Bjarni um Pírata: „Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 22:14 Í sjónvarpssal í kvöld. Vísir/Anton „Ég skal vera alveg heiðarlegur með það. Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur, meira hreyfing sem hefur hrist upp í hlutunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um Pírata í Leiðtogaumræðum á Rúv í kvöld. Hann sagði það mjög langsótt að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar myndu vinna saman að loknum kosningum. Við það lyfti Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata upp spjaldi sem á stóð #Panama, og beindi að myndavélunum en skömmu áður höfðu hún og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar skipst á brosi þegar Bjarni sagði Pírata varla vera stjórnmálaflokk. Leiðtogar Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs tókust á í sjónvarpsal Ríkissjónvarpsins Mikið var rætt um boðað samstarf Pírata, VG, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkannaOddný sagðist vona að það boðaði nýja hefð í íslenskum stjórnmálum á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins gerði góðlátlegt grín að því. „Það var plásið til mikils partýs af hálfu Pírata. Það var blásið í blöðrur, fjallið tók joðsótt. Það fæddist lítil mús sem flutti okkur ekki skýrslu um stefnu um hvernig ætti að byggja upp. Það sem eftir stendur er að helsta krafa þeirra um stutt kjörtímabil er fallin frá,“ sagði Sigurður.Óttar Proppé, Sigurður Ingi og Benedikt í kvöld.Vísir/AntonBirgitta sagði hins vegar að með þessu væri væri að bjóða á skýra valmöguleika fyrir kjósendur. „Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem flokkar bjóða upp á þetta með afgerandi hætti af flokkum sem eiga að möguleika á að komast í ríkisstjórn.“ Bjarni tók undir að það væri gott að nú stæðu kjósendur frammi fyrir skýrum valkostum en bætti við að lítið virðist hafa komist á hreint með það hvað þetta mögulega stjórnarsamstarf stjórnarandstöðuflokkanna stæði fyrir. „Við fáum ekkert, bara loft,“ sagði Bjarni. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar sagði hins vegar að leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu þjappað stjórnarandstöðuflokkunum saman. „Við höfum upplifað síðustu ár ótrúlegan óstöðugleika, uppákomur og vandræði. Við erum að kjósa núna að hausti vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafa gefist upp á sínu róli. Auðvitað er grunnur að þessu samtali stjórnarandstöðuflokkanna að reyna að koma á uppbyggilegri sjórnmálum. Þetta bjóðum við upp á.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fagnaði því að hér væri kominn fram skýr valmöguleiki fyrir kjósendur. „Við fórum yfir stóiru línurnar og það sem kemur úr þessu er vilji þessarar fjögurra flokka til að vinna saman. Við viljum leggja áhersliu á uppbyggingu innviða og breytt vinnubrögð. Hér hefur ekki verið hefð fyrir kosningabandalögum en ég fagna því að við tökum opnar umræður fyrir kosningar.“ Benedikt Jóhannson, formaður Viðreisnar, sem þáði ekki boð Pírata um að taka þátt í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf við Pírata, VG, Samfylkingu og Bjarta framtíð, sagði að allir þyrftu að geta unnið sem liðsheild, líkt og á knattspyrnuvellinum væri ekki bara hægt að sækja í eina átt. Því gæti Viðreisn ekki útilokað samstarf við neinn flokk. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Ég skal vera alveg heiðarlegur með það. Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur, meira hreyfing sem hefur hrist upp í hlutunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um Pírata í Leiðtogaumræðum á Rúv í kvöld. Hann sagði það mjög langsótt að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar myndu vinna saman að loknum kosningum. Við það lyfti Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata upp spjaldi sem á stóð #Panama, og beindi að myndavélunum en skömmu áður höfðu hún og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar skipst á brosi þegar Bjarni sagði Pírata varla vera stjórnmálaflokk. Leiðtogar Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs tókust á í sjónvarpsal Ríkissjónvarpsins Mikið var rætt um boðað samstarf Pírata, VG, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkannaOddný sagðist vona að það boðaði nýja hefð í íslenskum stjórnmálum á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins gerði góðlátlegt grín að því. „Það var plásið til mikils partýs af hálfu Pírata. Það var blásið í blöðrur, fjallið tók joðsótt. Það fæddist lítil mús sem flutti okkur ekki skýrslu um stefnu um hvernig ætti að byggja upp. Það sem eftir stendur er að helsta krafa þeirra um stutt kjörtímabil er fallin frá,“ sagði Sigurður.Óttar Proppé, Sigurður Ingi og Benedikt í kvöld.Vísir/AntonBirgitta sagði hins vegar að með þessu væri væri að bjóða á skýra valmöguleika fyrir kjósendur. „Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem flokkar bjóða upp á þetta með afgerandi hætti af flokkum sem eiga að möguleika á að komast í ríkisstjórn.“ Bjarni tók undir að það væri gott að nú stæðu kjósendur frammi fyrir skýrum valkostum en bætti við að lítið virðist hafa komist á hreint með það hvað þetta mögulega stjórnarsamstarf stjórnarandstöðuflokkanna stæði fyrir. „Við fáum ekkert, bara loft,“ sagði Bjarni. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar sagði hins vegar að leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu þjappað stjórnarandstöðuflokkunum saman. „Við höfum upplifað síðustu ár ótrúlegan óstöðugleika, uppákomur og vandræði. Við erum að kjósa núna að hausti vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafa gefist upp á sínu róli. Auðvitað er grunnur að þessu samtali stjórnarandstöðuflokkanna að reyna að koma á uppbyggilegri sjórnmálum. Þetta bjóðum við upp á.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fagnaði því að hér væri kominn fram skýr valmöguleiki fyrir kjósendur. „Við fórum yfir stóiru línurnar og það sem kemur úr þessu er vilji þessarar fjögurra flokka til að vinna saman. Við viljum leggja áhersliu á uppbyggingu innviða og breytt vinnubrögð. Hér hefur ekki verið hefð fyrir kosningabandalögum en ég fagna því að við tökum opnar umræður fyrir kosningar.“ Benedikt Jóhannson, formaður Viðreisnar, sem þáði ekki boð Pírata um að taka þátt í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf við Pírata, VG, Samfylkingu og Bjarta framtíð, sagði að allir þyrftu að geta unnið sem liðsheild, líkt og á knattspyrnuvellinum væri ekki bara hægt að sækja í eina átt. Því gæti Viðreisn ekki útilokað samstarf við neinn flokk.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45