Miðvörður Króata tekinn blindfullur undir stýri átta dögum fyrir Íslandsleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 09:45 Fyrirliðinn fullur. vísir/getty Domagoj Vida, miðvörður og fyrirliði úkraínska liðsins Dynamo Kiev og leikmaður króatíska landsliðsins í fótbolta, var gripinn af lögreglunni í Kænugarði blindfullur undir stýri síðastliðinn föstudag, átta dögum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi í undankeppni HM 2018. Vida var úti að skemmta sér til klukkan fjögur um nóttina en í staðinn fyrir að taka leigubíl settist hann upp í Mercedes-bifreið sína og keyrði heimleiðis. Frá þessu er greint í króatískum og úkraínskum fjölmiðlum. Lögreglan stöðvaði Vida á bílnum og lét hann blása en 1,51 prómill mældust í miðverðinum. Hér á Íslandi væri það 18 mánaða svipting og 160.000 króna sekt. Ökuleyfið var tekið af Vida og hann látinn greiða myndarlega sekt. Forráðamenn og þjálfaralið Dynamo Kiev var lítið að kippa sér upp við þetta því Vida var í byrjunarliðinu í 2-1 sigurleik gegn Dnipro á sunnudaginn, tveimur dögum eftir að vera tekinn fullur á bílnum. Spurning er þó hvort einhver hafi vitað af þessu fyrr en í gærkvöldi þegar fréttin birtist fyrst.4 gun once Domagoj Vida, 1.51 promil alkollu oldugu Kiev polisince belirlenmis pic.twitter.com/t7YyPJGcLa— rüştü şenyüz (@rustusnyz) November 8, 2016 Vida er staddur í Zagreb með króatíska landsliðinu þar sem það undirbýr sig fyrir toppslag gegn strákunum okkar í íslenska landsliðinu á laugardaginn. Bæði lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki í I-riðli undankeppni HM 2018. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vida lendir í basli með bakkus. Þegar hann var leikmaður Dinamo Zagreb fyrir fjórum árum síðan opnaði hann bjór í liðsrútunni á leið í bikarleik gegn Vrsar. Þáverandi þjálfari Dinamo henti honum út úr rútunni og skildi Vida eftir á miðjum veginum. Sá maður heitir Ante Cacic og er þjálfari króatíska landsliðsins í dag. Nú á bara eftir að koma í ljós hvernig hann tekur þessum fréttum. Domagoj Vida er lykilmaður í króatíska landsliðinu en hann er búinn að byrja alla þrjá leikina í undankeppninni til þessa. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Domagoj Vida, miðvörður og fyrirliði úkraínska liðsins Dynamo Kiev og leikmaður króatíska landsliðsins í fótbolta, var gripinn af lögreglunni í Kænugarði blindfullur undir stýri síðastliðinn föstudag, átta dögum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi í undankeppni HM 2018. Vida var úti að skemmta sér til klukkan fjögur um nóttina en í staðinn fyrir að taka leigubíl settist hann upp í Mercedes-bifreið sína og keyrði heimleiðis. Frá þessu er greint í króatískum og úkraínskum fjölmiðlum. Lögreglan stöðvaði Vida á bílnum og lét hann blása en 1,51 prómill mældust í miðverðinum. Hér á Íslandi væri það 18 mánaða svipting og 160.000 króna sekt. Ökuleyfið var tekið af Vida og hann látinn greiða myndarlega sekt. Forráðamenn og þjálfaralið Dynamo Kiev var lítið að kippa sér upp við þetta því Vida var í byrjunarliðinu í 2-1 sigurleik gegn Dnipro á sunnudaginn, tveimur dögum eftir að vera tekinn fullur á bílnum. Spurning er þó hvort einhver hafi vitað af þessu fyrr en í gærkvöldi þegar fréttin birtist fyrst.4 gun once Domagoj Vida, 1.51 promil alkollu oldugu Kiev polisince belirlenmis pic.twitter.com/t7YyPJGcLa— rüştü şenyüz (@rustusnyz) November 8, 2016 Vida er staddur í Zagreb með króatíska landsliðinu þar sem það undirbýr sig fyrir toppslag gegn strákunum okkar í íslenska landsliðinu á laugardaginn. Bæði lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki í I-riðli undankeppni HM 2018. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vida lendir í basli með bakkus. Þegar hann var leikmaður Dinamo Zagreb fyrir fjórum árum síðan opnaði hann bjór í liðsrútunni á leið í bikarleik gegn Vrsar. Þáverandi þjálfari Dinamo henti honum út úr rútunni og skildi Vida eftir á miðjum veginum. Sá maður heitir Ante Cacic og er þjálfari króatíska landsliðsins í dag. Nú á bara eftir að koma í ljós hvernig hann tekur þessum fréttum. Domagoj Vida er lykilmaður í króatíska landsliðinu en hann er búinn að byrja alla þrjá leikina í undankeppninni til þessa.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira