Vonast eftir afgerandi kosningu Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2016 11:15 Bjarni í Garðabæ í morgun. Vísir/Jóhann Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir afgerandi kosningu. Hann segir núverandi stjórnarflokka ekki líklega til að halda meirihluta á þingi og bíður hann „spenntur“ eftir niðurstöðunum. Bjarni kaus í Fjölbrautaskóla Garðabæjar nú í morgun, þar sem fréttastofa 365 náði tali af honum. „Maður er mjög spenntur. Ég sé það á könnunum að þetta er mjög knappt þannig að ég geri ráð fyrir því að úrslitin geti ráðist mjög seint. Flestir munu eflaust horfa á það hvort að núverandi stjórnarandstöðuflokkar ná meirihluta þingmanna, en í því sambandi skiptir miklu hver sá meirihluti kann að verða. Ég vonast til þess að það gerist ekki og við fáum afgerandi kosningu. Svo verðum við bara að vinna með þá stöðu sem að kjósendur gefa okkur.“ Bjarni segir „ekki hægt að segja“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið í óformlegum viðræðum við aðra flokka fyrir kosningarnar. „Við erum auðvitað í stjórnarsamstarfi og við höfum farið yfir þá stöðu. Eitt af því sem við höfum séð ásamt Framsóknarflokknum er að þessir tveir flokkar eru ekki líklegir til að halda þeim meirihluta í þinginu sem þeir hafa í dag. Þannig að við höfum aðeins rætt það.“ Þá vildi Bjarni ekki segja til um hver ákjósanlegasti flokkurinn væri til að koma inn í stjórnarsamstarfið. „Ég bíð spenntur, eins og aðrir landsmenn, að sjá hvernig þingið raðast saman og við verðum einfaldlega að líta í eigin barm, hvert og eitt okkar, og spyrja: Hvað getum við gert til þess að vinna landinu sem allra mest gagn? Gera flestum sem mest gagn í ljósi þeirrar niðurstöðu sem að fæst í kvöld. Ég ætla að vera svolítið opinn í huganum þegar ég geng til þess verks,“ segir Bjarni. Spurður út í kosningabaráttuna segir Bjarni að honum finnist sjónvarpið hafa sinnt baráttunni meira en oft áður. „Samfélagsmiðlar eru að riðla sér meira inn á þennan vettvang. Að hluta til er það vegna þess að flokkarnir vilja finna leiðir til þess að verja minni fjármunum í kosningabaráttuna, þannig að því leyti er þetta aðeins að breytast. Það einkennir líka baráttuna núna hvað það eru margir flokkar. Margir flokkar sem eiga möguleika á þingsæti. Þetta hefur um margt verið dálítið sérstök kosningabarátta og kannski helst það hvað það er miklu meiri umræða á samfélagsmiðlum og meiri kynning á flokkunum og frambjóðendum þar, heldur en átti við þegar ég var fyrst kjörinn á þing 2003. Þetta er eins og svart og hvítt.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leið flokkaflakkarans um kosningarvökur Flestar kosningavökur næturinnar fara fram í miðbænum og eru öllum opnar. Víða er boðið upp á drykki og skemmtiatriði á meðan beðið er eftir tölum. Mikilvægt að fylgjast með gangi mála til að finna út hvar mesta stuðið verður. 29. október 2016 07:00 „Baráttan stendur yfir til klukkan tíu í kvöld“ Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar er bjartsýn fyrir kjördag. 29. október 2016 09:25 Búinn að kjósa og fer að smíða ramp Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir flokkinn halda ótrauðan áfram sama hverjar niðurstöðurnar verða. 29. október 2016 10:46 „Aldrei verið jafnauðvelt að kjósa“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kaus flokk sinn í fyrsta skipti í morgun. 29. október 2016 09:40 Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00 Í beinni: Landsmenn ganga til kosninga Vísir greinir frá öllu því sem gerist á kjördag um leið og það gerist. 29. október 2016 07:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir afgerandi kosningu. Hann segir núverandi stjórnarflokka ekki líklega til að halda meirihluta á þingi og bíður hann „spenntur“ eftir niðurstöðunum. Bjarni kaus í Fjölbrautaskóla Garðabæjar nú í morgun, þar sem fréttastofa 365 náði tali af honum. „Maður er mjög spenntur. Ég sé það á könnunum að þetta er mjög knappt þannig að ég geri ráð fyrir því að úrslitin geti ráðist mjög seint. Flestir munu eflaust horfa á það hvort að núverandi stjórnarandstöðuflokkar ná meirihluta þingmanna, en í því sambandi skiptir miklu hver sá meirihluti kann að verða. Ég vonast til þess að það gerist ekki og við fáum afgerandi kosningu. Svo verðum við bara að vinna með þá stöðu sem að kjósendur gefa okkur.“ Bjarni segir „ekki hægt að segja“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið í óformlegum viðræðum við aðra flokka fyrir kosningarnar. „Við erum auðvitað í stjórnarsamstarfi og við höfum farið yfir þá stöðu. Eitt af því sem við höfum séð ásamt Framsóknarflokknum er að þessir tveir flokkar eru ekki líklegir til að halda þeim meirihluta í þinginu sem þeir hafa í dag. Þannig að við höfum aðeins rætt það.“ Þá vildi Bjarni ekki segja til um hver ákjósanlegasti flokkurinn væri til að koma inn í stjórnarsamstarfið. „Ég bíð spenntur, eins og aðrir landsmenn, að sjá hvernig þingið raðast saman og við verðum einfaldlega að líta í eigin barm, hvert og eitt okkar, og spyrja: Hvað getum við gert til þess að vinna landinu sem allra mest gagn? Gera flestum sem mest gagn í ljósi þeirrar niðurstöðu sem að fæst í kvöld. Ég ætla að vera svolítið opinn í huganum þegar ég geng til þess verks,“ segir Bjarni. Spurður út í kosningabaráttuna segir Bjarni að honum finnist sjónvarpið hafa sinnt baráttunni meira en oft áður. „Samfélagsmiðlar eru að riðla sér meira inn á þennan vettvang. Að hluta til er það vegna þess að flokkarnir vilja finna leiðir til þess að verja minni fjármunum í kosningabaráttuna, þannig að því leyti er þetta aðeins að breytast. Það einkennir líka baráttuna núna hvað það eru margir flokkar. Margir flokkar sem eiga möguleika á þingsæti. Þetta hefur um margt verið dálítið sérstök kosningabarátta og kannski helst það hvað það er miklu meiri umræða á samfélagsmiðlum og meiri kynning á flokkunum og frambjóðendum þar, heldur en átti við þegar ég var fyrst kjörinn á þing 2003. Þetta er eins og svart og hvítt.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leið flokkaflakkarans um kosningarvökur Flestar kosningavökur næturinnar fara fram í miðbænum og eru öllum opnar. Víða er boðið upp á drykki og skemmtiatriði á meðan beðið er eftir tölum. Mikilvægt að fylgjast með gangi mála til að finna út hvar mesta stuðið verður. 29. október 2016 07:00 „Baráttan stendur yfir til klukkan tíu í kvöld“ Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar er bjartsýn fyrir kjördag. 29. október 2016 09:25 Búinn að kjósa og fer að smíða ramp Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir flokkinn halda ótrauðan áfram sama hverjar niðurstöðurnar verða. 29. október 2016 10:46 „Aldrei verið jafnauðvelt að kjósa“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kaus flokk sinn í fyrsta skipti í morgun. 29. október 2016 09:40 Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00 Í beinni: Landsmenn ganga til kosninga Vísir greinir frá öllu því sem gerist á kjördag um leið og það gerist. 29. október 2016 07:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Leið flokkaflakkarans um kosningarvökur Flestar kosningavökur næturinnar fara fram í miðbænum og eru öllum opnar. Víða er boðið upp á drykki og skemmtiatriði á meðan beðið er eftir tölum. Mikilvægt að fylgjast með gangi mála til að finna út hvar mesta stuðið verður. 29. október 2016 07:00
„Baráttan stendur yfir til klukkan tíu í kvöld“ Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar er bjartsýn fyrir kjördag. 29. október 2016 09:25
Búinn að kjósa og fer að smíða ramp Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir flokkinn halda ótrauðan áfram sama hverjar niðurstöðurnar verða. 29. október 2016 10:46
„Aldrei verið jafnauðvelt að kjósa“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kaus flokk sinn í fyrsta skipti í morgun. 29. október 2016 09:40
Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00
Í beinni: Landsmenn ganga til kosninga Vísir greinir frá öllu því sem gerist á kjördag um leið og það gerist. 29. október 2016 07:30