Himinlifandi með gistinguna hjá Guðna á Bessastöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2016 11:58 Bresku hjónin náðu ekki góðum samfelldum svefni á bílastæðinu þar sem nokkuð blés Friðrik Brekkan leiðsögumaður bankaði upp á hjá breskum hjónum á bílaplaninu við Bessastaðakirkju á föstudagsmorguninn. Klukkan var 9:15 og Friðrik spurði einfaldlega: „Var ég nokkuð að vekja ykkur?“ Ferðalangarnir svöruðu því til að þeir væru nývaknaðir en hjónin, sem voru um sextugt, sögðust alveg vera í skýjunum yfir að geta gist í húsbílnum sínum á svo fallegum stað, við heimili forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, bæði óárreytt og ókeypis. Reyndar hafði blásið nokkuð hressilega á þau um nóttina svo að nætursvefninn hafði ekki verið alveg samfelldur. Þau væru engu að síður að hugsa um að gista eina nótt í viðbót á planinu. Friðrik vakti athygli á þessari uppákomu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar þar sem hann segist í raun hafa verið að hæðast að fólkinu, í hófi þó, og ekki skammað þau eða neitt slíkt. Ferðamennirnir sem voru á vegum Friðriks í rúnti um höfuðborgarsvæðið voru þó forvitin um myndatöku Friðriks sem smellti af. Bresku hjónin veltu fyrir sér að gista aðra nótt á planinu. Ekki liggur fyrir hvort þau hafi gert það eða ekki. Gerviupptökuvélar og skilti Friðrik sem er eldri en tvævetur í ferðabransanum er þeirrar skoðunar að þarna sé of langt gengið. „Þetta er yfirgengileg frekja. Það vita allir að þetta er forsetaembætti, fánanum flaggað og allt,“ segir Friðrik. Hann sjái hluti sem megi betur fara daglega í starfi sínu en upp úr standi fólk á húsbílum, sérstaklega á svonefndum camperbílum, sem leggi hingað og þangað ókeypis en nýti sér þjónustu tjaldsvæða á sama tíma. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því á Lýsuhóli á Snæfellsnesi þegar fólk á slíkum bílum ók inn á tjaldsvæðið, nýtti sér sturtu og salernisaðstöðu auk þess að vaska upp í leiðinni. Svo var ekið á brot og lagt annars staðar, þar sem ekki þarf að borga fyrir gistingu. Umsjónarfólkið á Lýsuhóli hafi sagst ekki hafa mannskap til að fylgjast með öllum sem komi inn og út.Friðrik segir eina lausn þá að setja upp skilti sem minni fólk á að bannað sé að gista yfir nótt á viðkomandi stöðum, svo sem á bílastæðinu við Bessastaði. Þá megi vel koma upp gerviupptökuvélum á tjaldstæðum þar sem væri skilti fyrir neðan þar sem fólk sé minnt á að greiða fyrir þjónustu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Friðrik Brekkan leiðsögumaður bankaði upp á hjá breskum hjónum á bílaplaninu við Bessastaðakirkju á föstudagsmorguninn. Klukkan var 9:15 og Friðrik spurði einfaldlega: „Var ég nokkuð að vekja ykkur?“ Ferðalangarnir svöruðu því til að þeir væru nývaknaðir en hjónin, sem voru um sextugt, sögðust alveg vera í skýjunum yfir að geta gist í húsbílnum sínum á svo fallegum stað, við heimili forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, bæði óárreytt og ókeypis. Reyndar hafði blásið nokkuð hressilega á þau um nóttina svo að nætursvefninn hafði ekki verið alveg samfelldur. Þau væru engu að síður að hugsa um að gista eina nótt í viðbót á planinu. Friðrik vakti athygli á þessari uppákomu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar þar sem hann segist í raun hafa verið að hæðast að fólkinu, í hófi þó, og ekki skammað þau eða neitt slíkt. Ferðamennirnir sem voru á vegum Friðriks í rúnti um höfuðborgarsvæðið voru þó forvitin um myndatöku Friðriks sem smellti af. Bresku hjónin veltu fyrir sér að gista aðra nótt á planinu. Ekki liggur fyrir hvort þau hafi gert það eða ekki. Gerviupptökuvélar og skilti Friðrik sem er eldri en tvævetur í ferðabransanum er þeirrar skoðunar að þarna sé of langt gengið. „Þetta er yfirgengileg frekja. Það vita allir að þetta er forsetaembætti, fánanum flaggað og allt,“ segir Friðrik. Hann sjái hluti sem megi betur fara daglega í starfi sínu en upp úr standi fólk á húsbílum, sérstaklega á svonefndum camperbílum, sem leggi hingað og þangað ókeypis en nýti sér þjónustu tjaldsvæða á sama tíma. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því á Lýsuhóli á Snæfellsnesi þegar fólk á slíkum bílum ók inn á tjaldsvæðið, nýtti sér sturtu og salernisaðstöðu auk þess að vaska upp í leiðinni. Svo var ekið á brot og lagt annars staðar, þar sem ekki þarf að borga fyrir gistingu. Umsjónarfólkið á Lýsuhóli hafi sagst ekki hafa mannskap til að fylgjast með öllum sem komi inn og út.Friðrik segir eina lausn þá að setja upp skilti sem minni fólk á að bannað sé að gista yfir nótt á viðkomandi stöðum, svo sem á bílastæðinu við Bessastaði. Þá megi vel koma upp gerviupptökuvélum á tjaldstæðum þar sem væri skilti fyrir neðan þar sem fólk sé minnt á að greiða fyrir þjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira