Hér fyrir ofan má sjá fréttaskýringu um bankakerfið og hvað skal gera við það úr kosningaþætti Stöðvar 2 sem var sýndur í kvöld.
Einkavæðing bankanna og eftirleikurinn af henni sem endaði með hruni efnahagslífsins fyrir átta árum hefur haft gríðarleg áhrif á heimilin í landinu og allt efnahagslíf þjóðarinnar. Nú þarf að ákveða hvað gera á við bankakerfið sem reis úr brunarústunum.
Fjallað er um stöðuna í þessu innslagi og rætt við leiðtoga flokkanna um hvað skal gera við bankakerfið.
Innlent