Samherji birtir laun sjómanna Sveinn Arnarsson skrifar 28. október 2016 07:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir verkföll bitna á öllum, bæði útgerð og sjómönnum. vísir/auðunn Samherji birti í gær laun sjómanna og vélstjóra hjá fyrirtækinu sem sýna að meðallaun háseta eru frá 100 til 200 þúsund krónur á dag og laun vélstjóra á bilinu 150 til 300 þúsund á dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, fagnar því að fyrirtækið birti laun starfsmanna og óskar eftir því að öll fyrirtækin geri slíkt hið sama. „Það er frábært að fá þessar tölur fram og ég hvet öll útgerðarfyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Því það eru ekki sömu laun hjá öllum útgerðum. Laun sjómanna hjá Samherja eru ekki meðallaun sjómanna á Íslandi, því fer fjarri,“ segir Valmundur. „Samherji er stórt fyrirtæki með gríðarlega mikinn kvóta og alls ekki hefðbundið íslenskt útgerðarfyrirtæki.“Laun sjómanna hjá Samherja í fyrraValmundur ValmundssonÞorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, segir það óskandi að sátt náist í deilunni fyrir 10. nóvember. „Verkföll bitna alltaf á öllum aðilum, bæði útgerðaraðilum sem og sjómönnum sjálfum þar sem þeir verða launalausir á meðan. Landvinnsla mun stöðvast hjá okkur með tilheyrandi tapi,“ segir Þorsteinn Már og telur ekki ráðlegt að yfirvöld skerist í leikinn. „Það er alls ekki óskastaða að lög verði sett á verkfallið. Það er skylda okkar að leysa deiluna okkar á milli og það munum við gera,“ bætir Þorsteinn Már við. Hjá Samherja eru meðallaun með orlofi allt frá 20 milljónum króna á ári upp í um 40 milljónir á ári miðað við um 200 úthaldsdaga á ári. Að auki er greitt orlof ofan á það kaup. „Íslendingar eru í forystu í sjávarútvegi í heiminum í dag. Við Íslendingar gerum meiri verðmæti úr okkar þorski en allir aðrir og vinnum fiskinn meira en almennt gerist. Við ættum að meta hvernig við stöndum okkur sem í þessari grein störfum og hverju hún skilar til þjóðarbúsins,“ segir Þorsteinn Már. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Kosningar 2016 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Samherji birti í gær laun sjómanna og vélstjóra hjá fyrirtækinu sem sýna að meðallaun háseta eru frá 100 til 200 þúsund krónur á dag og laun vélstjóra á bilinu 150 til 300 þúsund á dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, fagnar því að fyrirtækið birti laun starfsmanna og óskar eftir því að öll fyrirtækin geri slíkt hið sama. „Það er frábært að fá þessar tölur fram og ég hvet öll útgerðarfyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Því það eru ekki sömu laun hjá öllum útgerðum. Laun sjómanna hjá Samherja eru ekki meðallaun sjómanna á Íslandi, því fer fjarri,“ segir Valmundur. „Samherji er stórt fyrirtæki með gríðarlega mikinn kvóta og alls ekki hefðbundið íslenskt útgerðarfyrirtæki.“Laun sjómanna hjá Samherja í fyrraValmundur ValmundssonÞorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, segir það óskandi að sátt náist í deilunni fyrir 10. nóvember. „Verkföll bitna alltaf á öllum aðilum, bæði útgerðaraðilum sem og sjómönnum sjálfum þar sem þeir verða launalausir á meðan. Landvinnsla mun stöðvast hjá okkur með tilheyrandi tapi,“ segir Þorsteinn Már og telur ekki ráðlegt að yfirvöld skerist í leikinn. „Það er alls ekki óskastaða að lög verði sett á verkfallið. Það er skylda okkar að leysa deiluna okkar á milli og það munum við gera,“ bætir Þorsteinn Már við. Hjá Samherja eru meðallaun með orlofi allt frá 20 milljónum króna á ári upp í um 40 milljónir á ári miðað við um 200 úthaldsdaga á ári. Að auki er greitt orlof ofan á það kaup. „Íslendingar eru í forystu í sjávarútvegi í heiminum í dag. Við Íslendingar gerum meiri verðmæti úr okkar þorski en allir aðrir og vinnum fiskinn meira en almennt gerist. Við ættum að meta hvernig við stöndum okkur sem í þessari grein störfum og hverju hún skilar til þjóðarbúsins,“ segir Þorsteinn Már. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira