Vinaskipan Magnús Guðmundsson skrifar 24. október 2016 07:00 Einir fimm dagar til kosninga. Þá er runnin upp vika sem er oftar en ekki sérstök vika í lífi Íslendinga og þá sérstaklega þeirra sem tengjast stjórnsýslu lands og þjóðar með einum eða öðrum hætti. Ástæðan er sú að lengi hefur það verið ástundað í íslenskri pólitík að ráðamenn nýti þessa síðustu daga fram að kosningum til þess að koma oft stórundarlegum, en að sama skapi vanhugsuðum og misvel undirbúnum, málum í gegnum kerfið með alls konar tilskipunum og tilfærslum. Innan heimilda og á meðal ábyrgðar sem ráðherrum er falin er að skipa nefndir, ráð og stjórnir. Afleiðingin er að aðstoðarmenn og konur eru skipuð í nefndir, ráð og stjórnir en öðrum sparkað út án minnsta fyrirvara. Þetta kannast flestir við en eitthvað færri vilja skoða þær afleiðingar sem þetta getur haft fyrir fagmennskuna í íslenskri stjórnsýslu. Oft er þetta efalítið vandað og gott fólk sem tekur við slíkum stjórnskipunarbitlingum í nefndir, ráð og stjórnir. En öfugt við það sem ráðamennirnir vilja halda fram þá hefur það ekkert með þetta að gera. Markmiðið á nefnilega að vera að fagmennska og þekking leiði til skipunar en ekki persónuleg tengsl og mögulegir sérhagsmunir. Nú í liðinni viku þegar ellefu dagar voru til kosninga ákvað Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að skipa þau Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, aðstoðarmann sinn, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís. Þetta kallaði reyndar á að hringja í stjórnarmeðlimi kvöldið fyrir aðalfund og láta þá vita að þjónustu þeirra væri ekki óskað lengur. Svona gerast kaupin á eyrinni. Allur rekstur Matís, sem er vísinda- og nýsköpunarfélag með áherslu á matvælaiðnað, hefur gengið ákaflega vel allt frá stofnun árið 2007. Matís hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslenskum matvælaiðnaði eða eins og segir á heimasíðu félagsins: „Við styðjum viðskiptavini okkar til aukinnar verðmætasköpunar, matvælaöryggis og lýðheilsu.“ Það er reyndar umhugsunarefni að fjárhagslegir hagsmunir Matís og matvælaframleiðenda fari saman, óháð hagsmunum neytenda eftir því sem næst verður komist. En þó er bæði ljúft og skylt að taka fram að það er ekki annað að sjá en að hjá Matís sé unnið af fagmennsku og metnaði, enda þar unnið að málum sem eru neytendum ákaflega mikilvæg. En þetta snýst ekki um Matís. Reyndar snýst þetta ekki heldur einvörðungu um Gunnar Braga Sveinsson og snör handtök hans við innáskiptingar í stjórn Matís ellefu dögum fyrir kosningar. Þetta snýst um stjórnsýsluna og hvort faglega sé staðið að málum. Hvort hagsmunum neytenda sé best borgið með aðstoðarkonu ráðherrans og aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar í stjórn Matís, er aðeins eitt dæmi um þá stjórnsýslu sem landsmenn hafa lengi mátt búa við. Landsmenn eiga skilið að stjórnmálin temji sér betri siði og ábyrgari stjórnarhætti en að vinavæða stjórnir, ráð og nefndir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Einir fimm dagar til kosninga. Þá er runnin upp vika sem er oftar en ekki sérstök vika í lífi Íslendinga og þá sérstaklega þeirra sem tengjast stjórnsýslu lands og þjóðar með einum eða öðrum hætti. Ástæðan er sú að lengi hefur það verið ástundað í íslenskri pólitík að ráðamenn nýti þessa síðustu daga fram að kosningum til þess að koma oft stórundarlegum, en að sama skapi vanhugsuðum og misvel undirbúnum, málum í gegnum kerfið með alls konar tilskipunum og tilfærslum. Innan heimilda og á meðal ábyrgðar sem ráðherrum er falin er að skipa nefndir, ráð og stjórnir. Afleiðingin er að aðstoðarmenn og konur eru skipuð í nefndir, ráð og stjórnir en öðrum sparkað út án minnsta fyrirvara. Þetta kannast flestir við en eitthvað færri vilja skoða þær afleiðingar sem þetta getur haft fyrir fagmennskuna í íslenskri stjórnsýslu. Oft er þetta efalítið vandað og gott fólk sem tekur við slíkum stjórnskipunarbitlingum í nefndir, ráð og stjórnir. En öfugt við það sem ráðamennirnir vilja halda fram þá hefur það ekkert með þetta að gera. Markmiðið á nefnilega að vera að fagmennska og þekking leiði til skipunar en ekki persónuleg tengsl og mögulegir sérhagsmunir. Nú í liðinni viku þegar ellefu dagar voru til kosninga ákvað Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að skipa þau Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, aðstoðarmann sinn, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís. Þetta kallaði reyndar á að hringja í stjórnarmeðlimi kvöldið fyrir aðalfund og láta þá vita að þjónustu þeirra væri ekki óskað lengur. Svona gerast kaupin á eyrinni. Allur rekstur Matís, sem er vísinda- og nýsköpunarfélag með áherslu á matvælaiðnað, hefur gengið ákaflega vel allt frá stofnun árið 2007. Matís hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslenskum matvælaiðnaði eða eins og segir á heimasíðu félagsins: „Við styðjum viðskiptavini okkar til aukinnar verðmætasköpunar, matvælaöryggis og lýðheilsu.“ Það er reyndar umhugsunarefni að fjárhagslegir hagsmunir Matís og matvælaframleiðenda fari saman, óháð hagsmunum neytenda eftir því sem næst verður komist. En þó er bæði ljúft og skylt að taka fram að það er ekki annað að sjá en að hjá Matís sé unnið af fagmennsku og metnaði, enda þar unnið að málum sem eru neytendum ákaflega mikilvæg. En þetta snýst ekki um Matís. Reyndar snýst þetta ekki heldur einvörðungu um Gunnar Braga Sveinsson og snör handtök hans við innáskiptingar í stjórn Matís ellefu dögum fyrir kosningar. Þetta snýst um stjórnsýsluna og hvort faglega sé staðið að málum. Hvort hagsmunum neytenda sé best borgið með aðstoðarkonu ráðherrans og aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar í stjórn Matís, er aðeins eitt dæmi um þá stjórnsýslu sem landsmenn hafa lengi mátt búa við. Landsmenn eiga skilið að stjórnmálin temji sér betri siði og ábyrgari stjórnarhætti en að vinavæða stjórnir, ráð og nefndir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. október.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun