Þorgerður: Vinstristjórn hafnað með afgerandi hætti Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. október 2016 16:45 Stóra spurningin í ljósi úrslita kosninganna er hverjum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands felur stjórnarmyndunarumboð að loknum kosningum. Forsetinn mætti til guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í morgun en kirkjan fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hann vildi ekki veita viðtal um úrslit kosninganna. Sagði ekki tímabært að ræða við fjölmiðla um þaðð svo stuttu eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilstöðu með tæplega 30 prósenta fylgi og getur myndað ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsókn og Viðreisn. Eða með Viðreisn og Vinstri grænum. Það er engum vafa undiroropið að Viðreisn er í sterkri stöðu á miðjunni með 10,5 prósenta fylgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi segir að lesa megi nokkur skilaboð út úr úrslitum kosninganna. „Viðreisn kemur mjög sterk inn. Þetta er ein sterkasta innkoma stjórnmálaafls síðari tíma. Við erum sterk og við berum með okkur aukið frjálslyndi og rósemi. Um leið er þetta mikill sigur Sjálfstæðisflokksins. Það er tvímælalaust verið að hafna vinstristjórn með afgerandi hætti. Ég vil líka draga fram sterkan sigur hjá Katrínu Jakobsdóttur sem segir mér það að þegar horft er yfir stjórnmálin, það er verið að biðja um breiða skírskotun. Fólk vill ákveðinn stöðugleika og ró og það verði tekið tillit til ýmissa sjónarmiða,“ segir Þorgerður. Hún segir að menn verði að skoða niðurstöður kosninganna yfirvegað og skoða hvaða skilaboð þjóðin sé að senda. Þjóðin vilji frið og stöðugleika. Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar sagði í morgun að það væri eðlilegt að Viðreisn gerði tilkall til stjórnarmyndunar. Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræður sigurvegari þessara kosninga. Flokkurinn fékk tæp 30 prósent? „Þeir fengu mjög góða kosninga en við erum að koma inn, glænýr flokkur. Það er fáheyrt að nýr flokkur komi inn á þing með svona sterkum hætti,“ segir Jóna Sólveig. Sjá má viðtöl við Þorgerði Katrínu og Jónu Sólveigu í myndskeiði. Kosningar 2016 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Stóra spurningin í ljósi úrslita kosninganna er hverjum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands felur stjórnarmyndunarumboð að loknum kosningum. Forsetinn mætti til guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í morgun en kirkjan fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hann vildi ekki veita viðtal um úrslit kosninganna. Sagði ekki tímabært að ræða við fjölmiðla um þaðð svo stuttu eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilstöðu með tæplega 30 prósenta fylgi og getur myndað ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsókn og Viðreisn. Eða með Viðreisn og Vinstri grænum. Það er engum vafa undiroropið að Viðreisn er í sterkri stöðu á miðjunni með 10,5 prósenta fylgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi segir að lesa megi nokkur skilaboð út úr úrslitum kosninganna. „Viðreisn kemur mjög sterk inn. Þetta er ein sterkasta innkoma stjórnmálaafls síðari tíma. Við erum sterk og við berum með okkur aukið frjálslyndi og rósemi. Um leið er þetta mikill sigur Sjálfstæðisflokksins. Það er tvímælalaust verið að hafna vinstristjórn með afgerandi hætti. Ég vil líka draga fram sterkan sigur hjá Katrínu Jakobsdóttur sem segir mér það að þegar horft er yfir stjórnmálin, það er verið að biðja um breiða skírskotun. Fólk vill ákveðinn stöðugleika og ró og það verði tekið tillit til ýmissa sjónarmiða,“ segir Þorgerður. Hún segir að menn verði að skoða niðurstöður kosninganna yfirvegað og skoða hvaða skilaboð þjóðin sé að senda. Þjóðin vilji frið og stöðugleika. Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar sagði í morgun að það væri eðlilegt að Viðreisn gerði tilkall til stjórnarmyndunar. Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræður sigurvegari þessara kosninga. Flokkurinn fékk tæp 30 prósent? „Þeir fengu mjög góða kosninga en við erum að koma inn, glænýr flokkur. Það er fáheyrt að nýr flokkur komi inn á þing með svona sterkum hætti,“ segir Jóna Sólveig. Sjá má viðtöl við Þorgerði Katrínu og Jónu Sólveigu í myndskeiði.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira