt,“ segir hann.Sjónvörp og ísskápar ekki lúxusBjarni segir að mikilvægt hafi verið að fella niður tolla og vörugjöld. Það má hins vegar spyrja hvort sú breyting hafi einfaldlega verið lækkun á álögum á lúxusvarning, eins og sjónvörp. En Bjarni er ósammála því. „Er það þannig á árinu 2016, að menn líti á það að eiga sjónvarpstæki, ísskáp eða þvottavél sem lúxus?“ Hann segir þetta hafa falið í sér 15 milljarða lækkun á opinberum álögum. „Við fórum með efra þrep virðisaukaskattsins niður í það lægsta sem það hefur verið frá upphafi, 24 prósent. Það er hvergi lægra á neinu Norðurlandanna,“ segir hann og bætir við að tekjuskattur hafi líka verið lækkaður verulega. Á næsta tímabili myndi hann vilja draga úr jaðaráhrifum í skattkerfinu. Benedikt segir Viðreisn ekki sjá fyrir sér miklar skattalækkanir á næsta kjörtímabili. „Við erum svo sem ekki mikill skattheimtuflokkur, en það eru bara mikilvæg verkefni sem eru fram undan. Og það væri rangt að vera að gefa það í skyn að á sama tíma og menn ætluðu að hrinda þeim í framkvæmd væri svigrúm til mikilla skattalækkana,“ segir hann. Benedikt vill fyrst og fremst sjá að heimildir til innflutnings á landbúnaðarvörum verði rýmkaðar. „Ég myndi vilja að neytendur gætu notið þess að það væri rýmkaður innflutningur og dregið úr ofurtollum.“ Hann vill gjaldtöku af fyrirtækjum í sjávarútvegi, í orkugeiranum, ferðaþjónustu og vill að teknir verði upp grænir skattar. Birgitta segir hvorki forgangsmál að hækka skatta né lækka á næsta kjörtímabili. „Aftur á móti höfum við lagt fram tillögu um að innheimta gistináttagjald, sambærilegt og hefur verið gert í öðrum löndum í kringum okkur,“ segir hún og bætir við að hún vilji uppboð á kvóta, líkt og í Færeyjum. Oddný Harðardóttir segist hafa verið mjög sátt við þá ákvörðun að endurskoða tollalög og vörugjöld. „Ég var hins vegar ósátt við það að það skyldi vera ákveðið að lækka sykurskattinn og að mótvægisaðgerðir út af hækkun á mat voru ekki nægjanlegar. Og þetta þýddi það að matarreikningurinn hjá heimilunum hækkaði en það komust fleiri molar í nammipokann. Þetta fannst mér ekki rétt stefna og alls ekki rýma við lýðheilsustefnu stjórnvalda,“ segir hún. Bjarni segir sykurskattinn hins vegar ekki hafa verið neitt annað en nýjan þriggja milljarða skatt á matarinnkaup Íslendinga. „Það var það sem hann var. Og það er skatturinn sem við tókum burt af því að hann skilaði ekki tilætluðum árangri,“ bætir Bjarni við. „Hlutirnir löguðust ekkert þegar skatturinn var tekinn af,“ svarar Birgitta þá. En Bjarni segir að sykurskatturinn hefði þurft að vera miklu hærri ef hann hefði átt að skila árangri sem neysluskattur. „Þá þurfum við að horfast í augu við það að við þurfum að setja verulegar álögur, kannski tíu milljarða eða eitthvað svoleiðis, til að fara að ná einhverjum árangri. Þetta er samdóma álit sérfræðinga og ég held að forvarnir skili miklu meiri árangri,“ bætir Bjarni við.Landspítalinn í forgangFormennirnir eru sammála um að forgangsatriðið í heilbrigðismálum sé að klára byggingu nýs spítala við Hringbraut. „Þessi ríkisstjórn sýndi fram á það í sinni langtímaáætlun hvernig við getum greitt fyrir það. Við erum búin að gera ráð fyrir þessu,“ segir Bjarni um kostnað við byggingu spítalans. Oddný segir einnig mikilvægt að minnka greiðsluþátttöku sjúklinga. „Í okkar útreikningum erum við með sautján til tuttugu milljarða undir. Þar af sjö milljarða í að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga sem felst í því að enginn þyrfti að borga meira en 35 þúsund krónur á ári. Heilsugæslan yrði frí, tannlækningar aldraðra og öryrkja yrðu lækkaðar sérstaklega. Síðan færi stóri peningurinn auðvitað til Landspítalans og sjúkrahússins á Akureyri og til að efla heilsugæsluna.“ Talið berst að einkarekstri í heilbrigðisþjónustu sem Birgitta segist andvíg, ef einkareksturinn er á grunni hagnaðarsjónarmiða. „Það hafa verið gerðar tilraunir til að einkavæða stóra hluta heilbrigðiskerfisins okkar, sem er áhyggjuefni. En ef við getum haft það lögfest að þú getir ekki rekið einkarekna heilbrigðisþjónustu út frá hagnaðarsjónarmiðum þá er það allt í lagi mín vegna.“ Bjarni er ósammála því. „Ég hef ekkert við það að athuga að vilji menn hafa opið lengur og skila meiri afköstum og þannig mögulega skila einhverjum afgangi í rekstrinum, þá njóti menn góðs af því. Ég er hins vegar dálítið þreyttur á þeirri umræðu að þegar menn vilja nýta kosti einkaframtaksins til þess að auka afköstin í heilbrigðiskerfinu þá tali menn eins og það eigi að einkavæða alla heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það hefur enginn talað um að setja grunnsjúkrahúsaþjónustuna í einkarekstur. Auðvitað dettur engum það í hug. Það hefur heldur enginn talað um að öll almenn heilbrigðisþjónusta verði einkavædd þannig að sjúklingarnir þurfi að borga,“ segir Bjarni. Hann segir að skoða þurfi kostnaðarþátttöku sjúklinga því of mörg dæmi séu um að kostnaður sé þröskuldur fyrir sjúklingana inn í kerfið. Nú þegar sé búið að taka á verstu tilfellunum með því að setja þak á greiðsluþátttöku. Benedikt segist opinn fyrir því að skoða hvort hægt sé að gera hlutina með ódýrari hætti án þess þó að það komi niður á öryggi sjúklinga og færni heilbrigðisstarfsmanna. „Nýr Landspítali, sem við viljum að verði reistur við Hringbraut á næstu fimm eða sex árum, gefur tækifæri til að ná fram breytingum og hagræðingu í rekstri. Þá hagræðingu eigum við að nýta til að gera meira og betur en ekki til þess að taka peninga úr kerfinu og verja minna til þessara mála. Við megum samt ekki gleyma því að það er fólk víða á landinu sem fær ekki ákveðna þjónustu sem við teljum sjálfsagða. Við viljum bæta úr því með því að það verði hluti af skyldum Landspítalans að sinna grunnþjónustu víða um land. Það segir sig sjálft að við getum ekki haft alla sérfræðinga alls staðar á landinu en ef það er regluleg þjónusta frá Landspítalanum þá mun það bæta lífsgæði mjög víða.“Engin ríkisstjórn í augsýnTveggja flokka ríkisstjórn er tæpast á teikniborðinu sé tekið mið af skoðanakönnunum. Ásta Helgadóttir, þingmaður Pírata, sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að óformlegar kaffispjallsviðræður hefðu átt sér stað á milli Pírata og Viðreisnar. „Þessar viðræður eru svo leynilegar að mér er ekki kunnugt um þær. En það er ágætt að fólk tali saman og mjög gaman ef það koma kenningar um hitt og þetta,“ segir Benedikt. Birgitta hefur talað fyrir því að þeir flokkar sem sjái fyrir sér að vinna saman verði búnir að kynna það fyrir kjósendum fyrir kosningar og birti drög að stjórnarsáttmála. Það hefur ekki tíðkast í íslenskum stjórnmálum. „Þannig getur fólk fengið upplýsingar um það fyrir kosningar hvaða málamiðlanir liggja fyrir. Það er enginn flokkur sem fær 100 prósent atkvæða þannig að mér finnst óábyrgt að fara enn og aftur í kosningabaráttu án þess að það liggi fyrir hverjir geta unnið saman. Eins og Píratar hafa alltaf sagt, hér er það sem við ætlum að gera, þeir sem vilja vera með geta bara komið og talað við okkur.“ Birgitta segir þó að slíkt samtal hafi ekki átt sér stað hingað til. Hún útilokar þó ekki að þegar nær dragi kosningum verði slíkar þreifingar opinberaðar og jafnvel kynnt drög að stjórnarsáttmála. „Ég hef lagt þessa umræðu fram en auðvitað er það þannig að samræður þurfa að fara að eiga sér stað.“ Bjarni hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af myndun ríkisstjórnar eftir hrun. „Við höfum ekki góða reynslu af margra flokka stjórnum og ég hef enga trú á minnihlutastjórn. Ég veit hvað það þarf að gera miklar málamiðlanir í tveggja flokka stjórn. Þær eru meiri í þriggja flokka stjórn, kannski ekki í veldisvexti en töluvert þó,“ segir hann. Hann hefur áhyggjur af því að menn fari fram úr sér í ríkisútgjöldum og hefur áhyggjur af vinnumarkaðnum. „Ófriður á vinnumarkaði er helsta uppspretta óstöðugleika í landinu.“ Oddný Harðardóttir segist sjálf hafa trú á því að Samfylkingin muni bæta við sig fylgi í komandi kosningum þrátt fyrir að mælast nú í sögulegu lágmarki. Benedikt segist vilja ná umræðunni í kosningabaráttunni á annað plan. „Mér þykja umræðurnar snúast svo mikið um það hvað sé einhverjum að kenna í stað þess að við horfum á framtíðina. Fortíðinni getum við ekki breytt. Þrátt fyrir að árið 2008 hafi orðið efnahagsáfall sem við erum að mörgu leyti búin að vinna okkur úr þá varð á sama tíma siðrof og því erum við ekki búin að vinna okkur úr. Þess vegna er vantraust í garð stjórnmálanna og stjórnmálamanna. Við þurfum að hafa þor til að takast á við kerfisbreytingar sem þjóðin kallar á. Ég held að við séum nú þegar komin á stefnumót við framtíðina og við ætlum ekki að missa af því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Rúmur hálfur mánuður er til kosninga. Fréttablaðið ræddi í síðustu viku við formenn fjögurra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Næstu fjórir, þau Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Birgitta Jónsdóttir Pírati, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, taka nú við og ræða helstu áherslur sínar.Segir kaup og kjör hafa batnað„Við töluðum um það fyrir síðustu kosningar að við myndum halda þannig á málum að fólk myndi finna fyrir því að lífið yrði auðveldara. Að kjörin og kaupið myndu batna – og það er staðreyndin,“ segir Bjarni Benediktsson, spurður að því hvers vegna fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. „Við höfum tekið þannig á málefnum ríkissjóðs að staða hans hefur gjörbreyst. Staða heimilanna er orðin allt önnur og miklu betri. Skuldir heimilanna samanburðarhæfar við það sem við áttum við hér fyrir síðustu aldamót,“ segir hann. Sjálfstæðisflokkurinn ætli að halda áfram á þessari braut, með áherslu á lága skatta, ábyrg ríkisfjármál og stöðugleika. „Mig langar kannski til að minna á af hverju við erum að fara í kosningar núna fyrr. Það er af því að ríkisstjórnin varð að flýta kosningum af því að hér urðu stærstu mótmæli Íslandssögunnar,“ segir Birgitta. Hún segir fólk ekki hafa haft áhyggjur af stöðugleikanum þegar það krafðist kosninga. „Heldur varð hér siðferðisrof. Fólk var að mótmæla því að íslenskir ráðamenn virtust líta svo á að þeir væru ofar lögum.“ Birgitta segir Pírata leggja áherslu á stjórnarskrána, fiskveiðikerfi og endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Og að tækla þessa spillingu,“ segir Birgitta. Benedikt tekur undir með Birgittu að tímabært sé að horfa á kerfisbreytingar. „Við sjáum að í mörgum af þeim atriðum sem mestu máli skipta þá hafa flokkarnir, sem ráðið hafa undanfarin ár, ekki breytt hlutum sem almenningi finnst mjög ósanngjarnir,“ segir hann. Þjóðin vilji aflaheimildir á markað. Þá nefnir Benedikt að Alþingi hafi samþykkt nýjan búvörusamning, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar var á móti. Það sé líka mikilvægt að gera kerfisbreytingar í gjaldeyrismálum með því að binda gengi krónunnar við erlendan gjaldmiðil. Oddný segir þann árangur í efnahagsmálum, sem Bjarni vísar til, vera fyrst og fremst kominn til vegna þess að ríkisstjórnin hafi fengið í heimanmund hallalausan ríkissjóð. „Svo fengum við í stöðugleikaframlag frá kröfuhöfum og metfjölda ferðamanna, makríl og lágt olíuverð. Þetta er ástæðan fyrir því að staðan er góð og það er ástæða til að fagna því en það þarf að spila þessum árangri út til þjóðarinnar,“ segir Oddný. Þetta vilji Samfylkingin gera með því að hlýða kalli fólks eftir betra heilbrigðiskerfi. Þar nefnir Oddný að hún vilji að heilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls í skrefum. Hún leggur líka áherslu á aðgerðir í húsnæðismálum, með því að almennum leiguíbúðum verði fjölgað um 1.000 á ári. Þá vilji Samfylkingin að ungt fólk fái forskot á fasteignamarkaði með fyrirfram greiddum vaxtabótum. Bjarni segir árangur stjórnvalda í glímunni við erlenda kröfuhafa ekki hafa náðst auðveldlega. „Það var svo langt því frá sjálfsagt að við næðum þeim árangri við afnám haftanna og uppgjör slitabúanna sem náðist. Það kostaði mikinn undirbúning, mikla yfirlegu og meiriháttar ráðgjafarvinnu, sem á endanum leiddi til þess að við sögðum að við myndum ekki sætta okkur við neina röskun á kjörum í þessum landi við uppgjör slitabúanna og það voru margir sem trúðu því ekki að þetta væri hægt,“ segir hann.Sjónvörp og ísskápar ekki lúxusBjarni segir að mikilvægt hafi verið að fella niður tolla og vörugjöld. Það má hins vegar spyrja hvort sú breyting hafi einfaldlega verið lækkun á álögum á lúxusvarning, eins og sjónvörp. En Bjarni er ósammála því. „Er það þannig á árinu 2016, að menn líti á það að eiga sjónvarpstæki, ísskáp eða þvottavél sem lúxus?“ Hann segir þetta hafa falið í sér 15 milljarða lækkun á opinberum álögum. „Við fórum með efra þrep virðisaukaskattsins niður í það lægsta sem það hefur verið frá upphafi, 24 prósent. Það er hvergi lægra á neinu Norðurlandanna,“ segir hann og bætir við að tekjuskattur hafi líka verið lækkaður verulega. Á næsta tímabili myndi hann vilja draga úr jaðaráhrifum í skattkerfinu. Benedikt segir Viðreisn ekki sjá fyrir sér miklar skattalækkanir á næsta kjörtímabili. „Við erum svo sem ekki mikill skattheimtuflokkur, en það eru bara mikilvæg verkefni sem eru fram undan. Og það væri rangt að vera að gefa það í skyn að á sama tíma og menn ætluðu að hrinda þeim í framkvæmd væri svigrúm til mikilla skattalækkana,“ segir hann. Benedikt vill fyrst og fremst sjá að heimildir til innflutnings á landbúnaðarvörum verði rýmkaðar. „Ég myndi vilja að neytendur gætu notið þess að það væri rýmkaður innflutningur og dregið úr ofurtollum.“ Hann vill gjaldtöku af fyrirtækjum í sjávarútvegi, í orkugeiranum, ferðaþjónustu og vill að teknir verði upp grænir skattar. Birgitta segir hvorki forgangsmál að hækka skatta né lækka á næsta kjörtímabili. „Aftur á móti höfum við lagt fram tillögu um að innheimta gistináttagjald, sambærilegt og hefur verið gert í öðrum löndum í kringum okkur,“ segir hún og bætir við að hún vilji uppboð á kvóta, líkt og í Færeyjum. Oddný Harðardóttir segist hafa verið mjög sátt við þá ákvörðun að endurskoða tollalög og vörugjöld. „Ég var hins vegar ósátt við það að það skyldi vera ákveðið að lækka sykurskattinn og að mótvægisaðgerðir út af hækkun á mat voru ekki nægjanlegar. Og þetta þýddi það að matarreikningurinn hjá heimilunum hækkaði en það komust fleiri molar í nammipokann. Þetta fannst mér ekki rétt stefna og alls ekki rýma við lýðheilsustefnu stjórnvalda,“ segir hún. Bjarni segir sykurskattinn hins vegar ekki hafa verið neitt annað en nýjan þriggja milljarða skatt á matarinnkaup Íslendinga. „Það var það sem hann var. Og það er skatturinn sem við tókum burt af því að hann skilaði ekki tilætluðum árangri,“ bætir Bjarni við. „Hlutirnir löguðust ekkert þegar skatturinn var tekinn af,“ svarar Birgitta þá. En Bjarni segir að sykurskatturinn hefði þurft að vera miklu hærri ef hann hefði átt að skila árangri sem neysluskattur. „Þá þurfum við að horfast í augu við það að við þurfum að setja verulegar álögur, kannski tíu milljarða eða eitthvað svoleiðis, til að fara að ná einhverjum árangri. Þetta er samdóma álit sérfræðinga og ég held að forvarnir skili miklu meiri árangri,“ bætir Bjarni við.Landspítalinn í forgangFormennirnir eru sammála um að forgangsatriðið í heilbrigðismálum sé að klára byggingu nýs spítala við Hringbraut. „Þessi ríkisstjórn sýndi fram á það í sinni langtímaáætlun hvernig við getum greitt fyrir það. Við erum búin að gera ráð fyrir þessu,“ segir Bjarni um kostnað við byggingu spítalans. Oddný segir einnig mikilvægt að minnka greiðsluþátttöku sjúklinga. „Í okkar útreikningum erum við með sautján til tuttugu milljarða undir. Þar af sjö milljarða í að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga sem felst í því að enginn þyrfti að borga meira en 35 þúsund krónur á ári. Heilsugæslan yrði frí, tannlækningar aldraðra og öryrkja yrðu lækkaðar sérstaklega. Síðan færi stóri peningurinn auðvitað til Landspítalans og sjúkrahússins á Akureyri og til að efla heilsugæsluna.“ Talið berst að einkarekstri í heilbrigðisþjónustu sem Birgitta segist andvíg, ef einkareksturinn er á grunni hagnaðarsjónarmiða. „Það hafa verið gerðar tilraunir til að einkavæða stóra hluta heilbrigðiskerfisins okkar, sem er áhyggjuefni. En ef við getum haft það lögfest að þú getir ekki rekið einkarekna heilbrigðisþjónustu út frá hagnaðarsjónarmiðum þá er það allt í lagi mín vegna.“ Bjarni er ósammála því. „Ég hef ekkert við það að athuga að vilji menn hafa opið lengur og skila meiri afköstum og þannig mögulega skila einhverjum afgangi í rekstrinum, þá njóti menn góðs af því. Ég er hins vegar dálítið þreyttur á þeirri umræðu að þegar menn vilja nýta kosti einkaframtaksins til þess að auka afköstin í heilbrigðiskerfinu þá tali menn eins og það eigi að einkavæða alla heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það hefur enginn talað um að setja grunnsjúkrahúsaþjónustuna í einkarekstur. Auðvitað dettur engum það í hug. Það hefur heldur enginn talað um að öll almenn heilbrigðisþjónusta verði einkavædd þannig að sjúklingarnir þurfi að borga,“ segir Bjarni. Hann segir að skoða þurfi kostnaðarþátttöku sjúklinga því of mörg dæmi séu um að kostnaður sé þröskuldur fyrir sjúklingana inn í kerfið. Nú þegar sé búið að taka á verstu tilfellunum með því að setja þak á greiðsluþátttöku. Benedikt segist opinn fyrir því að skoða hvort hægt sé að gera hlutina með ódýrari hætti án þess þó að það komi niður á öryggi sjúklinga og færni heilbrigðisstarfsmanna. „Nýr Landspítali, sem við viljum að verði reistur við Hringbraut á næstu fimm eða sex árum, gefur tækifæri til að ná fram breytingum og hagræðingu í rekstri. Þá hagræðingu eigum við að nýta til að gera meira og betur en ekki til þess að taka peninga úr kerfinu og verja minna til þessara mála. Við megum samt ekki gleyma því að það er fólk víða á landinu sem fær ekki ákveðna þjónustu sem við teljum sjálfsagða. Við viljum bæta úr því með því að það verði hluti af skyldum Landspítalans að sinna grunnþjónustu víða um land. Það segir sig sjálft að við getum ekki haft alla sérfræðinga alls staðar á landinu en ef það er regluleg þjónusta frá Landspítalanum þá mun það bæta lífsgæði mjög víða.“Engin ríkisstjórn í augsýnTveggja flokka ríkisstjórn er tæpast á teikniborðinu sé tekið mið af skoðanakönnunum. Ásta Helgadóttir, þingmaður Pírata, sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að óformlegar kaffispjallsviðræður hefðu átt sér stað á milli Pírata og Viðreisnar. „Þessar viðræður eru svo leynilegar að mér er ekki kunnugt um þær. En það er ágætt að fólk tali saman og mjög gaman ef það koma kenningar um hitt og þetta,“ segir Benedikt. Birgitta hefur talað fyrir því að þeir flokkar sem sjái fyrir sér að vinna saman verði búnir að kynna það fyrir kjósendum fyrir kosningar og birti drög að stjórnarsáttmála. Það hefur ekki tíðkast í íslenskum stjórnmálum. „Þannig getur fólk fengið upplýsingar um það fyrir kosningar hvaða málamiðlanir liggja fyrir. Það er enginn flokkur sem fær 100 prósent atkvæða þannig að mér finnst óábyrgt að fara enn og aftur í kosningabaráttu án þess að það liggi fyrir hverjir geta unnið saman. Eins og Píratar hafa alltaf sagt, hér er það sem við ætlum að gera, þeir sem vilja vera með geta bara komið og talað við okkur.“ Birgitta segir þó að slíkt samtal hafi ekki átt sér stað hingað til. Hún útilokar þó ekki að þegar nær dragi kosningum verði slíkar þreifingar opinberaðar og jafnvel kynnt drög að stjórnarsáttmála. „Ég hef lagt þessa umræðu fram en auðvitað er það þannig að samræður þurfa að fara að eiga sér stað.“ Bjarni hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af myndun ríkisstjórnar eftir hrun. „Við höfum ekki góða reynslu af margra flokka stjórnum og ég hef enga trú á minnihlutastjórn. Ég veit hvað það þarf að gera miklar málamiðlanir í tveggja flokka stjórn. Þær eru meiri í þriggja flokka stjórn, kannski ekki í veldisvexti en töluvert þó,“ segir hann. Hann hefur áhyggjur af því að menn fari fram úr sér í ríkisútgjöldum og hefur áhyggjur af vinnumarkaðnum. „Ófriður á vinnumarkaði er helsta uppspretta óstöðugleika í landinu.“ Oddný Harðardóttir segist sjálf hafa trú á því að Samfylkingin muni bæta við sig fylgi í komandi kosningum þrátt fyrir að mælast nú í sögulegu lágmarki. Benedikt segist vilja ná umræðunni í kosningabaráttunni á annað plan. „Mér þykja umræðurnar snúast svo mikið um það hvað sé einhverjum að kenna í stað þess að við horfum á framtíðina. Fortíðinni getum við ekki breytt. Þrátt fyrir að árið 2008 hafi orðið efnahagsáfall sem við erum að mörgu leyti búin að vinna okkur úr þá varð á sama tíma siðrof og því erum við ekki búin að vinna okkur úr. Þess vegna er vantraust í garð stjórnmálanna og stjórnmálamanna. Við þurfum að hafa þor til að takast á við kerfisbreytingar sem þjóðin kallar á. Ég held að við séum nú þegar komin á stefnumót við framtíðina og við ætlum ekki að missa af því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira