Sigmundur Davíð fann knattspyrnugoðsögnina sem „afvopnaði tvo menn með kíttisspaða“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2016 16:15 Mark Duffield og Jón Óskar. Mynd/Sigmundur Davíð Mark Duffield, knattspyrnugoðsögn og héraðslögreglumaður á Siglufirði, kom að því að afvopna menn vegna ástands sem skapaðist við Hótel Sigló á Siglufirði í hádeginu í dag.Þrír menn voru handteknir grunaðir um meðferð skotvopna en umrædd vopn reyndust síðar vera leikfangabyssur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar á Norðurlandi Eystra, er á fullri ferð norðan heiða að ræða við kjósendur í aðdraganda kosninga og hitti fyrir þá Mark og Jón Óskar „vopnaða“ kíttisspaða og málningarbursta. „Þetta var bara grín, þannig lagað,“ segir Mark um samtal þeirra Sigmundar Davíðs á Siglufirði í dag. Hann segist hafa notað tækifæri og bent Sigmundi á fjársveltið þegar komi að lögreglunni úti á landi. Sigmundur Davíð er á ferð og flugi eins og svo margir vegna kosninganna á laugardag.Vísir/Anton brink Varð vitni að umsátrinu Sigmundur Davíð varð vitni að því þegar lögreglumenn bar að garði en lögreglan í Fjallabyggð óskaði eftir liðsauka þegar málið kom upp. Þá lá ekki fyrir að mennirnir væru með leikfangabyssur og ástandið grafalvarlegt. Mark segist ekkert geta tjáð sig um aðkomu sína að málinu en Sigmundur Davíð fullyrðir að Mark hafi afvopnað tvo menn með kíttisspaða einan að vopni, og svo haldið áfram að mála. „Svona gera menn hlutina á Sigló,“ segir Sigmundur í færslu sinni. Vel fór á með þeim Sigmundi Davíð og Mark sem tóku upp Snapchöt en Sigmundur Davíð hefur farið nokkuð mikinn á samfélagsmiðlinum undanfarin misseri. Mark er knattspyrnunnendum og -iðkendum á Íslandi vel þekktur enda spilaði hann í meistaraflokki í 27 ár og þjálfaði stelpur sem stráka norðan heiða. Hann segist enn spila fótbolta þegar hann geti en reyni að passa upp á líkamann. „Ég æfi meira en áður en öðruvísi,“ segir Mark og ljóst að hann er sem fyrr í fantaformi. Því til stuðnings tók hann 1500 armbeygjur í dag, sem þykja reyndar engin tíðindi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Mark Duffield, knattspyrnugoðsögn og héraðslögreglumaður á Siglufirði, kom að því að afvopna menn vegna ástands sem skapaðist við Hótel Sigló á Siglufirði í hádeginu í dag.Þrír menn voru handteknir grunaðir um meðferð skotvopna en umrædd vopn reyndust síðar vera leikfangabyssur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknar á Norðurlandi Eystra, er á fullri ferð norðan heiða að ræða við kjósendur í aðdraganda kosninga og hitti fyrir þá Mark og Jón Óskar „vopnaða“ kíttisspaða og málningarbursta. „Þetta var bara grín, þannig lagað,“ segir Mark um samtal þeirra Sigmundar Davíðs á Siglufirði í dag. Hann segist hafa notað tækifæri og bent Sigmundi á fjársveltið þegar komi að lögreglunni úti á landi. Sigmundur Davíð er á ferð og flugi eins og svo margir vegna kosninganna á laugardag.Vísir/Anton brink Varð vitni að umsátrinu Sigmundur Davíð varð vitni að því þegar lögreglumenn bar að garði en lögreglan í Fjallabyggð óskaði eftir liðsauka þegar málið kom upp. Þá lá ekki fyrir að mennirnir væru með leikfangabyssur og ástandið grafalvarlegt. Mark segist ekkert geta tjáð sig um aðkomu sína að málinu en Sigmundur Davíð fullyrðir að Mark hafi afvopnað tvo menn með kíttisspaða einan að vopni, og svo haldið áfram að mála. „Svona gera menn hlutina á Sigló,“ segir Sigmundur í færslu sinni. Vel fór á með þeim Sigmundi Davíð og Mark sem tóku upp Snapchöt en Sigmundur Davíð hefur farið nokkuð mikinn á samfélagsmiðlinum undanfarin misseri. Mark er knattspyrnunnendum og -iðkendum á Íslandi vel þekktur enda spilaði hann í meistaraflokki í 27 ár og þjálfaði stelpur sem stráka norðan heiða. Hann segist enn spila fótbolta þegar hann geti en reyni að passa upp á líkamann. „Ég æfi meira en áður en öðruvísi,“ segir Mark og ljóst að hann er sem fyrr í fantaformi. Því til stuðnings tók hann 1500 armbeygjur í dag, sem þykja reyndar engin tíðindi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Þrír handteknir með skotvopn á Siglufirði Þrír voru handteknir fyrir utan Hótel Sigló á Siglufirði upp úr klukkan tólf í dag. 24. október 2016 14:45