Oddný Harðardóttir, formaður flokksins og Guðjón S. Bjarnason eru jöfnunarþingmenn, Oddný í Suðurkjördæmi og Guðjón í Norðvesturkjördæmi. Sjálfur er Logi í Norðausturkjördæmi
Töluverð endurnýjun er á þingflokki Samfylkingarinnar en Oddný er sú eina í nýjum þingflokki flokksins sem setið hefur á þingi.
Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Helgi Hjörvar sóttust öll eftir endurkjöri en náðu ekki kjöri.
Samfylkingin tapaði miklu fylgi frá því kosningunum 2013 þegar flokkurinn hlaut níu þingsæti og 12,9 prósent atkvæða. Flokkurinn hlaut nú sína verstu kosningu,5,7 prósent ,frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2000.