Framleiðsluhlé á Mustang vegna dræmrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2016 10:22 Ford Mustang. Sala Ford Mustang féll um 32% í september nýliðnum og samkeppnisbíllinn Chevrolet Camaro seldist meira í mánuðinum en Mustang. Viðbrögð Ford við þessu eru að stöðva framleiðslu á Mustang í Flat Rock verksmiðju sinni í Michigan, þar sem sportbíllinn er framleiddur, í eina viku. Stöðvunin hófst 10. október og stendur til 17. október. Þar mætir enginn til vinnu þessa vikuna en starfsmenn fá samt greidd full laun og er um að ræða 3.702 starfsmenn. Í september seldust 6.429 Mustang bílar en 6.577 Camaro bílar og fór sala hans upp um ríflega 1.300 bíla á milli mánaða. Síðast þegar Camaro seldist meira í einum mánuði en Mustang var í október árið 2014. Það sem veldur helst góðri sölu á Camaro eru vænir afslættir sem í boði eru og námu þeir að meðaltali 3.409 dollurum í september á meðan afslættir á Mustang voru að meðaltali 2.602 dollarar. Á þessu ári hafa selst 87.258 Mustang bílar, en 54.535 Camaro bílar svo það ber enn mikið í milli í sölu á þessum bílum. Sala Mustang hefur fallið um 9% á milli ára en sala Camaro hefur fallið enn meira, eða um 11,3%. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent
Sala Ford Mustang féll um 32% í september nýliðnum og samkeppnisbíllinn Chevrolet Camaro seldist meira í mánuðinum en Mustang. Viðbrögð Ford við þessu eru að stöðva framleiðslu á Mustang í Flat Rock verksmiðju sinni í Michigan, þar sem sportbíllinn er framleiddur, í eina viku. Stöðvunin hófst 10. október og stendur til 17. október. Þar mætir enginn til vinnu þessa vikuna en starfsmenn fá samt greidd full laun og er um að ræða 3.702 starfsmenn. Í september seldust 6.429 Mustang bílar en 6.577 Camaro bílar og fór sala hans upp um ríflega 1.300 bíla á milli mánaða. Síðast þegar Camaro seldist meira í einum mánuði en Mustang var í október árið 2014. Það sem veldur helst góðri sölu á Camaro eru vænir afslættir sem í boði eru og námu þeir að meðaltali 3.409 dollurum í september á meðan afslættir á Mustang voru að meðaltali 2.602 dollarar. Á þessu ári hafa selst 87.258 Mustang bílar, en 54.535 Camaro bílar svo það ber enn mikið í milli í sölu á þessum bílum. Sala Mustang hefur fallið um 9% á milli ára en sala Camaro hefur fallið enn meira, eða um 11,3%.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent