Fjöldi slasaðra: Gera ráð fyrir að nýta 10 bíla til sjúkraflutninga Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2016 11:34 Það er napurt á vettvangi. Vísir/vilhelm Rútan sem fór út Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarannn liggur á hliðinni og hafa sjúkraflutningamenn þurft að beita klippum til að ná tveimur farþegum úr flakinu. Talið er að um fimm til sjö séu alvarlega slasaðir. Búið er að klippa annan úr bílnum og unnið er að því að ná hinum úr flakinu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu að 41 farþegi hafi verið í rútunni. Þorri þeirra sem í rútunni voru eru kínverskir ferðamenn. Bílstjóri og leiðsögumaður eru íslenskir.Sjá einnig: Rútuslys á Þingvallavegi Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavörnum segir í samtali við Vísi að um 10 sjúkrabílar séu ýmist á vettvangi eða á leið þangað. Hann gerir ráð fyrir því að þurfi að nota þá alla og því séu líklega minnst 10 slasaðir. Þó of snemmt sé að fullyrða um tildrög slyssins segir Rögnvaldur að líklegt verði að teljast að hálka hafi átt hlut að máli. Leiða megi líkur að því að ökumaður rútunnar hafi misst stjórn á bílnum í aflíðandi beygju og hafnað utan vegar. Áfallateymi Rauða krossins er á vettvangi og „minna slasað“ fólk verður flutt í fjöldahjálparstöð. Þá eru starfsmenn á skurðstofum Landspítalans í viðbragðsstöðu vegna slyssins.Uppfært: 11:45Lögreglan vill biðja alla þá sem tóku upp farþega eða slasaða á slysavettvangi að láta strax vita svo að hægt sé að tryggja að allir farþegar í rútunni séu fundnir. Hægt er að láta vita gegnum 112 eða björgunaraðila á vettvangi. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Rútuslys á Þingvallavegi Nokkrir tugir farþega voru í rútunni. 25. október 2016 10:37 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Rútan sem fór út Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarannn liggur á hliðinni og hafa sjúkraflutningamenn þurft að beita klippum til að ná tveimur farþegum úr flakinu. Talið er að um fimm til sjö séu alvarlega slasaðir. Búið er að klippa annan úr bílnum og unnið er að því að ná hinum úr flakinu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu að 41 farþegi hafi verið í rútunni. Þorri þeirra sem í rútunni voru eru kínverskir ferðamenn. Bílstjóri og leiðsögumaður eru íslenskir.Sjá einnig: Rútuslys á Þingvallavegi Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavörnum segir í samtali við Vísi að um 10 sjúkrabílar séu ýmist á vettvangi eða á leið þangað. Hann gerir ráð fyrir því að þurfi að nota þá alla og því séu líklega minnst 10 slasaðir. Þó of snemmt sé að fullyrða um tildrög slyssins segir Rögnvaldur að líklegt verði að teljast að hálka hafi átt hlut að máli. Leiða megi líkur að því að ökumaður rútunnar hafi misst stjórn á bílnum í aflíðandi beygju og hafnað utan vegar. Áfallateymi Rauða krossins er á vettvangi og „minna slasað“ fólk verður flutt í fjöldahjálparstöð. Þá eru starfsmenn á skurðstofum Landspítalans í viðbragðsstöðu vegna slyssins.Uppfært: 11:45Lögreglan vill biðja alla þá sem tóku upp farþega eða slasaða á slysavettvangi að láta strax vita svo að hægt sé að tryggja að allir farþegar í rútunni séu fundnir. Hægt er að láta vita gegnum 112 eða björgunaraðila á vettvangi.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Rútuslys á Þingvallavegi Nokkrir tugir farþega voru í rútunni. 25. október 2016 10:37 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira