Rimac gegn Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 10:30 Porsche 918 er sannkallaður ofurbíll og á metið á Nürburgring brautinni þýsku og fór hana á undir 7 mínútum. Þessi tengiltvinnbíll var aðeins framleiddur í 918 eintökum og kostaði hvert eintak hans 95 milljónir króna. En duga 887 hestöfl hans til að skáka króatíska rafmagnsbílnum Rimac, sem reyndar er skráður fyrir 1.088 hestöflum og öskrandi 1.600 Nm togi. Það sést í þessu myndskeiði hér að ofan. Til að gera sér örlítið grein fyrir getu Rimac rafmagnsbílsins þá fer hann sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að ná 200 km hraða. Bílunum var att saman á kvartmílubraut í Bandaríkjunum og teknir einir 6 sprettir á henni. Það fylgir sögunni að í öllum hamaganginum ofhitnaði Porsche 918 Spyder bíllinn en það átti ekki við Rimac bílinn, en hann er jú ekki með neina brunavél, aðeins rafmótora. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent
Porsche 918 er sannkallaður ofurbíll og á metið á Nürburgring brautinni þýsku og fór hana á undir 7 mínútum. Þessi tengiltvinnbíll var aðeins framleiddur í 918 eintökum og kostaði hvert eintak hans 95 milljónir króna. En duga 887 hestöfl hans til að skáka króatíska rafmagnsbílnum Rimac, sem reyndar er skráður fyrir 1.088 hestöflum og öskrandi 1.600 Nm togi. Það sést í þessu myndskeiði hér að ofan. Til að gera sér örlítið grein fyrir getu Rimac rafmagnsbílsins þá fer hann sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að ná 200 km hraða. Bílunum var att saman á kvartmílubraut í Bandaríkjunum og teknir einir 6 sprettir á henni. Það fylgir sögunni að í öllum hamaganginum ofhitnaði Porsche 918 Spyder bíllinn en það átti ekki við Rimac bílinn, en hann er jú ekki með neina brunavél, aðeins rafmótora.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent