Tillaga Pírata um minnihlutastjórn á borðinu ef illa gengur að mynda meirihluta Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2016 14:06 Stjórnmálafræðiprófessor segir að það verði forvitnilegt að sjá viðbrögð Benedikts formanns Viðreisnar við tillögu Pírata um minnihlutastjórn. Vísir/GVA Tillaga Pírata um að vilja styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sýnir að Píratar eru tilbúnir að leita nýrra leiða í stjórnmálum, en frekar fjarstæðukennd hugmynd eins og staðan er í dag, að mati stjórnmálafræðiprófessora. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir Pírata tilbúna að leita nýrra leiða í stjórnmálum. Útspil þeirra um að verja minnihlutastjórn sé óvænt, líkt og tillagan um stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar.Stjórnmálafræðisprófessorarnir Baldur Þórhallsson og Grétar Þór Eyþórsson.VísirSjá einnig: Píratar tilbúnir til að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar „Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð forystumanna Viðreisnar verða við þessu. Ég geri ráð fyrir þetta sé útspil til að nálgast þá vegna þess að þar á bæ hafa menn haft efasemdir um að fimm flokka stjórn væri álitlegur kostur. Þetta sýnir eins og oft áður að Píratar eru að leita nýrra leiða og ganga með opnum huga að málunum. Þeir eru ekki ein einstrengingslegir og margir vilja vera að láta.“ Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor segir þessa tillögu Pírata ekki vera byltingarkennda, áður hafi verið talað um minnihlutastjórn en ekki sé hefð fyrir þeim á Íslandi.Sjá einnig: Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG „Menn munu reyna til þrauta með að mynda einhverskonar meirihlutastjórn en takist það ekki er allt eins víst að menn fari að skoða minnihlutamöguleika og þá kæmi þessi möguleiki kannski á borðið.“ Grétar segir að það stefni í að formaður stærsta flokksins, Bjarni Benediktsson hjá Sjálfstæðisflokknum, reyni að finna einhverskonar stjórnarmynstur. „En þetta væri þá uppi á borðinu seinna ef illa gengur.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12 Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Tillaga Pírata um að vilja styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sýnir að Píratar eru tilbúnir að leita nýrra leiða í stjórnmálum, en frekar fjarstæðukennd hugmynd eins og staðan er í dag, að mati stjórnmálafræðiprófessora. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir Pírata tilbúna að leita nýrra leiða í stjórnmálum. Útspil þeirra um að verja minnihlutastjórn sé óvænt, líkt og tillagan um stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar.Stjórnmálafræðisprófessorarnir Baldur Þórhallsson og Grétar Þór Eyþórsson.VísirSjá einnig: Píratar tilbúnir til að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar „Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð forystumanna Viðreisnar verða við þessu. Ég geri ráð fyrir þetta sé útspil til að nálgast þá vegna þess að þar á bæ hafa menn haft efasemdir um að fimm flokka stjórn væri álitlegur kostur. Þetta sýnir eins og oft áður að Píratar eru að leita nýrra leiða og ganga með opnum huga að málunum. Þeir eru ekki ein einstrengingslegir og margir vilja vera að láta.“ Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor segir þessa tillögu Pírata ekki vera byltingarkennda, áður hafi verið talað um minnihlutastjórn en ekki sé hefð fyrir þeim á Íslandi.Sjá einnig: Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG „Menn munu reyna til þrauta með að mynda einhverskonar meirihlutastjórn en takist það ekki er allt eins víst að menn fari að skoða minnihlutamöguleika og þá kæmi þessi möguleiki kannski á borðið.“ Grétar segir að það stefni í að formaður stærsta flokksins, Bjarni Benediktsson hjá Sjálfstæðisflokknum, reyni að finna einhverskonar stjórnarmynstur. „En þetta væri þá uppi á borðinu seinna ef illa gengur.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12 Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12
Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03