Enn á ný fara landsliðsverkefni illa með Arsenal-leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 16:45 Alexis Sanchez. Vísir/Getty Alexis Sanchez, framherji Arsenal, meiddist á æfingu með landsliði Síle á dögunum en það fara tvennar sögur af því hversu alvarleg meiðslin eru. Alexis Sanchez tognaði á vöðva og getur að þeim sökum ekki spilað með Síle á móti Kólumbíu í undankeppni HM á morgun. Þetta er ekki mikil tognun og í fyrstu bjóst læknalið Síle við því að hann gæti spilað leikinn á móti Úrúgvæ á þriðjudaginn. Svo leit þetta ekki eins vel út og upp komu vangaveltur um það að hann spili ekki aftur með Arsenal fyrr en eftir sex vikur. Nýjustu fréttir úr herbúðum leikmansins eru hinsvegar þær að hann ætli sér að spila leikinn við Úrúgvæ og taka með því áhættu á að gera meiðslin enn verri. Sanchez má örugglega búast við því að heyra eitthvað í Arsene Wenger í aðdgranda leiksins sem er á þriðjudaginn kemur. Fari svo að Alexis Sanchez verði frá í allan þennan tíma þá missir hann af Meistaradeildarleik á móti Paris Saint-Germain og deildarleikjum á móti Bournemouth, Southampton, West Ham, Stoke og Everton. Alexis Sanchez hefur farið á kostum að undanförnu en hann hefur átt þátt í 9 mörkum í síðustu 9 leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, skorað sex sjálfur og lagt upp önnur þrjú. Sanchez spilaði allar 90 mínúturnar í jafntefli á móti Tottenham á sunnudaginn en hvort sem það var löng flugferð eða eitthvað annað þá meiddist hann stuttu eftir að hann lenti í Síle. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er örugglega orðinn þreyttur á því að horfa upp á hans bestu leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skiptið sem slíkt gerist hjá Arsenal-manni undanfarin ár.Vísir/Getty Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Alexis Sanchez, framherji Arsenal, meiddist á æfingu með landsliði Síle á dögunum en það fara tvennar sögur af því hversu alvarleg meiðslin eru. Alexis Sanchez tognaði á vöðva og getur að þeim sökum ekki spilað með Síle á móti Kólumbíu í undankeppni HM á morgun. Þetta er ekki mikil tognun og í fyrstu bjóst læknalið Síle við því að hann gæti spilað leikinn á móti Úrúgvæ á þriðjudaginn. Svo leit þetta ekki eins vel út og upp komu vangaveltur um það að hann spili ekki aftur með Arsenal fyrr en eftir sex vikur. Nýjustu fréttir úr herbúðum leikmansins eru hinsvegar þær að hann ætli sér að spila leikinn við Úrúgvæ og taka með því áhættu á að gera meiðslin enn verri. Sanchez má örugglega búast við því að heyra eitthvað í Arsene Wenger í aðdgranda leiksins sem er á þriðjudaginn kemur. Fari svo að Alexis Sanchez verði frá í allan þennan tíma þá missir hann af Meistaradeildarleik á móti Paris Saint-Germain og deildarleikjum á móti Bournemouth, Southampton, West Ham, Stoke og Everton. Alexis Sanchez hefur farið á kostum að undanförnu en hann hefur átt þátt í 9 mörkum í síðustu 9 leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, skorað sex sjálfur og lagt upp önnur þrjú. Sanchez spilaði allar 90 mínúturnar í jafntefli á móti Tottenham á sunnudaginn en hvort sem það var löng flugferð eða eitthvað annað þá meiddist hann stuttu eftir að hann lenti í Síle. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er örugglega orðinn þreyttur á því að horfa upp á hans bestu leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skiptið sem slíkt gerist hjá Arsenal-manni undanfarin ár.Vísir/Getty
Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira